Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 29
Þannig lítur vetrartízkan
út, hvað hárgreiðslu snertir.
Vitaskuld er stúlkan frá París
og heitir hárgreiðslusnilling-
urinn Lintermana, en greiðsl-
an er kölluð Hollywood 62.
★
Sagt er, að Elisabet Taylor
sé orðin frísk aftur eftir hin
langvarandi veikindi, sem þjáð
hafa hana allt frá því að hún
byrjaði að leika í myndinni
um Kleopötru, sem tekin er
upp á Italíu. í fyrra varð hún
að hætta í miðri upptöku
vegna veikinda, en nú tekið
aftur við fyrri iðju af fullum
krafti. Myndin er tekin, er
þau hjónin, Eddie Fisher og
hún voru í heimsókn á Caprí,
meðan hlé varð á upptöku.
★
Brúður.
Leikfangaverksmiðja hefur
nýlega sent á markaðinn
brúðu í líki stjórnmálamanns.
Hún talar, en segir ekki orð.
Og svo er það Hollywood-
brúðan. Hún er seld tveimur
börnum og dvelst sex mánuði
hjá hvoru.
Arftaki þarfasta þjónsins
í desember sl. kom til landsins fyrsta
sending Land Rover bifreiða, eftir að
innflutningshömlum var aflétt. En
alls hafa verið pantaðir hingað yfir
150 Land Rover bifreiðar síðan í sept-
ember ’61. í tilefni þessa kom hingað
til landsins fulltrúi Rover verksmiðj-
anna Mr. George Coe til kynningar-
og leiðbeiningarstarfs. Hann sýndi
m. a. blaðamönnum þennan ágæta far-
kost og hæfni hans við hin erfiðustu
skilyrði. Var bílnum ekið um alls
konar ófærur, upp snarbrattar malar-
brekkur og utan í þeim. Reyndist bif-
reiðin hið bezta og .hefðu flestir aðrir
bílar ýmist oltið eða setið fastir í þess-
um ófærum. Þó að aksturshæfni bif-
reiðarinnar sé mest utan vegar, má
segja, að varla finnist hentugri bíll
fyrir íslenzka vegi, sem líkjast oft
verstu torfærum. ISftir að bifreiðin
hafði verið sýnd, ræddi Mr. Coe um
tilgang ferðar sinnar. Hann kvaðst
mjög ánægður með þjónustu Heklu h.f.
og lýsti ánægju sinni yfir byggingar-
framkvæmdum fyrirtækisins. Coe lét
svo ummælt, að heildverzlunin Hekla
hefði nú annazt umboð Rover verk-
smiðjanna hér ó landi í 12 ár og hefði
hún annazt þessa þjónustu vel, þrátt
fyrir erfiðar aðstæður á seinni árum.
Rover-verksmiðjurnar eru gamalt og
gróið fyrirtæki í Bretlandi. Þær voru
stofnaðar 1885. Árið 1904 sendu þeir
fyrstu bifreiðina ó markaðinn og eru
sumir þessir bílar enn gangfærir.
Áætlað verð á Land Rover með benzín-
hreyfli er kr. 119.380.00.