Fálkinn - 12.12.1962, Qupperneq 61
að hafa það til sýnis, allra sízt síðustu
dagana. Við áttum frí — hugsið þið
ykkur — frí — og þess vegna er ekki
að vita nema við.......
— Já það er ekki að vita...., segir
Lási.
— Og ég, Lási, segir Marta, — ég.
.... Nú kemur titringurinn í röddina
aftur. — Manstu hvað ég sagði þegar
við stóðum saman og sáum norsku og
ensku hermennina ganga um göturnar
10. maí og heimvarnarliðið var í fullu
fjöri — manstu það?
— Já, svarar Lási, — þú sagðir
eitthvað á þá leið .... „hefði það ekki
verið gaman fyrir þig, Lási, að vera í
þessu heimavarnarliði, þá værir þú
þarna í fylkingunni núna“. Jú ég man
það vel, og þú varst víst líka vonsvikin
af mér?
— Já, svaraði Marta, — og ég spurði
þig meira að segja hvort þú hefðir ekki
slæma samvizku. Æ, því líkt .... og
ég, sem......
— Það gerir ekkert til, Marta — því
að ég man líka hverju ég svaraði: —
Nei, í rauninni hef ég ekki slæma sam-
vizku, svaraði ég. Og það er víst fyrir
mestu.
Á slóðum . . .
Framhald af bls. 23.
nálega 200 árum síðar og til þess tíma
hafði kóngur ekkert vald til að skipa
prestum þrauð á íslandi. Slíkir smá-
munir eru þó léttir á voginni þegar
þjóðsögur verða til.
Það ágæta fólk er nú löngu komið
undir græna torfu, sem trúði þjóðsög-
um og ævintýrum. Fyrir þessu fólki
var Kölski og árar hans jafn raunveru-
legt afl og rafmagn og útfjólubláir
geislar eru í augum okkar sem nú lif-
um. Dvöl Sæmundar í Svartaskóla. ferð
hans heim á selnum og glettur hans við
Kölska í Odda voru þeirra tíma sann-
fræði í augum almennings.
Þótt nú sé öldin önnur, þá mun það
almenn trú manna að Sæmundur hinn
fróði Sigfússon hafi verið nemandi í
Sorbonne, og eru ekki alþýðumenn ein-
ir um þá trú. íslenzkir sagnfræðingar
hafa ekki svo kunnugt sé haft tíma eða
tækifæri til að rannsaka Frakklands-
dvöl Sæmundar fróða svo verðugt sé,
enda mun óhægt um vik. Hartnær tíu
aldir eru liðnar frá því þessi íslending-
ur dvaldist þar einn síns liðs í ókunnu
landi og er ekki vitað um aðra Norður-
landabúa þar samtíma honum.
En það eru fleiri en sagnfræðingar
íslenzkir og alþýða manna hér á landi,
sem hafa látið sér títt um Sæmund. í
sumar komst ég í kynni við franska
húsmóður sem býr ásamt manni sínum
og dóttur í Latneska hverfinu í Parísar-
borg og hún hefur gert sér far um að
rýna undir þann hulduhjúp sem um-
vefur þennan forna íslending og nytja-
mann kristninnar. Konan heitir Giselle
og er gift landa Sæmundar, Sigurði
Jónssyni náttúrufræðingi sem búið hef-
ur í Frakklandi frá því 1947, lokið þar
löngu námi og starfar nú við vísinda-
stofnun þar í borg auk þess sem hann
hefur nýlega lokið doktorsprófi hinu
meira, hinn þriðji íslendingur sem
lýkur því þar í landi.
Giselle Jónsson er ættuð úr suður-
hluta Frakklands og lagði um eitt skeið
stund á lögfræði unz hún giftist manni
sínum og ól honum dóttur er Solveig
heitir. Lagði frúin þá námið á hilluna
en hefur haldið áfram ýmsu grúski.
Hún fékk fljótlega pata af tilvist Sæ-
mundar og meintri dvöl hans við Sor-
bonne og tók sér fyrir hendur að rann-
saka hvað hæft væri í því. Hún komst
fljótlega að raun um að það væri fjar-
stæða að Sæmundur hefði stundað nám
við Sorbonne, af þeirri einföldu en
veigamiklu ástæðu að Sorbonneháskól-
inn hafði ekki enn verið stofnaður á
dögum Sæmundar.
En Giselle lét sér ekki nægja að
svipta Sæmund þeim hróðri að hafa
svelgt úr menntabrunnum Sorbonne, hún
gerði sér far um að rannsaka hvar lík-
legt væri að Sæmundur hefði stundað
Sjá næstu síðu.
.HÚN Eft BÚIIV At> HAFA
Mlkl® FYftlR lióOINU.
KRAkKARIYIR FÁ
HATTA o Gr
l-ÚÐRA.
FALKINN
57