Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Side 66

Fálkinn - 12.12.1962, Side 66
Faðir iiiinn ... Framh. af bls. 42. -±0 hans kom í heimsókn einu sinni á ári. sem sé á jólunum. En sem átti það sam- merkt öðru fullorðnu fólki, að fyrir smávaxinn fjósamann þýddi lítið að yrða á hann. Jónka var kunnugt um komu Frelsar- ans. Honum hafði meira að segja verið kennt, að til Hans, eins og þríeins, ætti hann að snúa bænum sínum. Hann hafði því komizt upp á að segja Miðsvetrargestinum alla skapaða hluti. Eða þó því sem næst. Það eitt var áreiðanlegt, að hann sagði Frelsaranum, eða hver hann nú var, fleira, en hann þorði að segja nokkrum öðrum. Hins vegar virtist Gesturinn mikli meta orð hans að vettugi, enn sem kom- ið var. Að líkindum hlustaði hann ekki á aðra en fullorðið fólk. Enda kunnu þeir, sem komnir voru til vits og ára, að sjálfsögðu betur að haga orðum sínum. Það var þar á ofan ósköp skiljanlegt, að Guð almáttugur gæti ekki annað öllu. Sjálfsagt var honum auk þess jafn- ljúft og öðrum, að hlusta á krakka og kvabbið í þeim. Jón litli skildi það mætavel. En hann hafði í hyggju að vanda til orða sinna er á liði. Var staðráðinn í að leggja sig allan fram. Fermingin væri ekki svo fjarska langt undan, og upp úr því hlyti Jólaguðinn að fara að leggja eyrað einnig við bænum hans. Og þá hafði Jónki í hyggju —! Ja, hvað hafði hann eiginlega í hyggju? .... Þegar þar að kæmi skyldi að minnsta kosti ýmislegu verða breytt til hins betra hér í Eyrarsveit. Allt í einu heyrði hann að kallað var á hann framan úr göngunum. Og þar sem hann vissi, hve skepnum er illa við hvers konar óþarfa ónæði, flýtti hann sér að mæta kallaranum. Að það væri engill af Guði sendur var sjálfsagt vonlaust mál? Enda reyndist það vera ein af stúlk- unum. Ætti Jónki að vera fyllilega einlægur, varð hann að játa, að hann hafði raunar kannazt við röddina. Kannski ekki alveg undireins, en mjög fljótlega. Stúlkan var hálfgröm við hann, eða svo lét hún. Fullorðnir finna stundum upp á því að gera sér upp merkilegheit gagnvart börnum og unglingum. Það er ekki allt- af auðgert að vita hvað þeim býr í brjósti. Hvað á það að þýða, að vera að fela sig og láta ekki sjá sig tímunum sam- an? ávítaði vinnukonan hann: En það uppátæki! Að setja sig út til að hræða allt heimilisfólkið. Enginn hafði neina hugmynd um, hvað af þér var orðið, strákurinn þinn, Jónki.......Snáfaztu upp á pall og láttu ekki bíða lengur eftir þér. Húsfreyjuna langar til að kanna, hvað þú kannt af kvöld- og morgunbænum. Hættu þessu rausi, Manga mín — þú vekur kýrnar, þaggaði fjósamaður- inn lágvaxni niður í henni og var skapi næst að leggja lófa sinn á munn henni. Nú er mér nóg boðið, gall Magga við og lét sem sér væri skemmt: Ætli það endi ekki með því, að maður verði að ganga í klaustur til þess að vera þess verðugur, að snerta við þessum dýr- mætu beljum hans? Þetta var nú bara sæmilegt hjá ykkur, krakkar mínir, sagði húsfreyja og sneri sér að Jónka, benti honum að setjast á skemil við fætur sér; bað hann lofa sér að heyra, hvort hann kynni bænirnar sínar. Um leið og Jónki settist niður, sá hann fyrir augum sér mynd af Frels- aranum við fætur hinna skriftlærðu í musterinu. Ósjálfrátt spennti hann greipar. Það var greinilegt, að nú voru jólin komin. Ó, það voru komin jól! .... Hátíðin mikla snart hann sælum svima. Með einlægri eftirvænting mætti hann augnaráði húsfreyju, sem að vísu hafði farið hjá að nefna hann sínu rétta nafni, en líklega mundi að andartaki liðnu fara að kalla hann Nonna. Þetta var gott hjá þér, Nonni minn, var hún vís til að segja og klappa hon- um á kollinn. Hitt fólkið var í því efni vant að fara að dæmi hennar. Engin önnur hátíð jafnast á við bless- uð jólin. Nú loksins var allt orðið eins og það átti að vera. Allir menn góðir og vingjarnlegir, af því að Frelsarinn ein- borinn var kominn hingað í kynnisför. Ósýnilegur að vísu. en varð vart svo um munaði eigi að síður. Byrjaðu, væni minn, sagði húsfreyja: Þú manst þó vonandi faðirvorið þitt? Jónka varð litið á heimabörnin. Þau sátu eins og brúður. Auðséð á þeim, að þau höfðu staðið sig vel. Jónki samfagnaði þeim innra með sér, og hóf fjálglega þulu sína: Faðir minn, þú sem ert á himnum — Hvað segirðu, barn? Húsfreyju varð svo um, að hún missti prjónana úr höndum sér, sem svo einnig sigu niður í kjöltu hennar. Jónki steinþagnaði. Vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Það varð hljótt í baðstofunni. Líkast því, að fólkið héldi niðri í sér andanum, höggdofa. Hvað hafði komið fyrir? Ofurlítið smiltur heyrðist í heimakrökkunum- en þau kingdu því von bráðar. Hugsaðu þig vel um, væni minn — það er með bænirnar sem lífið, að það er upphafið, sem öllu ræður, sagði hús- freyja hnípin og var þungt niðri fyrir. Útlitið var ekki sem bezt, enda þótt hún nefndi hann ekki Jónka. Ef til vill þess vegna áttáði hann sig ekki. en hóf að þylja á ný, vonglaður: Faðir minn, þú, sem ert á himnum — Hann gaut til hennar auga. Gat það verið betra? Lengra komst hann ekki í bænalestr- inum. Hendur húsfreyju voru ekki lengur í iamasessi af undrun og skelfingu — hún rétti honum löðrung, sem sannfærði EINANGRUNAR 20 ára reynsla hérlendis sannar ágæti K«K UTVEGUM IVIEO STUTTUM FYRIRVARA EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F. SÍIVIAR 1-14-00 62 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.