Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 27

Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 27
lýsti af í myrkrinu. Aldrei máttu þeir er þar lærðu koma undir bert loft eða sjá dagsljósið á meðan þeir voru þar, en það voru þrír eða sjö vetur sem þeir urðu að vera í skólanum til að verða fullnuma. Hönd ein grá og loðin kom á hverjum degi inn um vegginn og rétti skólapiltum mat. En það áskildi sér sá sem skólann hélt að hann skyldi eiga þann sem síðastur gekk út af þeim sem burtu fóru úr skólanum á ári hverju. En af því að allir vissu að Kölski hélt skólann vildi hver sem gat forða sér frá að ganga seinastur út úr honum. Venjulega var varpað hlutkesti um það meðal lærisveina hver síðastur skyldi út ganga og hlaut Sæmundur að ganga síðastur. Ýmsar sögur fara af því hvernig honum tókst að leika á Kölska þannig að hann slapp. Ein er sú sögn að bjart sólskin hafi verið, þegar Sæmundur kom síðastur í dyrnar og skein sól móti honum er hann kom upp riðið. Bar skugga hans á vegg- inn. Þegar nú Kölski ætlaði að taka Sæmund, þá sagði hann: ,,Ég er ekki seinastur. Sérðu ekki þann sem á eftir mér kemur?“ Kölski þreif þá til skugg- ans sem hann hélt mann vera, en Sæ- mundur slapp út og skall hurð á hæla honum. En upp frá þeirri stundu var Sæmundur jafnan skugg'alaus, því Kölski sleppti aldrei skugga hans aftur. Aðrar sagnir herma að Sæmundur hafi boðizt til að ganga síðastur út og urðu hinir því harla fegnir. Sæmundur varpaði yfir sig kápu stórri og hafði ermarnar lausar og engan hnapp hneppt- an. En rið var upp að ganga frá skóla- húsinu. Hafði Sæmundur látið sauma sauðarbóg neðan á kápu sína og er hann gekk eftir tröppunum, greip Kölski í kápuna og bóginn, lét Sæmundur þá allt laust og tók til fótanna og sagði: „Hann hélt, en ég slapp.“ Fór hann svo til félaga sinna. í „Lítilli undirvísun um lærdóm Sæmundar fróða“ segir frá því að Svartiskóli hafi verið í Þýzkalandi og lærisveinar þar séu vanir að bera á sér múskat og hvítlauk, „láta það lifa við svartabrauð og hafa á sér nótt og dag“. Á það að vernda þá fyrir galdri og gerningum. í þeim skóla hættir þeim til að hverfa, sem fyrstir ganga inn eða síðastir út. Góður viðurgerningur hefur verið í skólanum og ýmislegt mátt þar læra, gott og illt, en strangar reglur í gildi. Á öðrum stað segir frá því að í utan- ferð Sæmundar hafi hann ferðast til Svartaskóla og orðið ,.forlibtur“ í skól- anum ‘og svo villtur af því sem fyrir hann bar, að hann mundi ekki nafn sitt og var hann kallaður í skólanum Búft. Landi hans, Bogi Einarsson, vitraðist honum þá í draumi og fékk því til leið- ar komið að Sæmundur vaknaði af villu sinni og komst úr skólanum með brögð- um og' heim til ættjarðar sinnar. Alkunnug er sagan um það hvernig Sæmundur fékk Oddann. Komu þeir þrír íslendingar jafn snemma úr Svartaskóla, Sæmundur fróði, Kálfur Árnason og Hálfdan Einarsson sem seinna varð prestur að Felli í Sléttuhlíð. Þá var Oddinn laus og báðu þeir allir kónginn að veita sér hann. Kóngurinn vissi dável við hverja hann átti og segir að sá skuli hafa Oddann er fljótastur verði að komast þangað. Fer þá Sæ- mundur undireins og kallar á Kölska og segir: „Syntu nú með mig til íslands og ef þú kemur mér þar á land án þess að væta kjóllafið mitt þá máttu eiga mig.“ Kölski gekk að þessu, brá sér í selslíki og fór með Sæmund á bakinu. En á leiðinni var Sæmundur alltaf að lesa í Saltaranum. Voru þeir eftir lítinn tíma komnir undir land á íslandi. Þá slær Sæmundur Saltaranum1) í hausinn á selnum svo hann sökk, en Sæmundur fór í kaf og synti til lands. Með þessu varð Kölski af kaupinu en Sæmundur fékk Oddann. Hér hefur ímyndunarafl alþýðu tekið heljarstökk til þess að gera þá Sæmund og Háldan að skólabræðrum. Hálfdan var uppi löngu síðar, andaðist um 1598 en hann var galdramaður hinn mesti á sinni tíð og hefur þótt hlýða að etja þeim saman, þessum tveimur miklu lærdómsmönnum. Auk þess komst ís- land ekki undir Noregskonung fyrr en l) Davíðssálmum. Framh. á bls. 57. SlóSir Sæmundar fróða í París eru nú yndi elskenda, athvarf flækinga og draumur túrista. (Ljm. Jón Einarsson). FÁLKINN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.