Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Síða 15

Fálkinn - 12.12.1962, Síða 15
Jólasveinar. _ Kæri Fálki. — Getur þú frætt mig á því, hvers vegna nöfn jólasveinanna eru ekki eins um land allt? Sumir hafa vanizt þessu nafni og aðrir hinu. Og hvað er svo rétt? Við vorum að þræta um þetta, ég og annar strákur. Ég sagðist aldrei hafa heyrt nafnið Stúfur á neinum jólasveini, en hann sagðist aldrei hafa heyrt annað. Páll, 11 ára. Svar: Bragö er að þá barniö finnur. Stúfur er nafn á einum jólasvein- inum. En nöfn fieirra eru nokkuö á reiki eftir landslilutum. Er hér um aö ræöa eins konar mállýzkufyrirbrigöi. Unglingadansstaður. Húsmóðir skrifar okkur og segir meðal annars: — Ekki sé ég, að dansstaður, þar sem unglingum er ætlað að vera, sé til mikilla bóta, ef það er ætlun eiganda að græða á ungl- ingunuum. Sonur minn, sem er rúmlega 16 ára fór á þennan stað, og sagði, að þar væri allt fremur dýrt. Og því til sönn- unar eyddi hann rúmum 100 krónum eða meira en vasapen- ingar hans nema á viku. Finnst ykkur ekki, að fyrst menn eru að setja slíkar stofnanir á fót, að verði á skemmtunum og vörum sé stillt í hóf? Húsmóðir. Svar: O, karl vill liafa nokkuö fyrir snúö sinn. Við dyr gleðinnar. Kæra Pósthólf. — Ég verð endilega að hripa niður nokkrar línur til þess að þakka ykkur fyrir viðtalið við dyraverðina. Það var alveg ágætt, mér þótti gott, að þetta kom fram með kanana og stelpurnar, sem hanga utan í þeim. Það var líka nokkuð athyglisverð tillaga, sem annar dyra- vörðurinn kom fram með, þ. e. að lækka hámarksaldurinn. Ég er alveg með því, vegna þess að ég er ekki nema 18 ára. (í trúnaði, þá hef ég stundað vínveitingastaðina í 3 ár) Fyrirgefið párið. Ég vona, að ykkur líki botninn minn. Er hann ekki réttur? Einn 18 ára. Svar: Því miöur, þá er botninn ekki réttur. Það vantar bæöi stuöla og höfuöstaf. ViÖ ráöleggjum bréfritara, aö fá sér bragfrœöi, og lesa hana. Þá gerir hann þetta rétt nœst. Kallar og kellingar. Kæri Fálki. — Ég ætlaði bara að leggja eina spurningu fyrir ykkur. Hún er svona: Er ekki ljótt að kalla konur kell- ingar og menn kalla? N. Svar: Ekkert er í rauninni Ijótt, aöeins mismunancLi fagurt. Slíkt orða- lag á lieima í sumu máli, ööru ekki. Þar rœöur smekkur manna. Kæri Fálki. í næst-síðasta blaði sá ég, að ég hafði orðið þeirrar gæfu aðnjótandi, að fá verðlaun fyrir rétta lausn á krossgátu. Það stóð einnig í blaðinu, að ætti að sækja 100 krónurnar til ykkar. Það gæti orðið anzi dýrt hjá mér, bæði vinnutap og eins mikill ferðakostnaður, að ég nú ekki tali um sjóveiki eða loftveiki og önnur óþægindi, sem maður getur orðið fyrir á vetrarferðalagi. Nú er það einlæg ósk mín, að þið sendið þessar krónur í póstávísun. Að endingu vil ég þakka ykkur fyrir gott og skemmti- legt blað. Virðingarfyllst, B. S. Vestmannaeyjum. Svar: Verðlaunin veröa send strax. ANDERSEN & LAUTH H.F. SIG. Þ. SKJALDBERG SÍMI 11491 (3 línur) HEILDSALA - SMÁSALA FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.