Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 67

Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 67
hann um það. Roknalöðrung, sem velti honum af skemlinum. Jónka varð svo við, að hann hreyfði sig ekki, og engar hrynur heyrðust í honum. Það var húsbóndinn, sem lokisns þreif til hans, þarna sem hann lá, setti hann í hið fyrra sæti sitt, sagði við hann ofboð rólega: Sittu kyrr og hugsaðu þig vel um, Nonni minn. — Og þú kona góð; væri ekki nær að spyrja drenginn, hvað til kemur, að hann hefur breytt orðum bænarinnar, en að ráðast á hann með offorsi og' barsmíðum? Húsfreyja var staðin á fætur. Nú þykir mér týra á skarinu. Á nú að fara að sproksetja mig. af því að þessi grútarháleistur, sem Guð er mér til vitnis um, að ég legg á mig að setja jafnhátt okkar eigin börnum í smáu og stóru, enda þótt örðugt sé fyrir heim- ilið að skarta með uppruna hans, lætur meðfædda eigingirni sína, ég segi og endurtek það, eigingirni, sem hann ekki á langt að sækja, leiða sig í þær ógöng- ur, að hann snýr sjálfu Faðirvorinu ekki beinlínis upp á skrattann, en þó upp á það, sem er litlu betra, nefnilega sjálf- an sig. í sama bili þaut einnig Jónki á fætur, en fékk varla mælt fyrir gráti, aðallega vegna þess. að sjálfur húsbóndinn hafði þrátt fyrir hroðalegt afbrot hans kallað hann jólanafninu, kallað hann Nonna — en allir í baðstofunni yrðu að heyra, að hann kynni bænina rétt og því hróp- aði hann: Faðir vor! — faðir vor! faðir vor! .... Húsbóndinn lagði lófann á kollinn á honum, þaggaði niður í honum — átti vantalað við konu sína: Við vitum það bæði og öll, að þú ert ekki skyni skroppin. Samt dettur þér engin önnur ástæða í hug en eigingirni tökubarns, sem verður á að mismæla sig og það einmitt svona. Gæti það ekki ver- ið vöntun á samúð, sem að baki stæði bögumælinu? Hræddur er ég um, að enginn hér á bæ þyrði að sverja sig saklausan, ef útú í þá sálma væri farið. Áminningarræða húsbóndans fór fyrir ofan garð og neðan hjá Jónka. Enda varla til annars ætlast. Staðreynd var það eigi að síður, að húsmóðirin þreif hann í fang sér, bar hann niður í kamesið undir baðstofunni og ræddi við hann langa lengi. Að vísu skildi hann engan veginn til fulls, hvað hún var að leggja niður fyr- ir honum, eða hvað að baki bjó spurn- ingum, sem hún lagði óspart fyrir hann. Það skipti heldur ekki máli. Hún var honum góð — eða reyndi að vera það, sem raunar kom í sama stað niður. — Önnur eins jól hafði Jónki aldrei átt. Allir á heimilinu létu hann njóta rétt- nefnis. Kölluðu hann í öðru hverju orði Nonna sinn, og þar fram eftir götunum. Sú agnarögn af þykkju, sem skotið hafði upp í selskolli eins og draugur úr fiskhlaða, og það á sjálft jólakvöldið, var of ómerkileg til að hafa af henni hugarangur. Það bar þannig til: Hann hafði slökkt á kertinu sínu. Því eina, sem hann átti. Myndarlegu tólgarkerti. En honum hafði líka verið gefnir vettlingar, og fannst ofrausn að njóta hvoru teggja í senn. Skelfing væri gam- an að geyma kertið, þangað til eftir hátíðina. Ef einhver, eða allir, skyldu finna upp á því, að fara aftur að kalla hann Jónka. Sem honum raunar fannst ósennilegt, svo sem nú var komið. Nema húsmóðirin tók þá allt í einu eftir því, að ekki logaði á kertinu hans: Það hefur slokknað hjá þér, Nonni minn, sagði hún og kveikti á ný. Eftir ofurlitla stund tókst honum að koma því svo fyrir, að aftur slokknaði á kertinu, án þess að hann beinlinis væri þess valdur. Og er húsfreyja furðaði sig á, að ekki Framh. á bls. 66. Kaupmenn - Kaupfélög tflcdet S00 Framleitt úr I. flokks amerískri nylonteyju. Nær upp fyrir mitti og aS ofan eru fínir smá- teinar, sem gera vöxtinn mjúkan og spengi- legan. Framleidd í tveimur síddum. Stærðir: Small — Medium — Large. Litir: Hvítt — Svart. Biðjið um MODEL 500 og þér fáið það bezta sem völ er á. Heildsölubirgðir: DAVÍÐ S. JÓNSSON & CO. H.F., Reykjavík. LADY H.F lífstykkjaverksmiðja, Laugavegi 26 — Sími: 10-11-5. FÁLKINN 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.