Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 37

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 37
□TTD - BARDAGINN UM ARNARKASTALA Fáfnir fór nú inn í kastalann og sem tíður gestur gat hann gengið beint til herbergja Klængs án hindrunar. Hann opnaði hurðina varlega og sá hinn ákafa gullgerðarmann, sem var að kæla sjóðandi vökva í opnu keri. Gamli maðurinn tautaði við sjálfan sig: „Gult, mikið gult botnfall. Það merkir árang- ur.“ Gesturinn gekk hægt inn í herbergið. „Enn ein blanda," hélt sá gamli áfram. „Mig vantar efni til að breyta botnfallinu í gull. Hvar fæ ég það? Ég er að ná árangri...“ „Yður tekst þetta," sagði rödd að baki hans. Klængur sneri sér við og sá Fáfni. „Ég er með formúlu efnisins," sagði Fáfnir. „Það var örð- ugt að ná í hana. Hún er mjög verðmæt.“ Klængur andvarpaði. Fáfnir hafði fært margar formúlur og mörg efni, allt mjög dýrt. „Sjáið þér, þér hafið fengið gult botnfall. Formúlan mín breytir því í gull. Erfiði yðar verður þá vel launað. Bara ein formúla enn,“ sagði Fáfnir. „Af hverju búið þér ekki sjálfur til gull. Þér hafið formúluna," sagði Klængur. „Ég er ekki gullgerðar- maður. Mig skortir þekkingu. Þess vegna vil ég hjálpa yður — auðvitað ekki án borgunar. Þér viljið búa til gull og formúlan mun gera yður ríkan. Verðið er alls ekki ósanngjarnt." „Satt er það,“ sagði Klængur. „Ein formúla enn, og ég get búið til gull.“ Hann þagði um stund. „Hvað kostar hún?“ spurði hann hikandi. „Hún kostar Arnarkastala,“ anzaði Fáfnir ákveðið. „Kastalann,“ sagði Klængur í örvæntingu. Hvað yrði um Ottó, ef hann léti kastalann. En Fáfnir hugsaði: Mundi sá einfaldi láta undan þessari freistingu? Ottó hafði hæft dádýrið og sneri aftur til kastalans. Hann hafði ekki hugmynd um ákvörðun föður síns. Klængur gerði samning. „Þér fáið kastalann eftir tvo mánuði, ef mér tekst að búa til gull. Annars skilið þér öllu aftur.“ Fáfnir hikaði andartak, en skrifaði síðan undir samninginn. „Hérna er formúlan," sagði hann og horfði á Klæng fletta gulnuðu skjalinu í sundur. Yfir varir Fáfnis kom viðbjóðslegt glott. Gamli maðurinn las skjalið af ákafa. Skyndilega fölnaði hann upp og skjalið rann úr til- finningasljóum höndum hans. „Illgresi Satans úr Dauðadalnum," muldraði hann ..'. „Illgresi Satans ...“ FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.