Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Síða 51

Fálkinn - 12.12.1962, Síða 51
um yfir gólfið. Þau þögðu meðan hún bar fram matinn, brauð og urriða, flesk og könnu af öli. — Þú ert sennilega einmana líka, sagði hann. — Ekki mjög, svaraði hún lágt og snéri sér undan. Honum sýndist hún roðna. — Varst þú einmana með sýnunum þínum við eldinn? Þar til nú, hef ég látið ljósið loga í glugganum...... Hann skildi ekki vel, hvað hún átti við..... — Borðaðu nú, sagði hún. Svo reis hún á fætur, og náði í annað kerti. Þau sátu andspænis hvort öðru við borðið, með sitt hvort kertið fyrir framan sig. — Þetta eiga að vera jólaljós, sagði hún. Það eiga að vera tvö jólaljós. En það er ekki unnt að kveikja tvö ljós fyrir mig eina, þess vegna eiga þessi ljós að lýsa í kvöld. Við verðum að gæta þess, að það slökkni ekki á þeim. Nýja árið fer eftir því, hvernig þau brenna. —■ Þau brenna bæði jafn skært, sagði hann. — Já. þau brenna eins. Þau snæddu og töluðu hljóðlega sam- an á meðan, mest um bernsku sína. Einu sinni hló hann og sagði: — Nei, það var aldrei álitið, að við ættum margt sameiginlegt .... en við áttum þrátt fyrir allt bezt saman. Seinna um kvöldið barst hljómurinn frá plógjárninu yfir ána. Bóndi, sem var á heimleið berandi lýsislampa, sá bátinn birtast í snjó- þykkninu, róið kröftuglega. — Hvað er þetta, sagði hann. Höfum við fengið nýjan ferjumann? — Að minnsta kosti í kvöld, var svarað. Bóndinn gekk nær, og lýsti með lýsis- lampanum á andlit ferjumannsins. — Ef mér er óhætt að trúa eigin aug- um, þá er þetta Andreas, sagði hann. Svo að þú ert kominn heim? Andreas snéri höfðinu og tók stefn- una á ljósið í glugga fiskimannshúss- ins. Svo greip hann kröftuglega til ára. — Já, sagði hann. Nú er ég loksins kominn heim. SKÁLDVERK Gunnars Gunnarssonar NY HEILDARUTGAFA f. 8 bindum samtals um 5000 blaðsíður. Fram til áramóta seljum við heildarútgáfuna með afborg- unarskilmálum fyrir aðeins kr. 2.240,00. — 10% afsláttur gegn staðgreiðslu. Eftir áramót verður óhjá- kvæmilegt að hækka verðið verulega. I»etta er einstakt tækifæri til að eignast skáldverk eins mesta rithöfundar íslands fyrr og síðar. ALMEIMNA BÓKAFÉLAGIÐ Ég undirritaður hef áhu.ga á að kaupa skáldverk Gunnars Gunnarssonar og óska eftir nánari upplýsingum. Nafn: ....................................................... Heimili: ...................................................... Simi: ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ TJARNAHGÖTU 16 REYKJAVÍK 47 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.