Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Qupperneq 20

Fálkinn - 30.05.1962, Qupperneq 20
Jafnan er það svo, að uppi verður fótur og fit þegar heyrist í nýjum þul í útvarpinu. Menn deila um rödd hans og lestur, en sjaldan eru menn á eitt sáttir um það efni. Hvað sem öll- um deilum líður, þá eru flestir sammála um það, að þulir útvarpsins hafi viðfelldnar og þægilegar raddir, enda er það brýn nauðsyn, að menn, sem daglega lesa í útvarp hafi áheyri- lega og þægilega rödd, sem hlustendum fellur alltaf jafnvel í geð, hversu oft sem hún heyrist. Flestir, sem hlusta daglega á útvarp, þekkja raddir þulanna, en fæstir þekkja þá í sjón eða er þeim málkunnugir. Því eru það margir, sem brjóta heilann um, hvernig þessi þulur eða hinn sé í hátt og hvort hann sé jafn alúðlegur og röddin gefur til kynna. Því var það að Fálk- inn brá sér einn dag upp í útvarp og litaðist um í húsakynnum þulanna. Er nú ætlunin að kynna lítilsháttar þá menn, sem sitja að baki hljóð- nemans. 20 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.