Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 32

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 32
lega mikil einmitt núna. Hún vildi ekki hugsa um það. Ekki núna. Seinna. Þegar hún stöðvaði bílinn aftur utan við hótelið, sat hún um stund með hendurnar á stýrinu, meðan hún virti fyrir sér kirkjuna og ráðhúsið í rökkr- inu, — virti fyrir sér Túbingen, sem alltaf hafði skipað svo veglegan sess í hjarta hennar. Allt var eins og fyrr, og það var eins og tíminn hefði staðið kyrr. Aðeins fólkið var ekki lengur hið sama. . . . Þá varð hún skyndilega gagntekin gleði yfir því, að hún átti langt og rólegt kvöld framundan. Ef til vill átti hún að aka út fyrir bæinn til einhvers lítils veitingahúss við fljótið, þar sem enginn þekkti hana og þar sem hún þurfti ekki að óttast að fólk starði á hana og vissi allt, sem hefði gerzt í lífi hennar, allt það, sem hún sjálf hafði ekki haft hugmynd um, fyrr en fyrir örskömmu síðan. Ef Doris var ekki barn Julians.... Hún var búin að setja bílinn í gang og var í þann veginn að aka af stað aftur, þegar hótelþjónninn kom að bíl hennar. Hún opnaði hurðina og tók fótinn af benzíninu. — Frú. . . . Maður hringdi fyrir stuttu síðan. Hann bað mig að skila til yðar, að hann yrði að ná tali af yður í kvöld. Var það bara ímyndun hennar, eða var augnaráð þjónsins fullt eftirvænt- ingar og forvitni? Var hún farin að sjá drauga um hábjartan dag? Hún sneri sér undan, tók bíllyklana og spurði. — Sagði hann til nafns síns? — Já, það var herra Albert Brandt, frú. . . . Framhald í næsta blaði. Litli bróðir Frh. af bls. 14. inn, kinkaði kolli til Lapkins og spurði stríðnislega: — Á ég kannski að segja eitthvað, ha? Lapkin varð rjóður eins og karfi og uppgötvaði, að hann tuggði ekki vöffl- una sína heldur endann á servíettunni! Þannig stóðu málin í ágústlok, dag- inn, sem Lapkin hleypti í sig kjarki og bað foreldra Önnu um hönd hennar — og fékk samþykki þeirra. Ó, hversu þessi dagur var dásamlegur! Hið fyrsta sem Lapkin gerði, þegar hann hafði talað við foreldra Önnu, var að hlaupa út í garðinn og byrja að elta Nikolaj. Þegar honum tókst loks að ná strák, var Lapkin að því kominn að gráta móðursýkislega af einskærri gleði. Skjálfandi af geðshræringu tók hann í annað eyrað á stráknum. Anna, sem ól sömu þrá í brjósti, var komin á vettvang, og greip í hitt eyrað á stráknum. Síðan tóku þau strákinn upp á eyrunum. Ólýs- anlegur fögnuður og unun uppljómaði andlit hinna nýtrúlofuðu elskenda og Nikolaj byrjaði að veina og biðja fyrir sér. — Elsku, góða Anna! Kæri, góði herra Lapkin! Ég skal aldrei gera þetta fram- ar . .. Á eftir urðu þau að viðurkenna, að allt þetta ástríka sumar höfðu þau ekki lif- að meiri hamingju og fullkomnari unað en einmitt, þegar þau gátu náð sér niðri á litla bróður ... „Nú getur hann ekki rignt, bölvaður.“ Kvenþjóðin Frh. af bls. 27 x/i dl kjötsoð Vi tsk. salt 100 g rifinn ostur. Sveppirnir hreinsaðir og skornir í þykkar sneiðar. Smjörið brúnað, sveppirnir brúnaðir þar í við snarpan hita, rjóma og soði hellt sam- an við. Soðið við vægan hita undir hlemm í 10 mínútur. Kryddað. Hellt í djúpt, heitt fat. Rifnum osti stráð yfir. Borið fram með smjörsteiktu hveitibrauði. Jafningur þessi er mjög ljúffengur með nauta- og kálfasteik. SVEPPA-EGGJAKAKA í OFNI. 1 dl hrísgrjón 2 dl vatn 14 tsk. salt 250 g sveppir 35 g smjörlíki 3 egg 3 dl rjómabland % tsk. salt 2—3 tómatar Brauðmylsna 30 g smjör. 32 FALKINN Hrísgrjónin soðin 12—14 mínútur undir þéttum hlemm. Tekin af eldinum, látin standa óhreyfð í 10 mínútur. Svepp- irnir, niðursneiddir, soðnir í smjörlíkinu við vægan hita í 15 mínútur. Hrært saman við hrísgrjónin, sett í smurt, eld- fast mót. Egg og rjómabland þeytt saman, sáldrað, hellt yfir hrísgrjónin og sveppina. Bak- að við vægan hita nál. 100° í % klst, eggin eiga að vera hlaupin. Tómatarnir skornir í sneið- ar, raðað ofan á, rauðmylsnu stráð yfir, þunnt lag, smjörið sett í bitum ofan á. Sett inn í heitan ofn 225° í 10 mínútur. Endurtekning Frh. af bls. 19. hún eins blíð og þessi sem grét. Það var farið að örla af degi, og hann langaði enn meira að komast yfir hana, og hann bað hana að koma með sér fram. Hún gerði það og þau gengu að hurðinni að salerninu. Það heyrðist ekkert hljóð fyrir innan. Hann er sofnaður, sagði hún um leið og hann tók utan um hana og kyssti hana tryllingslega. Hún lagðist þétt upp að honum, og hann strauk yfir þrýstin brjóst hennar. Hún lét undan honum, og þau gengu inn í hjónaherbergið og lögðust í rúmið. Hann hafði læst dyrunum. Hann fann að hann titraði allur þegar hann afklæddi hana. Þau voru eins og villidýr. Á eftir sofnaði hann. Hún var farin þegar hann vaknaði. Það var komið langt fram á dag. Hann heyrði umgang frammi og honum var illt í höfðinu. Það greip hann ein- hver tómleiki. Hann þrýsti andlitinu niður í koddann og grét. Hann fann lykt af ilm- vatninu hennar í koddanum, og honum varð óglatt. Honum fannst hann vera allur ó- hreinn, og hann vildi komast í bað. Hann fór fram. Vinur hans var í eldhúsinu að drekka vatn. Þeir brostu hvor til annars og fóru að tala um viðburði næturinnar. Hann skammaðist sín, þegar hann sagði honum hvað hafði kom- ið fyrir. Seinna um daginn fóru þeir að taka til, og síðan fór hann heim til sín. Hann vissi að hann yrði skammaður. Þeir höfðu ákveðið að hittast á sama skemmtistaðnum þetta sama kvöld. Eftir að hann hafði farið í bað heima hjá sér, fór hann að sofa. Það var orðið dimmt þegar hann vaknaði. Hann náði sér í hreina skyrtu, burst- aði skóna sína og föt, fór í frakka og gekk út til að ná í strætisvagninn. Enn einu sinni var komið sunnudagskvöld. Það hafði verið rigning fyrr um daginn, en nú var stytt upp. Þegar hann kom út úr strætisvagn- inum spegluðust ljós götunnar í blautu malbikinu. Hann bölvaði tilverunni, einmanaleikanum, bílunum og þessu káta fólki, sem var allt í kringum hann. Hann bölvaði líka sjálfum sér, og hann fann hvernig einhver angist og ótti fóru að naga hann að innan. Þetta tilgangs- lausa sífellda ráf og leit að því sem hann aldrei fann....

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.