Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Side 10

Fálkinn - 12.12.1962, Side 10
UNDIRFÚT ERU AÐALSMERKI KVENLEGS ÞDKKA FALKINN JÚr PÐSTHÖLFIÐ Það á að gefa börnum brauð .. . Kæri Fálki. — Ég er nú kominn á sjötugsaldurinn og að mestu hættur að vinna erfiðisvinnu, enda leyfir heilsan það ekki. Ég á tylft barnabarna og ég hef venjulega glatt þau smávegis fyrir jólin. Nú er svo komið að ég sé mér það ekki fært sökum fjárskorts, enda er ég hræddur um, að blessuðum börnunum þyki lítið til gjafanna minna koma, ef ég færi að gefa þeim sína hverja vettlingana, en þá get ég fengið ódýrt hjá gamalli konu í nágrenni við mig. Eiginlega veit ég ekki hvort ég á að sleppa að gefa greyjunum nokkuð að þessu sinni, eða hvort ég á að gauka einhverju smávegis að þeim. Ég held að hann nafni minn verði vonsvikinn, ef hann fær ekkert frá mér um þessi jól.. . . Gamall maður. Svar: Bezt væri aö skilja engan útundan en gefa öllum „eitthvaö smávegis", eins og bréfritari kemst að oröi. Eöa þá aö gefa börn- unum ekki neitt. Flest börn fá þessi reginar ósköp af gjöfum, en menn ættu aö vera þess minnugir, aö litlu veröur Vpggur feginn. Bíllinn út af verkstæðinu. Kæri Fálki. — Þegar ég hripa ykkur þessar línur er nóvembermánuði að ljúka og þá hefur bíllinn minn verið á verkstæði í þrjár vikur samfleytt. Þannig hagar til, að ég er utanbæjarmaður og kann ekki á verkstæðin hér. Fyrst fór ég með bílinn á eitt verkstæði, þar var mér sagt, að ég fengi hann eftir viku, þegar þeirri viku var lokið, kom ég og ætlaði að sækja bílinn minn, en þá var hann ekki búinn. Þeir höfðu ekki snert á honum. Ég vil taka það fram, að það var mjög smávægilegt, sem var að honum. Ég varð vondur og ók til næsta verkstæðis. Eftir langa mæðu tókst mér að finna verk- stjórann, sem til allrar guðslukku var ekki í kaffi og tjáði mér, að ég gæti fengið bílinn eftir viku. Ég varð að láta mér það lynda og yfirgaf staðinn. Eftir nákvæmlega viku kom ég aftur og hugðist taka bílinn, borga og þakka fyrir snör handtök. En viti menn, þeir höfðu ekki snert á honum. Það fauk í mig, en þá hlógu þeir bara upp í opið geðið á mér og spurðu, hvort ég væri sveitamaður og vissi ekki að vika á bílaverkstæði þýddi hálfur mánuður, auk þess hefði engu verið lofað. Nú, það var ekki annað að gera en sætta sig við þessi málalok og sjá, hvort þeir stæðu við það, sem þeir hefðu sagt. Ég gíraði mig því heim í herbergi og nú þegar ég skrifa þetta bréf er ég inni á kaffihúsi í námunda við verkstæðið, því að þeir lofuðu, að þeir skyldu vera búnir með bílinn minn, ef ég kæmi aftur eftir tvo tíma. Ég skt'ifa ykkur aftur, ef þeir verða ekki búnir. Kær kveðja. Utanbæjarmaður. Svar: Viö þökkum utanbæjarmanni fyrir skemmtilegt bréf og vonum, aö bifreiöaverkstœöin inni betri þjónustu af hendi framvegis. Ann- ars höfum viö haft af því spurnir, aö stéttin sé fámenn og geti varla annaö öllum þeim viögerðum, sem þeir eru beönir um, enda fjölgar bílunum með hverju ári. Að borða gæs. Kæra Pósthólf. — Mig langaði mikið að spyrja þig, hvort sá siður, sem margir hafa á jólum hér sé íslenzkur að upp- runa, en hann er að borða gæs. Ég veit um marga, sem gera það, og eftir því sem mér er sagt verður þeim ekkert meint af. Ég vona svo, að þú svarir þessu fljótt og vel og ekki seinna en í jólablaðinu. Mathákur. Svar: Ónei, elcki er sá siöur íslenzkur aö uppruna eftir því sem viö bezt vitum. Hann er sennilega danskur. Viö viljum livetja fólk til þess aö vera þjóölegt og eta hangikjöt.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.