Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Qupperneq 35

Fálkinn - 12.12.1962, Qupperneq 35
farið í jólaleiki. Vín var ekki haft um hönd á okkar heimili né heldur á þeim heimilum sem við heimsóttum. Stund- um var erfitt að komast leiðar sinnar um bæinn, því ef einhversstaðar lagði skafl að hausti og ekki tók upp, var hann þar til vors. Snjór var alls ekki mokaður af götunum. Eins og ég sagði voru það aðallega sjómenn sem bjuggu í hverfinu okkar. Vöruskiptaverzlun var í fullum gangi milli sjómanna og sveitamanna. Sjó- menn verkuðu tros, allskonar fiskmeti sem var saltað, en var oft bezti matur eins og t. d. lúða. Síðan hófst verzl- unin og það var fast verð á þessu. Pabbi keypti til dæmis alltaf sauði og reykti kjötið. Lambakjöt kom ekki inn á okkar heimili, enda var faðir minn kominn úr einu bezta sauðahéraði lands- ins, hann var frá Skógakoti í Þingvalla- sveit. Hann sagði að það væri skamm- arlegt að slátra lömbunum. •—: Hvernig var lýsing í húsunum og upphitun? — Olíulampar voru notaðir til lýs- ingar en til upphitunar var aðallega notaður mór. Hvert heimili tók upp mó og þurrkaði en síðan var honum ekið heim á hestvögnum. Kol var ekki byrj- að að nota að neinu ráði fyrr en eftir 1902. Það var um þetta leyti sem við heima fengum fyrstu kolin. Pabbi hafði forgöngu um að þeir tóku sig nokkrir saman og sömdu við Edinborg um kaup á þrjú hundruð skippundum af kolum (skippund er 160 kg.) og ég man að pabbi keypti sjálfur 20 skippund. Götulýsing var um þetta leyti 30 olíu- lampar með 14 línu brennurum og þeir báru sáralitla birtu. Eftir að gasstöðin kom voru settar upp nokkrar gaslugtir. Þær voru með vökukonum, sem kallað var, það er lítil týra sem logaði alltaf og kveikti á aðalljósinu þegar skrúfað var frá. Sá sem kveikti gekk um með langan krók og opnaði fyrir gasið með honum. Að morgni fór hann aftur á stúfana og slökkti á sama hátt. — Hvernig var vöruverð um alda- mótin miðað við kaup? — Þessi ár sem ég vann í Edinborg, 1903 til 1906, man ég að eitt enskt pund af hollenzku smjörlíki kostaði tveggja tíma vinnu verkamanns. Ann- að í verzlunum var eftir því. Ég man líka eftir vindlum sem feng- ust í Edinborg og voru svo dýrir að það voru aðeins svokallaðir betri borgarar sem keyptu þá. Þeir kostuðu tíu aura og voru ekki til sölu frammi í búðinni. — Hverjar voru skemmtanirnar, þeg- ar frá eru talin jólaboðin? — Við hlökkuðum alltaf til þess þeg- ar Menntaskólapiltar færðu upp sjón- leik og það gerðu þeir á hverjum vetri. Við bræðurnir áttum þá von á að verða boðnir, því næstu nágrannar okkar, Friðrik og Sveinn Hallgrímssynir, voru í skólanum. Slíkir sjónleikir þóttu hin- ir mestu viðburðir og tilbreyting. Svo voru leiksýningar í Breiðfjörðsleikhúsi, sem gárungarnir kölluðu Fjalaköttinn og stundum var leikið í Gúttó. Glímu- félagið Ármann, sem stofnað er af pabba og nokkrum öðrum úr stúkunni Einingunni, hafði líka æfingar í Breið- fjörðsleikhúsi lengi vel. Þeir í Eining- unni voru að ræða það sín á milli hvað hægt væri að gera fyrir unga sjómenn til þess að halda þeim frá óreglunni þann tíma sem engin vinna fékkst og þannig varð Ármann til, upprunninn þarna í stúkunni. Stúlkurnar störfuðu með miklum blóma og þar var oft glatt á hjalla, ræð- ur fluttar, sungið og sýndir sjónleikir. Þá var starfandi Skautafélag og mikið var um skautaferðir og það gekkst t. d. fyrir því að „slá köttinn úr tunnunni“. Menn voru ríðandi og „slóu köttinn“ og einu sinni man ég að það var dauð- ur hrafn í tunnu og að Bertelsen málari varð kattakóngur, eða hvað það nú var, sem þeir kölluðu það. Yfirleitt held ég að menn hafi starfað af mfiri alúð í félögunum í þá daga. Menn voru yfir- leitt ekki nema í einu félagi og unnu því vel. Pólitísk félög þekktust ekki. Ekki er hægt að skilja svo við gaml- ár jólaendurminningar,að gamlárskvöldi sé sleppt. Á gamlárskvöld var ljós 1 hverjum krók og kima, enn þá meira en á sjálfum jólunum. Það gerði huldufólks trúin og það, að álitið var að álfar og huldufók flytti búferlum á gamlárs- kvöld. Þá var farið til kirkju og mikil hátíð er nýtt ár gekk í garð. Og svo liðu jólin og þrettándinn kom og þar með var hátíðin úti og fólk tók upp hin venjulegu störf. En jólin urðu eftir í endurminningunni rétt eins og nú unz aftur var kominn vetur og börnin byrj- uð að hlakka til jólanna á ný, nýrra jóla með ný kerti og spil og kirkjuferð- ir og heimsóknir með súkkulaði og jólabrauði. Og í eðli sínu hafa jólin ekki breytzt, þau sjötíu jól sem ég man. Framh. á bls. 67. FALKINN 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.