Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 57

Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 57
Iljá vondu fólki Framhald af bls. 19. lifði mikið í öðrum heimi og ekki vildi hann mikið af bænum. Ég svaf í sama herbergi og hann og stundum um næt- ur vaknaði ég við það að karl var seztur framá og farinn að tauta: „Farðu þarna, ferðu þarna, svei þér!“ Þá var hann að fást við anda. En hann dreymdi líka margt og vissi sitt af hvoru. Það var líka í vinnumennsku hjá afa í mörg ár ein ágætis kona en þeim kom stund- um illa saman vinnumanni og henni svona eins og gengur. Einn morgun segir afi við vinnumann: „Dreymdi þig eitt- hvað merkilegt í nótt.“ „Já,“ svarar vinnumaður, „mig dreymdi merkilega í nótt. Mig dreymdi að ég var dauður og fór til himna. Þar hitti ég Pétur og hann ætlaði að hleypa mér inn, en spurði, hvað ég vildi gera í himnaríki Ég sagði honum sem var að ég hefði mest fengizt við fjármennsku og vildi gjarnan halda því áfram.“ Þegar hér var komið gellur í vinnukonu: „Er þér ekki nóg að drepa féð fyrir blessuðum prófastinum, þarftu nú líka að drepa fyrir drottni sjálfum.“ Henni þótti hann stundum svifaseinn með féð á fjörun- um. Þetta var mesta prýðisfólk. Meðan við erum að borða er spjallað um daginn og veginn. Við spyrjum húsfreyju hvernig henni líki að kenna hér. — Ég kann prýðilega við þetta. Börnin eru áhugasöm og skemmtileg. Þetta er dálítið öðruvísi en í bænum. Þar kenndi ég vanþroskuðum börnum eða þeim sem einhverra hluta vegna höfðu dregizt aftur úr. Hér í sveitinni hefur maður miklu meiri tíma, — get- ur stunduum lesið bók. Þetta er líka miklu heppilegra fyrir börnin. Þegar við höfum lokið við að matast og drukkið kaffisopann segir Árni, að bezt sé að sýna okkur bæinn. — Hér uppi eru fjögur herbergi. Það •var dálítið kalt vegna þess að þetta er gamalt hús og óeinangrað svo ég setti hér einangi'un. Ég fékk mér líka ljósa- mótor, sem er þarna úti í f jósinu og kost- aði offjár. og honum fylgdi sá galli, að maður þurfti út að slökkva á honum.Mér þótti þetta leiðinlegt að paufast í myrkr- inu og svo var oft kalt. Ég fann þetta patent. Þessi snúra liggur út í fjósið á ádreparann á vélinni. Svo tek ég bara í spottann, svona, og halla mér upp í um leið. Við þökkum góðan beina og kveðj- um. Um leið og við ökum úr hlaði kall- ar Árni á eftir okkur. — Komið þið við hjá honum Jónasi á Jörva. ★ Að Jörva. Þegar við ökum í hlað að Jörva blas- ir við okkur hvítt nýreist steinhús. Við hlið þess stendur gamli bærinn og í Electrolux NÝTT! Vinsœlasti kœliskápurinn ELECTROLUX S — 71 C fœst nú hér á landi. Nýjungar eru: Segullœsing, sterk- ari lamir, varanlegri hillur. S — 71 C er samt ódýr- asti kceliskápurinn af þessari stœrð: Rúmar 210 lítra (7,4 C.U.F.T.) bæjarsundinu hittum við Jónas Ólafs- son. Jónas er góðlegur maður, stór, með grátt hár og dillandi hlátur. — Hann sér Árni sagði okkur að tala við þig. — Jæja, sagði hann það, blessaður. Það er skemmtilegur maður hann séra Árni og minnir mig stundum á afa sinn. En ég er enginn fræðimaður eins og þeir á Snorrastöðum því þeir eru miklir fræðimenn. Ég er bara hestamaður eins og hann Sigurður Ólafsson söngvari og hann er ekki einungis góður hestamað- ur, hann er líka skemmtilegur karl. Þekkið þið Sigurð? Það er alveg furðu- legt hvað hann getur kennt hestunum. En gangið í bæinn og fáið ykkur kaffi- sopa því maður getur ekki neitað að spjalla við ykkur ef þið eruð friðaðir eins og Fálkinn. Það er alltaf gaman að fá menn í heimsókn að maður nú ekki tali um stórhöfðingja eins og ykkur. Einar Ben. var stórhöfðingi og Jónas Jónsson frá Hriflu segir að landið hafi verið of lítið fyrir hann. Alltaf skar hann sig úr, hann Einar Ben. Við göngum í bæinn á eftir Jónasi og fápm okkur sæti í hlýju eldhúsinu. — Svo þið eruð blaðamenn. Mér er ekki vel við blaðamenn því þeir eru sagðir hættulegir. Nú á dögum er mað- ur alveg hættur að sjá höfðingjana úr, það er sko enginn munur á hvort maður- inn er prestur eða bóndi. Einu menn- irnir sem skera sig úr eru útgerðar- mennirnir. Þeir skera sig alltaf úr. Og Jónas skellihlær. — Eru draugar hér 1 sveitinni, Jónas? Nú verður karl dálítið skrítinn á svipinn. — Ég hef ekki orðið var við þá, en þeir hafa séð þá sumir. Ætli þeir séu ekki dauðir, draugarnir. Einu sinni sá ég einn, en hann var nú ómerkilegur þegar betur var að gáð. Það var flík á snúru, ha, ha, ha. — Þekktir þú ekki séra Árna Þórar- insson? — Hvort ég þekkti hann, þann öðl- ingsmann. Hann var skemmtilegur mað- ur hann séra Árni Þórarinsson. Hann sagði mikið af sögum af frábærri leikni, enda helvítis útvarpið ekki til að tefja fyrir. Og ekki hefði mikið þýtt fyrir okkur að fara í rökræður við hann því alltaf hafði hann tíu rök á móti einu. Hann hafði gaman af að fá menn í heim- sókn ef það voru skemmtilegir menn, en leiddist hinir og sagði það við þá. Hann var ófeiminn að segja það sem Sjá næstu síðu. FÁLKINN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.