Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 43

Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 43
Jclahjalwr úr pappaApjalcti í jólahjálminum, sem þið sjáið á mynd 1, notið þið kringl- ótt pappaspjald, 4 sentimetra í þvermál. Þið dragið hring á spjaldið, 1 sentimetra frá jaðrinum og annan einum senti- meter innar, sjá mynd 2. Með stórri stoppunál gerið þið sex göt á hvorn hring með sem jöfnustu millibili. Svo útvegið þið ykkur 12 litlar perlur og eina stóra, og klippið tólf engla úr glanspappír eftir fyrirmyndinni á teikn- ingunni (3). Englarnir eru festir svona: Þræddu svartan tvinna á nál, hnýttu hnút á endann og stingdu gegnum höfuðið á englamyndinni. Þræddu perlu á tvinnann og stingdu nálinni tvívegis í gegnum hana, svo að hún renni ekki til á þræðinum (mynd 4). Stingdu síðan nálinni gegnum eitt gatið á pappaspjaldinu og loks gegnum stóru perluna. Þannig ferðu að með alla hina englana, en hefur litlu perluna misjafnlega langt frá þeim, svo að þeir hangi ekki allir jafnhátt. Það á að líta svo út sem þeir séu allir fljúgandi í hóp. Svo hnýtir þú hnút á alla endana fyrir ofan stóru perlurnar, en gætir þess að spjaldið verði lárétt þegar það er hengt upp. Ef þú vilt hafa myndir af einhverju öðru en englum, geturðu klippt út jólasveina, stjörnur eða hjörtu, sem þú sérð neðst á myndinni til hægri. En þú verður að stækka myndirnar. £krítlur Jclaþrautirnar Aem Cirík litla dtei^ttuji — Hvers vegna held- urðu, að jólasveinninn hafi hvítt skegg, Pétur? — Það er víst til þess að ég skuli ekki þekkja þig, pabbi. ★ Pétur var í heimsókn hjá frænku sinni uppi í sveit, og var þessi frænka mjög trúboðssinnuð og siðavönd. Til dæmis lagði hún ríkt á við Pétur, að hann mætti ekki leika sér á sunnudögum. Það væri vanhelgun á hvíldardegin- um. Samt vildi nú svo til eitt sunnudagskvöld, að Pétur freistaðist til að láta lítinn bát sem hann átti sigla á Tjörninni. Varð frænka reið Pétri fyrir þetta. — Veiztu ekki, Pétur litli, sagði hún ávítandi, að það er óguðlegt að láta bátinn sigla á sunnudegi? — Heyrðu frænka, sagði Pétur þá. — Ég skal segja þér, að þetta er engin skemmtisigling. Þetta er trúboðaskip sem er á leið til Afríku. ★ \ Móðirin: Hvers vegna ertu að gráta, Lísa litla? Lísa (4 ára): Af því að hann Pétur litli snikkar- ans vill endilega giftast mér. Og ég, sem hef ekki gert honum neitt. Eiríkur litli liggur í rúminu sínu og hann er að dreyma um jólin. Þá birtist honum allt í einu jólasveinn — í drauminum auðvitað — og lofar honum því, að jólaóskir hans skuli rætast, ef hann geti ráðið þessar fimm þrauir. Kannke þú viljir reyna við þær líka? 1. Reikningsþrautin: Ef þú athugar reikningsdæmið vel, þá sérðu, að rangt er lagt saman. En ef þú dregur 1 frá ákveðnum tölustaf, þar sem hann kemur fyrir í dæminu, verður útkoman rétt. Hvaða tölustafur er það, sem þú átt að draga 1 frá? 2. Náttúrufræði: Geturðu fundið þrjár villur í teikningunni af grísnum? 3. Landafræði: Hvað er rangt í uppdrættinum, sem þú sérð þarna af Englandi og írlandi? 4. Söngur: Hérna er horn af nótnablaði. Hvaða þrjár villur eru í því? 5. Flagg. llérna sérðu franska, svissneska og bandaríska flaggið. En ekkert þeirra er rétt. Hvað er rangt við þau? Svörin við þrautunum eru á bls. 68. FÁLKINN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.