Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Síða 6

Fálkinn - 30.05.1962, Síða 6
PANDA DG LANDKDNNUÐUPINN MIKLI „Það getur verið að fleki sé hæggengari en flugvél“, svaraði landkönnuðurinn spurningu Panda. „En hann hefur sína kosti, það er sjaldan, sem þarf að nauð- lenda fleka.“ En þessi athugasemd sannaði, að jafn- vel þrautreyndum landkönnuði gat orðið skyssa á, því að nú lenti flekinn í flúðum og Panda tók eftir því að þeir stefndu að fossi. „Hjálp“, hrópaði hann, en óp hans kafnaði í vatnsniðnum. Þá greip ofsahræðsla, þegar flekinn kom fram á barminn. Panda reyndi að ná taki á flekanum, en féll svo niður í fossana og kom í fiskinet eins hinna innfæddu. „Þakka þér fyrir björgunina“, sagði Panda kurteislega við hinn klunnalega björgunarmann sinn. En svipur hans minnti Panda á smettið á Smakkara kóngi. „Ég er ekki fiskur“, sagði hann, ég er Panda“. „Panda“, sagði sá innfæddi og sleikti út um, „Panda- fiskur, nammi — slamm, ný tegund af fiski, verð að reyna það“. Hinn heppni veiðimaður gortaði mjög af veiði sinni og brátt fóru allir veiðimennirnir að segja sögur af stórum fiski, sem þeir höfðu veitt. Og einn sagði frá því, þegar hann hafði veitt sjálfan fljótsnykurinn. „Gerðu ekki gys að fljótsnykrinum, hann getur etið okkur alla“. Það mátti segja, að þessi viðvörun hefði komið á réttum tíma, því að allt í einu kom höfuð upp úr vatninu. „Sjáið þið“, hrópuðu ofsahræddir mennirnir, „þarna er fljótsnykurinn“. 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.