Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 25

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 25
+ ' D 4acfAinA cMi SIMINN Við, sem erum alin upp við síma- hringingar, getum blátt áfram ekki skilið, hvernig fólk fór að una síma- lausri tilveru áður fyrr. Það var að vísu laust við símareikningana, en því má þó ekki gleyma. að það hefur forðað mörgum manninum frá geðveiklun, að geta skeytt skapi sínu á stjórn og gjald- skrá símans. Einn kunningi minn, sem vel hefur þó efni á því að hafa síma, en hefir hann ekki, svaraði spurningu minni um það, hvers vegna hann fengi sér ekki síma, á þá leið, að hann hefði svo lítið hugmyndaflug. Ég spurði þá hvað hugmyndaflug kæmi því við að hafa síma. Jú, hann skorti hugmyndaflugið til að finna upp ástæðu til að segja konu sinni í síma, þegar honum dveldist fram yfir vinnutíma á kvöldin! En fæstir eiga nú svona meinlausa konu eins og þessi náungi, svo flestir, sem geta, hafa síma. Mjög þykir skorta á það, að íslend- ingar kunni mannasiði til að segja í símatólið. Ekki þykir mér það þó skrítið, því þeir eru lítt kurteisari í ná- vígi. hvað þá þegar mótstöðumaðurinn er ósýnilegur og ókunnur. Þegar valið er skakkt númer, verður samtalið eitt- hvað á þessa leið: „Hvar er þetta?“ „Ja, hvert ætluðuð þér að hringja?“ „Það kemur þér ekki við, en ég spurði bara hvar þetta væri?“ „Þér kemur það sko ekki við, væni minn, og þú ættir að vita, hvert þú ætlar að hringja." Bang! Tólið skellur á. Nú nýlega lenti ég þó í skrítnum símtölum, sem ljóslega sýna það hve litlar upplýsingar það eru, að segja halló í síma. Ég var í vinnunni, og þá hringdi síminn: „Já, halló.“ „Halló.“ „Jú, halló.“ „Já, ha-alló!“ „Halló, halló.“ Þegar hér var komið sögu, hugsaði ég með mér, að konan, sem sífellt hallóaði á mig í símanum, væri líklega í biluðum síma, og heyrði ekki til mín, svo ég lagði tólið á, enda vonlaust að halda símtalinu áfram. Ekki leið þó langur tími, þar til konan hringdi aftur, og við héldum áfram að æpa halló í simann, og sannfærðist ég nú betur en áður um það, að sími konunnar væri alvarlega bilaður, því hún heyrði svo sannarlega ekki til mín. En þessi kona gafst sko ekki upp fyrr en í fulla hnefana, því í þriðja sinn hringdi hún. Ég var nú orðinn hálf argur yfir þessu bjánalega hallói, svo ég hugsaði upphátt, sem ég hefði aldrei átt að gera: „Annað hvort er síminn ónýtur, eða kerlingin er vita heyrnar- laus!“ Nú dundu á mér skammirnar frá aumingja konunni, því hún heyrði þá í mér eftir allt saman! Ég stundi upp, að ég hefði haldið, að síminn væri bilaður, og hún hefði alls ekki heyrt í mér, því hún hefði ekki sagt annað en halló í öll þrjú skiptin. Hún sagði, að ég hefði aldrei annað sagt, en halló, og hefði hún því talið, að ég heyrði alls ekki til sín. Ég spurði hana því, hvers vegna hún hefði sífellt sagt halló, en ekkert annað. Hún svaraði því til, að ég hefði átt að segja eitthvað annað en halló. Ég skammaðist mín mikið, og bað konuræfilinn afsökunar, og síðan hefi ég ekki sagt halló í símann. Unglingar kunna lítið að umgangast símann og veldur það foreldrum oft miklu angri. Sérstaklega geta ástfangn- ir unglingar verið lengi saman á tali, eins og það ætti nú að vera miklu eftirsóknarverðara fyrir þá að hittast persónulega og sitja saman í þögn og myrkri, en það er ekkert spennandi að gera það gegnum símann. Á vissum aldri hafa líka unglingar, sérstaklega stelpur yndi af því að hringja í stráka og neita að segja til sín, en svara bara: „Gettu.“ Svoleiðis símtal getur dregizt úr hömlu, því strákum þykir það mikill fengur, að stelpur skuli hringja þannig í þá. Alkunna er líka, að drukkið fólk fær svokallað símaæði, og er það held- ur óskemmtileg veiki. Það grípur við- komandi vanalega ekki fyrr en áliðið er nætur, og þá eru símanúmerin oftast valin af handahófi, því erfitt er að hitta á rétt göt, þegar setið hefir verið að sumbli heila nótt. Ekki er hægt að lá þeim sem þannig eru vaktir upp um miðja nótt. þótt þeir bregðizt reið- ir við, en því miður er lítið hægt að gera nema bölsótast. Síminn er alltaf stikfrír og engum lögum hægt að koma yfir hann. Hvað sem líður misnotkun símans, þá er hann orðinn svo ómissandi þátt- ur í lífinu, að erfitt myndi verða að vera án hans. Eiginkonurnar fá þar tækifæri til að tala og nöldra við vin- konurnar, og léttir það mikið á vesa- lings eiginmanninum, en hann er að jafnaði sá, sem minnst notar þetta þarfaþing. Dagur Anns. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.