Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 14

Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 14
IVAN LAPKIN og Anna Zamblitskaja fylgdust að niður að bröttum fljóts- bakkanum og settust á eftirlætisbekk- inn sinn alveg niður við vatnið undir nokkrum blómlegum pilviðartrjám. — Hann var ljómandi snotur, ungur mað- ur og hún var ung og falleg stúlka með uppbrett nef. Þetta var 1 raun og sann- leika tilvalinn staður. Hér var hægt að sitja í ró og næði í skjóli fyrir hinum hvimleiðu augnagotum forvitins fólks. Einu áhorfendurnir voru fiskarnir og hinir fráu „ skautahlauparar“, sem þutu eins og örskot eftir vatnsyfirborðinu. Hinir ungu elskendur höfðu meðferðis veiðistengur, net, dósir með ánamöðk- um og annað tilheyrandi veiðiskap. Þau hófu veiðarnar þegar í stað með hinni einu og sönnu gleði veiðimannsins. — Guði sé lof, að okkur gefst loks færi á að vera ein, hóf Lapkin máls og leit varfærnislega í kringum sig. — Það er svo margt, sem ég verð að segja yð- ur, Anna, — svo óendanlega margt. Þegar ég sá yður í fyrsta sinn . . . Þarna beit hann á hjá yður! . . . Já, þegar ég sá yður í fyrsta sinn, þá fyrst skildi ég, að lífið hefur sinn tilgang. Ég fann, að nú hafði ég . . . Aftur? Nei, svei mér þá ef hann hefur ekki bitið á hjá yður aft- ur! Þetta hlýtur að vera gríðarstórt fer- líki! . . . Þegar ég hitti yður fyrst, varð mér strax ljóst, að þér hlutuð að vera hin mikla og eina og sanna ást, ást, sem krefst alls og fórnar öllu ... Ekki svona áköf! Þér skuluð láta hann bíta al- mennilega á! .. . Segið mér, kæra Anna: Hef ég nokkra von um að þér munuð endurgjalda tilfinningar mínar. Nei, svo mikið þori ég ekki að vona, ég þori varla að láta mig dreyma um . . . Já, svona nú! Togið nú í! Anna togaði í og hrópaði upp yfir sig af hrifningu. Silfurgljáandi fiskur hékk spriklandi í loftinu. -—- Ah! Aborri! Aborri! Takið hann! — Nei, nú slapp hann af önglinum. Aborrinn, sem hafði barizt af öllu afli fyrir lífi sínu, hafnaði í grasinu, sprikl- aði svolítið og steypti sér síðan ofan í vatnið. í ákafa sínum hafði Lapkin gripið hönd Önnu í staðinn fyrir sporðinn á aborranum og þrýsti „veiði sinni“ að vörum sér, ánægður og ruglaður í senn. Anna kippti höndinni að sér, en of seint: Hinn hamingjusami veiðimaður hafði náð að þrýsta kossi á varir hennar .. . en aðeins einum kossi. Hann reyndi að fullvissa hana um, hversu heitt hann elskaði hana. Næstu sekúndur sá hann ekkert annað í þessum heimi en hana, gagntekinn hinni fullkomnu sælu veiði- mannsins! En ekkert er fullkomið hér á jörðu. Rætur hamingjunnar eru oft fúnar eða þá að þær eyðileggjast af tilviljun. Og þannig var það að þessu sinni. Meðan þau nutu fyrstu kossanna, hljómaði skyndilega viðbjóðslegur hlátur í ná- grenninu. Þau litu óttaslegin upp: í vatninu stóð allsnakinn strákur. Þetta var Nikolaj, bróðir Önnu. Vatnið náði honum í mitti og þarna naut hann þess, hversu vandræðalegir elskendurnir voru og glotti illgirnislega. — Oho! Svo að þú ert að kyssa herra Lapkin, kallaði hann. — Ho! Ho! Þetta skal ég segja mömmu. — Ég reikna með, að þú ... ég vona fastlega, að þú sért það góður drengur, að . . byrjaði Lapkin stamandi og blóð- roðnaði. — það er lítilmannlegt að liggja á gægjum... það er fráleitt að vera að blaðra . . . Ég reikna með, að . . . — Þér getið reiknað með einni rúblu fyrir þagmælsku mína, sagði hinn ungi og galvaski piltur. — Ef ég fæ ekki eina rúblu, þá . . . Lapkin tók silfurrúblu upp úr pyngju sinni og rétti Nikolaj hana. Strákurinn kreppti lófann utan um peninginn, flaut- aði sigri hrósandi og synti burt frá staðn- um. Elskendurnir höfðu ekki skap í sér til þess að kyssast meira. Næsta dag fór Lapkin í bæinn til þess að kaupa bolta og litastokk handa Nik- olaj. Anna gaf bróður sínum allar þær tómu öskjur, sem hún fann. Og ekki nóg með það: Múturnar kostuðu hvorki meira né minna en mansjettuhnappa með hundshausum á. Nikolaj tók náðar- samlegast á móti heiðursgjöfinni, en skipulagði samtímis kerfisbundnar njósnir um elskendurna. Hann fylgdi þeim eins og skuggi. Ekki eitt einasta andartak gátu þau verið í friði fyrir hon- um. — Þessi bölvaði litli þorpari, hvæsti Lapkin. — Upp á hverju skyldi hann finna næst? Allt þetta sumar varð fyrir tilverkn- að Nikolajs að hreinu helvíti fyrir vesa- lings elskendurna. Hann hótaði stöðugt að segja frá öllu saman og heimtaði stöð- ugt meira og meira fyrir að þegja. Að síðustu gekk hann svo langt að tala um vasaúr! Þau urðu að lofa honum úri strax við fyrsta tækifæri. Dag nokkurn við miðdegisborðið, þeg- ar vöflur með rjóma voru á boðstólum, þá frussaði strákur allt í einu af hlátri, svo að rjóminn þeyttist yfir hvítan dúk- Framhald á bls. 32 Smásaga eftlr ANTON TJEKOV LITLI BRÓÐIR ... • . J A1 ’ r 'X' ' 1'‘ ; H ' v v , . * L 14 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.