Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 9
Samt sem áður þarf að fara langt til
þess að finna þá menn, sem kenndu
Evrópubúum að taka í nefið. í annarri
ferð Kolumbusar tók einn leiðsögu-
manna hans eftir því, að hinir innfæddu
sáldruðu einhverjum brúnleitum korn-
um upp í nefið. Þetta var neftóbak og
ekki leið á löngu, áður en neftóbaks-
notkun breiddist út í Evrópu. En til
þess að ýta undir notkun þess var það,
að Karli níunda syni Katrínar af Med-
ici var ráðlegt að taka í nefið til að
lækna höfuðverk þann, sem stöðugt
þjakaði hann. Var nú ekki að sökum að
spyrja, að þegar kóngafólk tók þennan
sið upp, fór almúginn að venja sig við
hann. Varð neftóbaksbrúkun þá algeng
um allt meginland Evrópu.
Þótt undarlegt megi virðast var Eng-
land það land í Evrópu, þar sem menn
tóku mest í nefið. En þar varð þessi sið-
ur ekki almennur fyrr en í lok 17. aldar.
Ungir nautnaseggir voru stöðugt á
hnotskóg eftir einhverri nýrri nautn,
sem leyst gæti reykingarnar af hólmi.
Það var ekki engur fínt að reykja. Árið
1702 gerðist svo sá atburður, sem olli
því, að neftóbaksnotkun breiddist veru-
lega út í Englandi. Brezki flotaforing-
inn George Brooke tók nokkur spönsk
ríkisskip herfangi og voru þau hlaðin
dýrmætum vörum frá nýlendum Spán-
verja. í þessum farmi voru nokkrar stór-’
ar ámur, sem höfðu að geyma brúnleitt,
fíngert duft. Þetta var hið fínasta nef-
tóbak frá Havana og var það selt ódýrt
á opinberu uppboði í London. Vegna
þess hve neftóbakið var ódýrt, fóru
margir að taka í nefið. Og ekki spillti
fyrir útbreiðslu hinnar nýju nautnar,
að mönnum barst til eyrna, að hirðin
tæki í nefið. Allt í einu var orðið fínt
að brúka neftóbak í Englandi.
Lengi vel var talið, að tóbakskorn
í nefi væri heilsustyrkjandi. Enn frem-
ur álitu menn tóbakið sótthreinsandi og
enginn læknir fór að sinna sjúklingum
sínum fyrr en hann var búinn að fá sér
duglega í nefið.
En þessi siður átti sér andstöðumenn
eins og aðrir siðir. Var það vel skiljan-
legt, þar sem reykingarnar höfðu
einnig sætt mikilli gagnrýni. „Menn
gera ekki annað en hnerra . . . Og svo
er þessi ógnarhávaði, þegar neftóbaks-
menn opna og loka dósum sínum“, reit
einn andstæðinganna. Og svartsýnn
læknir þóttist hafa rannsakað, að heil-
inn á fólki, sem neytti neftóbaks, virt-
ist vera þakinn, hrukkóttri sótsvartri
himnu. Það var í byrjun 18. aldar, sem
hann hélt þessu fram.
En hvað um það, neftóbaksnotkun var
orðin vinsæl nautn bæði meðal alþýðu
og yfirstéttar. Til marks um það, mátti
lesa auglýsingu frá velmetnum prófess-
or í the Spectator. Hún hljóðaði þannig:
„Kennsla í meðferð neftóbaksdósa ...
kenndir eru hinir fínustu siðir og jafn-
an er boðið upp á hið bezta tóbak, bæði
venjulegt og ilmandi".
Neftóbakið átti marga aðdáendur,
bæði karla og konur. Til er saga um
konu nokkra, sem gaf þau fyrirmæli í
erfðaskrá sinni, að herbergisþerna henn-
ar ætti að breiða lag af skozku neftóbaki
yfir lík hennar og sérhver maður, sem
viðstaddur væri jarðarför hennar, yrði
að bera eitt pund af neftóbaki á sér.
Enn fremur átti að dreifa tóbakskornum
á eftir líkfylgdinni alla leið út í kirkju-
garð.
Karlotta drottning, móðir hins fræga
neftóbaksmanns Georgs fjórða, tók mjög
mikið í nefið, enda fékk hún viðurnefn-
ið Neftóbaks-Karlotta. Ef til vill hefur
sonur hennar lært að taka í nefið af
henni, en hann var mikill og frægur
neftóbaksmaður. Og hann hélt svo að
segja mörgum verzlunum í London uppi
með því að kaupa neftóbak af þeim.
Þessar verzlanir eru enn til. Hinn frægi
ráðgjafi prinsins, Beau Brumell var einn-
ig kunnur neftóbaksmaður. Og meðan
hann naut hylli prinsins kepptust þeir
við að eiga sem allra fallegustu nef-
tóbaksdósir. Dag nokkurn tók prinsinn
eftir mjög fögrum dósum, sem Brumell
var með. „Brumell, þessar dósir verð
ég að eiga,“ sagði hann. „Farðu niður
til Grays og kauptu þær fallegustu, sem
þú getur fengið.“ Þetta gerði Brumell
og pantaði í staðinn mjög fallegar og
dýrar dósir, sem smíða varð sérstaklega
fyrir hann. Þegar dósirnar voru loks-
ins tilbúnar, var Brumell fallinn í ónáð
og er hann ætlaði að sækja dósirnar til
Grays, var honum sagt, að prinsinn neit-
aði að borga þær.
Neftóbaksnotkun hélt áfram að vera
í tízku á 19. öldinni í Evrópu. Bæði Pet-
ersham lávarður í Englandi og Talleyr-
and í Frakklandi voru miklir aðdáendur
neftóbaksins, svo að einhver dæmi séu
nefnd. Enda þótt neftóbaksmönnum fari
stöðugt fækkandi með tilkomu sígarett-
unnar, hefur neftóbaksþörfin í Englandi
Kona nokkur sagfti svo fyrir í erfðaskrá smni, að herbergis-
þerna hennar ætti að breiða lag af skozku neftóbaki yfir
lík hennar og á eftir líkfylgd hennar ætti að strá tóbaks-
kornum alla leið út í kirkjugarð...
Jafnt konur sem karlar tóku í nefið. Teikningin sýnir, hvernig konur
drukku tóbak á mismunandi vegu. Teikningin er frá 18. öld.
L