Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 20

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 20
Guðmundur Baldvinsson, forstjóri Mokka, fyrir utan veitingahús sitt. MIÐDEGIS- STUND A ftíOKKA EINN er sá veitingastaður hér í bæ, sem segja má að orðinn sé fastur samkomustaður listamanna og listunn- enda. Þessi staður er Mokka á Skólavörðustíg, sem Guð- mundur Baldvinsson veitir forstöðu. Leikarar, bæði frá Þjóðleikhúsinu og Leikfélaginu, leggja gjarnan leið sína á Mokka og sömuleiðis listmálarar, bæði hánýtízku- legir og þeir sem íhaldssamari eru, enda eru tíðar mál- verkasýningar á staðnum. Þegar þessar línur eru rit- aðar stendur t. d. yfir sýning Sverris Haraldssonar, sem vakið hefur hvað mesta athygli yngri málara okk- ar í seinni tíð og er af mörgum talinn þeirra fremstur. Og ekki má gleyma blessuðum skáldunum, sem auðga anda sinn yfir „einum sterkum“ eins og kallað er. Mokka er smekklegur og skemmtilegur staður og þar ríkir jafnan einhver stemning, sem kemur gestum í gott skap. Og ekki má gleyma því, að þar er á boðstól- um fyrsta flokks mokkakaffi af ýmsum, styrkleika og góðar kökur, sem ekki fást á öðrum veitingastöðum. Sverrir teknar Þrír kunnir leikarar úr Iðnó: Helga Bachmann, Helga Valtýsdóttir og Helgi Skúlason. FÁLKINN brá sér inn á Mokka fyrir nokkru og hafði myndavélina meðferðis. Margt var þarna kunnra gesta að vanda og suma þeirra sjáum við á þessari opnu. Kristinn stein Va

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.