Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Qupperneq 7

Fálkinn - 17.01.1962, Qupperneq 7
Smekkleysa. Kæri Fálki — Fyrir nokkru kom ég á veitingastað hér í Reykjavík. Ég þurfti að bregða mér á salernið einu sinni og verður þá fyrir mér stórt skilti, sem gaf til kynna að það væri salerni karla. Skiltið var hjartalagað með ör í gegn og inn í því stóð bókstafurinn H. Þetta finnst mér fyrir neðan allar hellur og ættu svona smekkleysur ekki að lýðast. H. N. Svar. ViÖ þessu er elclcert aö gera. Eigenduvi þessa staöar eru sal- ernin bara svona hjartfólgin. Lagleysa. . . . .Ég hef veitt því at- hygli upp á síðkastið, að menn þeir, sem kalla sig dægurlagasöngvara, vilja tíð- um láta ljós sitt skína í út- varpinu. Á annan í jólum kom íslenzk hljómsveit fram í útvarpinu og með henni tveir söngvarar. Var annar þeirra áreiðanlega laglaus og auk þess flámæltur og ekki er mér eins illa við að heyra nokkurn hlut eins og lag- leysu og flámælgi. Hvað finnst ykkur. Einn sérdeilis músikalskur. Svar. Hvaöa vitleysa, okkur finnst þetta fara prýöilega saman, einkum í dœgurlagasöng. Framlialdsagan. Kæri Fálki — Mikið yndi hef ég að framhaldssögunni ykkar. Mér þykir þetta alveg úrvalssaga. Svona eiga fram- haldssögur að vera. Hvernig er endirinn? Húsmóöir. Svar. Því miöur getum viö ekki sagt yöur endalok sögunnar, en eitt er víst: Hann veröur góöur. - .. . Ég vil hafa tvær fram- haldssögur í hvérju blaði. Þá mætti gjarna önnur vera kvikmyndasaga. G. B. Svar. Þetta skal tekiö til atliugunar. Öknyttir. — Það var eitt kvöld, að ég fékk mér göngutúr í góða veðrinu. Gekk ég sem leið ligg- ur upp í Öskjuhlíð og labb- aði í hægðum mínum eftir hitaveitustokknum. Veðrið var ljómandi gott og ljósa- dýrðin í höfuðstaðnum og ,,nýlendunni“ blasti við. Ég komst í stemmningu og var kominn í skáldlegar hugleið- ingar. Þá allt í einu heyrði ég mjálm, eins og köttur ætlaði að fara að eðla sig í grenndinni. Ég leit við og sá þá tvo óknyttastráka hlaupa í burtu, þeir höfðu augsýni- lega í huga að gera manni bilt við. Þegar ég kom heim settist ég niður og skrifaði niður þetta bréfkorn til þess að vara fólk við þessu, eink- um hjartveikt fólk. . . . J. J. Kennslubækur og almanök. Kæri Fálki — Mér datt í hug um daginn, þegar ég sá öll þessi ljómandi fallegu almanök, sem ýmis fyrirtæki senda viðskiptavinum sínum, að hefðu myndirnar í kennslu- bókunum manns, þegar mað- ur var ungur, verið svona, þá hefði maður áreiðanlega nennt að lesa þær. Ég nefni til dæmis hinar fallegu mynd- ir. sem eru á almanakinu frá Eimskipafélagi íslands og Olíufélaginu Skeljungi. Þá hefði maður lagt á minnið nöfn ýmissa merkisstaða og merkisblóma.... E. V. Svar. Mjög athyglisverö tillaga, en því miöur er ríkið fátækt og flestum þykir nóg gjaldiö, sem þeir borga til fræöslu œskunnar. Krossgátur. R. 3. jan. 1962 Gætuð þið ekki staðsett krossgátuna betur, eða þann- ig, að auglýsingar séu á bak- hliðinni. Það er leiðinlegt að þurfa að rífa úr blaðinu, það sem einhvers virði er til lesturs. Þakka fyrir skemmt- unina á liðna árinu, gleðilegt nýár. E. G. Bergst.str. Rvík. Svar. Víst væri þetta mjög ákjósan- legt, en því miöur ekki alltaf framkvæmanlegt. Viö Bpfum reynt aö koma þessu þannig fyrir, ef mögulegt er. En þaö hefur reynzt mjög erfitt. FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.