Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 70

Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 70
Faðir minn ... Framh. af bls. 63. logaði á því, hvíslaði yngsta dóttirin í eyra henni: Það er honum sjálfum að kenna, mamma mín! Húsfreyja kveikti aftur á kertinu, og ekki laust við, að henni rynni í skap, sagði fastmælt: MYNDAMÚT H.F. S i / — MORGUNBLAÐS HÚSINU * > 1 I 7. hœd \ !/ \ S f/ Framleiða allar i 11 gerðir of:(| | MYNDAMÚTUM 3« i I * Vönduð vinna Fljót afgreiðsla I * PRENTMYNDAGERÐIN MYNDAMOT H.F. MORGUNBLAÐSHÚSINU - SÍMI 17152 Þér var gefið þetta kerti, drengur minn, til þess að þú létir loga á því í kvöld og nótt til sæmdar syni Guðs. Þarna sat Nonni litli með vettlingana sína og jólaheitið langþráða, og var að horfa á það, að kertið dýrmæta styttist þumlung eftir þumlung án nokkurs árangurs í allri ljósadýrð kvöldsins heil- aga en svo endingarlitla. Það var ekki langt liðið á vökuna, er hann bað um að mega hátta, í von um, að þá mundi honum líðast að slökkva á kerti sínu. Honum var leyft að hátta, en það var ekki því að heilsa, að hann hefði nokk- ■uð upp úr því. Húsfreyja tók það fram: hann gæti komið kertinu fyrir á rúmstuðlinum. en hann gæti látið loga á því. Hér væru nógu margir vakandi til að sjá um, að það kveikti ekki í, þó svo skyldi fara að hann sofnaði frá því óútbrunnu. Svo væri ekki annars hátíðasiður. — En hann um það. Nonni reyndi að halda sér vakandi, ef svo kynni að æxlast, að hann síðar um kvöldið eða nóttina gæti bjargað þumlungsstúf, þó ekki væri meira. En um leið og hann var lagztur fyrir, varð þreytan honum yfirsterkari. Áður varði var hann steinsofnaður. Og er hann vaknaði að morgni var ekki annað en ofurlítill tólgarhnúður eftir á rúmstuðlinum. Þá var ekki laust við, að honum vöknaði um augu. Það var nú samt ekki eingöngu vegna kertismissisins. Svo stóð á, að hann um kvöldið hafði orðið þess áheyrzla, að hún Rannveig litla, sem honum leizt svo vel á, hafði jafnvel hugsað til sem æskilegs konu- efnis, þegar þar að kæmi, að hann hefði kastað leppalúðahaminum, hafði hvíslað að móður sinni: Heyrðu, mamma — ég held bara að hann sé nízkur, hann Nonni. Eina huggunin var, að hún hafði not- að jólanafnið hans. Hefði hún skákað í því skjólinu, að hann heyrði ekki til hennar og kall- að hann Jónka, það hefði verið sýnu verra. En það var svo sem nógu slæmt — að hún skyldi hafa svona lítið álit á honum. Að vísu hafði hún áður en hann sofnaði lofað honum að narta í súkku- laðiplötuna sína. En hún hafði ekki boðið honum að bíta í hana aftur, enda þótt hann varla kæmi við hana. Líklega hafði hún ekki veitt því eftir- tekt, hvað hann var siðsamur? Að minnsta kosti var Jónka þungt innanbrjósts. Einkum tók það hann sárt að eiga ekki kertisstúf að kveikja á, ef aftur skyldi syrta í álinn. Endirinn varð að hann gleymdi fóta- ferðinni og sofnaði frá harmi sínum. Undrunin mesta beið hans framundan. Þegar hann loksins vaknaði, klæddi sig í hendingskasti og með vettlingana nýju á höndunum ætlaði að þjóta ofan, angraður af að hafa sofið yfir sig, mætti hann í uppgöngunni bónda — og sá var allt annað en beiskyrtur: Geymdu þér vettligana þína þangað til á morgun, Nonni minn, sagði hann: Það er búið að bera vatn í fjósið, og Mundi gerði það fyrir mig að moka flórinn. Ég á fyrir því að þú hlaupir upp um hálsinn á mér og óskir mér gleðilegrar hátíðar. Það lét Nonni ekki segja sér tvisvar. — Alskeggið gerði að hann lokaði aug- unum á meðan. Um nafngiftina fór hins vegar eins og hann hafði séð fyrir, eða að minnsta kosti ekki verið grunlaus um: Nonnaheitið entist ekki lengi; eigi heldur sú jólablessun, að aðrir önnuðust verkin hans. Sem varla var von. Húsbóndinn sá að vísu um vatnsburð- inn einnig annan dag jóla. Bar því við, að frostið væri svo napurt. Síðan ekki söguna meir. Næst varð það til tíðinda, að Jónki nokkrum dögum síðar á kvöldvökunni spurði upp úr eins manns hljóði — al- gerlega út í loftið: Það líður þó aldrei svo ár, að jólin bregðist? —- því er hægt að treysta, eða hvað? Þá var nú hlegið heldur en ekki. Munda hafði ef til vill sárnað, að vera settur í að moka flór — að minnsta kosti varð hann fyrir svörum: Sá stígur ekki í vitið fremur en vant er! Skrattakornið sem hann er ekki allt- af sami skýjaglópurinn. Ég á við hann Jónka okkar, blessaðan bjánann. Að Mundi brá honum um heimsku var vel þolandi. Hann vissi með sjálf- um sér, að hann var ekki vitminni en Mundi. Það mátti líka kalla hann Jónka, blessað fólkið, fengi hann aðeins að njóta réttnefnis á jólunum. Og helzt hafa hamskipti yfir í sjálfan sig einnig aðra hátíðisdaga. Hitt var öllu lakara, að hann var farinn að standa sig að því að segja Fað- ir minn, þar sem honum að Guðs eigin boði bar að segja Faðir vor. — Það gat naumast verra verið. Honum hafði reynzt svo auðvelt að breyta til. Hafði ekki mismælt sig eitt einasta kvöld fram á þrettándann eða jafnvel lengur. Það var eins og hann þyrfti ekki á beinum aukaföður að halda, á meðan hann var Nonni. Væri ekki neitt sérstakt um að vera, entist honum föðurnefnan sem hann átti hérna utar með fjallinu. Og vissulega mundi hann fá að njóta réttnefnis að minnsta kosti flesta þá jóladaga, sem framundan voru, ef ekki alla. Þá hafði hann og grun um, að þar hlyti að koma, að Guð birtist mönnun- um í miklu kertaljósi, ekki aðeins ör- fáar nætur og daga, heldur endanlega og til öruggrar frambúðar: Settist að mitt á meðal þeirra. Vonina um það hélt Jón litli fast í dauðahaldi. Hana skyldi engum takast að ræna hann. Hann var staðráðinn í því. 66 FÁLKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.