Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 31

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 31
um hengu nokkur olíumálverk og í einu horninu gamlar ljósmyndir í gull- römmum. Á heiðursstaS yfir arninum hékk vatnslitamynd af prinsinum sem stúdent. Cecilia Eckert lét sig falla í einn af hinum þægilegu hægindastólum og virti prinsinn fyrir sér, meðan hann tók fram tvö glös og hellti þau hálffull. — Þú veizt náttúrlega, að Bettina er komin aftur, hóf hún máls í léttum tón. Árangurslaust beið hún eftir, að undrunarsvipur færðist yfir andlit prinsins. — Bettina, endurtók hann hægt, rétt eins og hann hefði aldrei heyrt það nafn fyrr á ævinni. — Ó, þú átt við Bettinu Brandt? Já, er hún komin aftur? Hvað er að frétta af henni? Óróleg handlék Cecilia brúnu hand- töskuna sína. — Henni virðist líða vel, sagði hún stuttlega. — En hún hefur að sjálfsögðu samvizkubit út af því sem gerðist hér einusinni. Já, ég vona að þetta verði aðeins okkar á milli... -o-o-o- Svo til á sama tíma yfirgaf Bettina húsið, sem eitt sinn hafði verið bernsku- heimili hennar og þar sem hún hafði lifað nokkur hamingjusöm ár sem lyf- salafrú. Hægum skrefum gekk hún aftur til gistihúss síns. Allan tímann var hún gagntekin þeirri óþæginlegu tilfinningu, að alls staðar væru hulin augu, sem veittu henni eftirtekt. Alls staðar sá hún augu sem horfðu á hana í húsunum báðum megin götunnar og úti á götunni, sem hafði verið næstum tóm þegar hún kom en var nú iðandi af fólki. Hún fór ekki strax inn í gistihúsið heldur á bílastæðið, þar sem hún geymdi bifreið sína, stóra ameríska bifreið. Hún settist við stýrið og setti bílinn í gang. Hún leit á klukkuna. Enn þá var skammt liðið á daginn. Hún stundi. Enn þá átti hún óralangt og einmanalegt kvöld fyrir höndum. Hversu mörg slík kvöld hafði hún ekki lifað, þar sem hún hafði ekki annað við tímann að gera en fara í bað, klæðast einhverjum af hinum ótalmörgu glæsilegu módelkjólum sínum, sem ævinlega vöktu aðdáun og öfund ann- arra kvenna og fara síðan niður til kvöldverðar og velja tímann þannig, að kvöldið yrði sem stytzt. Þannig hafði þetta verið svo lengi sem hún mundi og þannig mundi það bersýnilega alltaf verða. Ekki svo að skilja að hún væri einmana og skorti félagsskap. Þvert á móti. Hún var fög- ur og rík, og í því umhverfi sem hún lifði var nóg af mönnum sem voru fúsir til að kvænast henni. Hvers vegna hafði hún ekki tekið einhverjum þeirra? Ef til vill af því að hana lang- aði heim, og innst inni hafði hún vonað, að Julian myndi einhvern tíma. .. . Nei, Julian átti ekki sökina. Öllu var lokið þeirra í milli í eitt skipti fyrir öll. En enginn þeirra manna, sem hún hafði kynnst þessi ár, hafði fallið inn í hinn leynda draum hennar, drauminn um að setjast dag nokkurn að í litla bænum, hafa börnin sín hjá sér eða sjá þau að minnsta kosti eins oft og mögulegt væri, — í stuttu máli sagt: njóta örlítils brots af því. sem hún hafði saknað og mátt vera án öll þessi ár. Hún hafði afsalað sér börnunum sínum þeirra vegna til þess að þau gætu átt gott heimili og alizt upp í umhverfi sem hæfði þeim vel. Og nú vildu þau ekkert með hana hafa að gera. Wolfgang hafði greinilega látið í ljós álit sitt á móður, sem hafði yfir- gefið mann sinn, heimili og börn.... Og svo hin litla og fallega Doris.... Að hún skyldi aldrei hafa hugsað um þetta með Doris. Bettina beit á jaxlinn og kreppti hendurnar um stýr- ið, meðan hún ók varlega umhverfis torgið, þar sem umferðin var sérstak- Kæri Astró! Mig langar til að biðja þig að lesa úr stjörnunum um framtíðina. Ég er fædd 20 september 1945, klukkan tvö síðdegis. Ólofuð en pínu- lítið ástfangin. Hann er fædd- ur 4. ágúst 1941. H. H. Svar til H. H. Þú fæddist þegar sólin var 20° 15' í merki Meyjarinnar. Þú ert því hæglát og íhugul, og ferð hægt í sakirnar í hverju sem er. Þú hefur einnig talsverða tilhneigingu til að gagnrýna hlutina, en þú gerir það samt í góðum tilgangi. Máninn í Fiska- merkinu bendir til að þú sért dreymin og þannig álítur fólk þig einnig vera. Máninn í þriðja húsi bendir til tíðra ferða, sennilega í sambandi við vinnuna. Afstöður plá- netnanna í áttunda og níunda húsi benda til þess að þú sért talsvert dulrænt þekkjandi manneskja og hafir yndi af slíku. Ég mundi ráðleggja þér að leggja rækt við drauma þína, því þeir munu oft geta varað þig við hætt- um. Ég álít að á annan veg fari margt, en ætlað er. Stjörnukort þitt gefur til kynna að þú munir ekki lifa og starfa hér á íslandi heldur eigi fyrir þér að liggja að ferðast til útlanda, fyrst í sambandi við nám og síðar muntu giftast þar og bera að lokum beinin. á erlendri grund. Pilturinn, sem þú gafst mér upp fæðingardag og ár á mun ekki ganga að eiga þig, enda er samband ykkar ekki á traustum grunni reyst. Þessi breyting á hög- um þínum mun að öllum líkindum eiga sér stað um og eftir tuttugu og fimm ára aldur og sterkustu og áhrifa- ríkustu ár ævi þinnar eru frá 25 ára til 45. Samt verður síðasti tugur ævinnar við- burðaríkur og þú þarft.ekki að kvíða einmanaleik, þegar þar að kemur. Um og eftir 40 ára aldurinn muntu hall- ast meir og meir að dulræn- um og sálrænum viðfangs- efnum. Þú ættir samt sem áður að vera mjög varkár í þeim efnum og varast að falla of sterkt undir, áhrif, ýmissa, sem telja sig bezt hafa vit á sáluhjálp mann- kynsins. Þitt stjörnukort bendir til að þú eigir að flýta þér mjög hægt í þeim efnum, þá ertu viss um að geta áttað þig á hlutunum og náð settu marki. Ýmislegt í kort- inu bendir til að giftingu þína muni bera nokkuð brátt að, þetta er einnig hlutur, sem þú ættir alls ekki að kasta höndunum að. Sú al- menna regla gildir að þeir, sem okkur fellur bezt við, sem giftingamaka séu fæddir nálægt tveim mánuðum fyrir og eftir okkar eigin fæðingar- dag. í þínu tilfelli er það fólk sem fætt er undir merki Krabbans, eða fólk, sem fætt er á tímabilinu frá 22. júní til 21. júlí og þeir sem fæddir eru undir stjörnu- merkinu Sporðdrekanum eða á tímabilinu frá 23. október til 21. nóvember. Þetta gildir miðað við að aðrar afstöður stjörnukortsins séu ekki óhag- stæðar, en bezt er að leita álits stjörnuspekings um það hverju sinni. Á hinn bóginn um fólk, sem fætt er þrem mánuðum fyrir og eftir fæð- ingardag okkar, þá ættum við ekki að hafa mikið saman að sælda við það að öðru jöfnu, nema annað í stjörnu- sjánni bendi í gagnstæðar áttir. í þínu tilfelli eru það þeir, sem fæddir eru undir merki Tvíburans eða á tíma- bilinu frá 21. maí til 21. júní eða þeir, sem hafa þetta taugaspennta, viðstöðulausa sterkt í kortum sínum. Einnig þeir sem fæddir eru undir stjörnumerki Bogamannsins eða þeir, sem fæddir eru á tímabilinu 22. nóvember til 21. desember. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.