Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 13
smásaga eftir willy corsary gulnuð mynd, alveg eins og hann hafði búið í vitund hennar fyrir stuttu síðan, — bréf með máðum bók- stöfum. En hún gekk áfram. Hún vildi hitta hann aftur og sanna sjálfri sér, að hann hefði gleymt henni, henni og loforði sínu. Hún vildi kom- ast að raun um, að það hafði verið rétt af henni að trúa ekki á ástina. Þá mundi hún ekki finna til þessa sársauka framar, sem stafaði af til- gangslausri þrá er um seinan lifði í brjósti hennar..... Nú stóð hún fyrir framan húsið hans. Það var gamalt hús, sem stóð við fáfarna og virðulega götu. Fyrir framan það uxu stór trjágöng, á bak við það var blómagarður með nokkrum grenitrjám. Aftur sá hún fyrir sér hvernig líf hennar hefði orð- ið hér. Og án þess að hún gerði sér grein fyrir því milduðust andlitsdrættir hennar við hugsunina um líf það, er hún hefði eytt með honum, í ást og. ein- drægni, ævikvöld með hon- um, undir blómguðum aldin- trjám. Ef til vill hefði líf hennar þá ekki verið á enda nú, ef til vill hefði hún þá alls ekki* orðið veik. Hún hringdi dyrabjöllunni. Stúlka kom til dyra. ,,Er læknirinn heima?“ spurði hún. og rödd hennar skalf ofurlítið. ,,Nei frú,“ svaraði stúlkan og horfði rannsakandi á hana. „En gerið svo vel að koma inn, læknirinn bjóst við yður. Hann sagði að þér kæmuð ef til vill meðan hann væri úti, en ég ætti þá að biðja yður um að bíða.“ Hún starði á ungu stúlk- una, en harkaði síðan af sér og brosti órólega Þessi orð voru auðvitað venjuleg skila- boð ef svo skildi vilja til að sjúklingur kæmi. Þó skalf líkami hennar, þegar hún gekk inn, og hjarta hennar sló hraðara. Unga stúlkan vísaði henni inn í herbergi nokkurt, en lokaði síðan hurðinni á eftir sér. Hún var stödd í einka- herbergi, ofur venjulegu einkaherbergi. Húsgögnin voru mjög einföld og í ljós- um litum. Herbergi, sem féll henni vel í geð. Herbergi eins Frh. af bls. 38 FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.