Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 42

Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 42
~(alai fii jclaMeiHiHH í A 'wa Óli, Inga, Gunna og Pétur hafa öll hringt til jólasveinsins til að tala um jólagjafirnar við hann. En þau geta vitaskuld ekki talað öll við hann í einu. Getur þú, án þess að nota blýant eða fingur, heldur aðeins með því að fylgja línunum með augunum, séð hvert barnanna er svo heppið að ná sam- bandi við 'hann? JÓLIN OG YNGSTU LESENDURNIR ^kut^NAÍHH Það var víst árið, sem ég var á níunda árinu, að mér hugkvæmdist það á Þorláks- messu, að í þetta skipti yrði ég að gefa jólagjafir eins og aðrir gáfu mér, að minnsta- kosti yrði ég að gefa blessun- inni henni mömmu eitthvað. Af því að hann yngri bróðir minn og ég áttum sparibauk- inn saman þá varð ég að segja honum frá áformi mínu og fá samþykki hans. Sparibaukur- inn okkar var ekki þannig, að hægt væri að komast í hann hvenær sem var, ónei, þetta var grís úr gleri og þessvegna var okkur nauðugur einn kostur að slátra honum í þágu hins góða málefnis. í magan- um á honum reyndust vera fimmtíu aurar, og með þessi auðæfi upp á vasann lögðum við upp í kaupferðina. Við vorum ekki í neinum vafa um hvað við ættum að kaupa. Svo lengi höfðum við vitað um sykurgrísinn í glugganum hjá bakaranum og svo oft höfðum við staðið við gluggann og skoðað hann. Við gátum ekki hugsað okkur neina meiri sælu en að verða eigendur að slíkum fyrir- myndar grís. Og núna, þegar við höfðum peningana upp á vasann, þurftum við ekki að standa fyrir utan gluggann, klemma nefinu á rúðuna og gægjast, — heldur gátum við farið beint inn í búðina og skoðað. Þar voru margir grísir saman komnir og mjög líkir þeim, sem var í glugganum og loks völdum við einn úr — þann sem okkur sýndist vera feitastur. Við fórum heim með grísinn og eftir að við höfðum látið skrjáfa ræki- lega í umbúðunum til þess að gera mömmu forvitna fólum við grísinn í gömlum kopar- katli. Við höfðum aldrei verið gerðir leiðir á sælgæti, og ég get vel trúað ykkur fyrir því að mér var ómögulegt að sofna um kvöldið, því að ég var alltaf að hugsa um góðgætið í koparkatlinum. Bróðir minn svaf eins og steinn, en ég háði grimmilega baráttu við sjálf- an mig og henni lauk með því, að ég læddist fram úr rúminu og fram i felustaðinn og vakti grísinn af værum blundi. Ég ætlaði bara að skoða hann dá- litla stund — ekki gat það skaðað neitt. Ég skoðaði hann lengi og komst loks að þeirri niðurstöðu, að rófunni væri eiginlega alveg ofaukið, mér væri óhætt að éta hana, því enginn mundi taka eftir þótt hana vantaði. Og þetta gerði ég og lagði svo grísinn rófU- lausan ofan í ketilinn, skauzt svo inn í rúmið aftur og var svo heppinn að sofna áður en sykurbragðið var horfið af tungunni á mér. Þegar ég vaknaði morgun- inn eftir hafði ég ekki sem bezta samvizku, leit út undan mér til bróður míns og eftir að hafa sannfærzt um að hann hafði ekki orðið var við ferða- lag mitt, ákvað ég að fara og skoða grísinn nú við dags- birtu líka. En ég var sem skelfingu lostinn þegar ég sá, að nú vantaði aðra afturlöpp- ina á grísinn líka. Þegar ég kom inn og snéri mér við sá ég að bróðir minn teygði yfir- sængina sína upp yfir höfuð. Ég gleymdi nú alveg því, sem mér hafði orðið á kvöldinu áður, og áfelldist hann nú með mikilli háværð — sem komst alla leið í gegnum þykkustu yfirsæng — og sagði að nú hefði hann gjör- eyðilagt jólagjöfina. Hvað ætli hún mamma kærði sig um Framh. á bls. 68. CplaAktfur jctaAVeiHamwm Jólasveinamamma hefur bakað eplaskífur handa allri fjöl- skyldunni. Hún hefur bakað 50 skífur, og þær eru allar borð- aðar. Börnin borða hvert um sig helmingi meira en köttur- inn. Jólasveinapabbi, sá mathákur, borðar jafnmikið og bæði börnin að viðbættum helming þess, er kötturinn borðar. Jóla- sveinamamma borðar jafnmargar og kötturinn og annað barn- ið. Hve mikið borðar hver? FÁLKINN 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.