Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 36

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 36
NÆLON PR3ÓNASILKI og segir: „Nei, það er satt, þú ert hætt- ur.“ Einnig höfum við fyrir satt, að fram- liðnir menn vitjuðu neftóbaks síns. — Kunnum við eina sögu þar af: „Eitt sinn dó maður á bæ einum, hann var tóbaksmaður og átti nokkuð eftir sig af skornu tóbaki 1 kyllir. Kelling var á bænum. Henni þótti gott að taka í nef- ið. Hún ‘hirti kyllirinn með tóbakinu í og um kvöldið, þegar hún háttaði í rúmi sínu, lét hún hann framan undir kodda- hornið hjá sér. Hún sofnar skjótt og vaknar brátt við það, að maðurinn dauði er þar kominn og er með hendinni að reyna að ná kyllinum undan koddahorn- inu. Kelling lét sér ekki bilt við verða og mælti: „Aldrei skaltu tóbakið hafa, þú hefur ekkert nú með það að gjöra.“ Við þetta hörfar hann frá, en hún tek- ur kyllinn og stingur honum undir kodd- ann fyrir ofan sig, snýr sér að vegg og fer að sofa, en brátt vaknar hún aftur við það, að hann er að fálma eftir kyllinum fyrir ofan hana, og segir hún þá: „Ekki er þér leiklaust, snáfaðu burtu, því aldrei skaltu kyllinum ná.“ Rís hún þá upp, snýtir sér og tekur ríf- lega í nefið úr kyllinum, fer á fætur allsber og treður honum milli raftanna yfir rúminu, svo hátt sem hún gat seilzt, en á meðan hverfur vofan. Kelling leggst niður, snýr sér að stokk og sofn- ar lítinn dúr, en sem hún vaknar sér hún, að afturgangan stendur upp á rúm- stokknum og teygir sig upp í raftana. Þá mælti kelling: „Gaman er að þér, strípalingur, en aldrei skaltu kyllinn hafa.“ Bröltir hún þá á fætur og hrind- ir honum ofan af stokknum, en tekur kyllinn og vel úr honum í nefið, leggst síðan niður að sofa og lætur hann undir handarkrika sér, og hvarf þá að öllu reimleikinn." Oddur sterki af Skaganum var kunn- ur neftóbaksmaður á sinni tíð. Örn Arnarson kveður um hann: Gekk á svig við blað og bók, bölv og digurmæli jók, stútaði sig og struntu skók, stórmannliga í nefið tók. En það voru fleiri, sem stútuðu sig um leið og þeir drukku tóbak stórum. Mann nokkurn þekkjum við, sem er svo mikill nautnaseggur, að við vitum þess vart dæmi. Hann reykir, hann tekur í nefið og upp í sig. Síðan skolar hann öllu niður með wiský. Gerir aðrir betur! Menntaskólapiltar hafa löngum verið ágætir neftóbaksmenn. Þar hefur þessi siður verið hafður í heiðri alltaf við og við. Eitt sinn voru reykingar bann- aðar þar í skólanum. Tóku þá margir upp á því að drekka tóbak. Þetta gerð- ist fyrir fjöldamörgum árum og sumir þessara pilta, eru nú með fremstu nef- tóbaksmönnum landsins. Og fyrir fáum árum fóru nokkrir athafnasamir piltar að taka í nefið. Heldur þótti bekkjarsystrum þeirra þetta hvimleiður siður, en þeir látu sig það engu skipta og héldu áfram að höndla sínar pontur. Af því tilefni varð þessi vísa: Illt er að varast örlög stríð, ekki er farið kvefið. Þótt á mig stari fljóðin fríð, ég fæ mér bara í nefið. Og meðan eru til ungir menn, sem munu nugga tóbakspunginn fram í and- látið, er engin hætta á, að siður þessi deyji með íslendingum. (Heimildir: Ólafur Davíðsson: Urn tóbak, Eimreiðin IV. Kvœði Stefáns Ólafssonar, útg. J. Þ. HaTlgrímur Pétursson: Kvœði og rímur., o fl.). Qf CERTINA-DS Selt og viögert i rúmlega 75 löndum CERTINA Kurth Fréres, S.A. Grenchen, Sviss CERTINA-DS Hér er úrið, sém hefir alla þá sem karlmaður óskar eftir. Hcr er heimsins sterkasta úr. Samt er þaö svo fallegt, að hver og einn getur notað það við öll tækifæri. Oss hefir tekizt að framleiða - með algerlega nýrri tækni - úr, sem standast högg, sem myndu gersamlega eyðileggja önnur úr. Ennfremur eru CERTINA-DS sjálf-vindandi, vatns- og höggþótt (reynd undir 20 loftþyngdarþrýstingi). Og að sjálfsögöu afar nákvromt'og reglulegt....sem sæmir CERTINA. Taktu b nefið . • • Frh. af bls. 36.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.