Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Page 67

Fálkinn - 12.12.1962, Page 67
hann um það. Roknalöðrung, sem velti honum af skemlinum. Jónka varð svo við, að hann hreyfði sig ekki, og engar hrynur heyrðust í honum. Það var húsbóndinn, sem lokisns þreif til hans, þarna sem hann lá, setti hann í hið fyrra sæti sitt, sagði við hann ofboð rólega: Sittu kyrr og hugsaðu þig vel um, Nonni minn. — Og þú kona góð; væri ekki nær að spyrja drenginn, hvað til kemur, að hann hefur breytt orðum bænarinnar, en að ráðast á hann með offorsi og' barsmíðum? Húsfreyja var staðin á fætur. Nú þykir mér týra á skarinu. Á nú að fara að sproksetja mig. af því að þessi grútarháleistur, sem Guð er mér til vitnis um, að ég legg á mig að setja jafnhátt okkar eigin börnum í smáu og stóru, enda þótt örðugt sé fyrir heim- ilið að skarta með uppruna hans, lætur meðfædda eigingirni sína, ég segi og endurtek það, eigingirni, sem hann ekki á langt að sækja, leiða sig í þær ógöng- ur, að hann snýr sjálfu Faðirvorinu ekki beinlínis upp á skrattann, en þó upp á það, sem er litlu betra, nefnilega sjálf- an sig. í sama bili þaut einnig Jónki á fætur, en fékk varla mælt fyrir gráti, aðallega vegna þess. að sjálfur húsbóndinn hafði þrátt fyrir hroðalegt afbrot hans kallað hann jólanafninu, kallað hann Nonna — en allir í baðstofunni yrðu að heyra, að hann kynni bænina rétt og því hróp- aði hann: Faðir vor! — faðir vor! faðir vor! .... Húsbóndinn lagði lófann á kollinn á honum, þaggaði niður í honum — átti vantalað við konu sína: Við vitum það bæði og öll, að þú ert ekki skyni skroppin. Samt dettur þér engin önnur ástæða í hug en eigingirni tökubarns, sem verður á að mismæla sig og það einmitt svona. Gæti það ekki ver- ið vöntun á samúð, sem að baki stæði bögumælinu? Hræddur er ég um, að enginn hér á bæ þyrði að sverja sig saklausan, ef útú í þá sálma væri farið. Áminningarræða húsbóndans fór fyrir ofan garð og neðan hjá Jónka. Enda varla til annars ætlast. Staðreynd var það eigi að síður, að húsmóðirin þreif hann í fang sér, bar hann niður í kamesið undir baðstofunni og ræddi við hann langa lengi. Að vísu skildi hann engan veginn til fulls, hvað hún var að leggja niður fyr- ir honum, eða hvað að baki bjó spurn- ingum, sem hún lagði óspart fyrir hann. Það skipti heldur ekki máli. Hún var honum góð — eða reyndi að vera það, sem raunar kom í sama stað niður. — Önnur eins jól hafði Jónki aldrei átt. Allir á heimilinu létu hann njóta rétt- nefnis. Kölluðu hann í öðru hverju orði Nonna sinn, og þar fram eftir götunum. Sú agnarögn af þykkju, sem skotið hafði upp í selskolli eins og draugur úr fiskhlaða, og það á sjálft jólakvöldið, var of ómerkileg til að hafa af henni hugarangur. Það bar þannig til: Hann hafði slökkt á kertinu sínu. Því eina, sem hann átti. Myndarlegu tólgarkerti. En honum hafði líka verið gefnir vettlingar, og fannst ofrausn að njóta hvoru teggja í senn. Skelfing væri gam- an að geyma kertið, þangað til eftir hátíðina. Ef einhver, eða allir, skyldu finna upp á því, að fara aftur að kalla hann Jónka. Sem honum raunar fannst ósennilegt, svo sem nú var komið. Nema húsmóðirin tók þá allt í einu eftir því, að ekki logaði á kertinu hans: Það hefur slokknað hjá þér, Nonni minn, sagði hún og kveikti á ný. Eftir ofurlitla stund tókst honum að koma því svo fyrir, að aftur slokknaði á kertinu, án þess að hann beinlinis væri þess valdur. Og er húsfreyja furðaði sig á, að ekki Framh. á bls. 66. Kaupmenn - Kaupfélög tflcdet S00 Framleitt úr I. flokks amerískri nylonteyju. Nær upp fyrir mitti og aS ofan eru fínir smá- teinar, sem gera vöxtinn mjúkan og spengi- legan. Framleidd í tveimur síddum. Stærðir: Small — Medium — Large. Litir: Hvítt — Svart. Biðjið um MODEL 500 og þér fáið það bezta sem völ er á. Heildsölubirgðir: DAVÍÐ S. JÓNSSON & CO. H.F., Reykjavík. LADY H.F lífstykkjaverksmiðja, Laugavegi 26 — Sími: 10-11-5. FÁLKINN 63

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.