Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 40
Aftur birtist Marteinn fremst í ljósi
hugsana hennar. Nei, hugsar hún, ég
þori ekki að hitta hann aftur. Ég get
ekki lengur dulið tilfinningar mínar
fyrir honum. Hann mun veita því eftir-
tekt, og þá er ég glötuð. Þá erum við
bæði glötuð og eigum ekki uppreisnar
von.
Hún verður að fara. Undir eins í dag.
Núna á stundinni. Er ætlunarverki
hennar hér við mylnuna ekki lokið?
Það sem hægt var að gera fyrir föður
hennar, hefur verið gert.
Kristín er skjót að ákveða sig. Hún
sezt við borðið og tekur að rita. Hún
skrifar þrjú sendibréf. Til föður síns.
Til Marteins. Og til Selmu ráðskonu.
Hönd hennar titrar, en penninn þýtur
yfir pappírinn.
Það er komið nær fulldimmu, þegar
hún hefur lokið skriftunum, og Kristín
gengur að glugganum og horfir út.
Henni verður hugsað til móður sinnar
og ferðarinnar til Kölnar, sem nú ligg-
ur fyrir henni. Mamma verður ham-
ingjusöm þegar ég kem, og hún verð-
skuldar þá ánægju, segir Kristín við
sjálfa sig. Hefur móðir hennar ekki fært
óviðjafnanlega fórn? Hún hefur eytt til
þess auð fjár, opnum og fúsum höndum,
að koma í veg fyrir hið svívirðilega
hjónaband hennar og Páls Glomp.
Kristín lokar rækilega bréfunum
þrem. Síðan laumast hún upp á geymslu-
loft, sækir þangað gömlu. stóru ferða-
töskuna og raðar í hana því, sem hún
fær höndum yfir komið.
Þegar hún er að tína saman í myrkr-
inu fátækleg snyrtiáhöld sín, veií hún
ekki fyrri til, en rauða kóralfestin kem-
ur upp í hendur hennar. Hún ætlar þeg-
ar að stinga henni niður í einn hliðar-
vasa ferðatöskunnar, en hikar á miðri
leið. ískaldur hrollur fer um hana. Það
vekur með henni undarlegar kenndir,
að snerta við köldum perlunum, ótta við
yfirvofandi hættu, sem hún getur þó
ekki gert sér grein fyrir. Svo flýtir hún
sér að stinga festinni í vasann.
Matarpeningarnir. Þeir munu duga
til Kölnar. Seinna getur hún sent föð-
ur sínum þá aftur.
Að lokum gerir hún hlé á. Litast um
í herberginu í síðasta sinn. Svo læðist
hún út.
Frammi í anddyrinu hittir hún Hönnu
litlu. — Hvert ert þú að fara, Kristín?
spyr barnið kvíðafullt.
Kristín starir inní brennandi augu
barnsins. Á hún ekki að vera kyr hérna
.... vegna þessa litla barns? Nei, hún
verður að fara, hún verður. Þá heyrir
hún rödd Marteins innan úr stofunni, og
þýtur í skelfingu brott úr húsinu.
Þegar hún er að stíga inní áætlunar-
vagninn til Aschaffenburg, hálfri stundu
síðar. lýstur einni hugsun niður í sál
hennar eins og leiftri: Með sama hætti
hefur önnur kona yfirgefið Ektern-
mylnuna, einu sinni áður. Fyrir tuttugu
árum síðan.
Þá var móðir hennar á flótta frá ó-
þolandi tilveru. Nú er hún sjálf á flótta
frá ástinni.
KLUKKAN níu að morgni næsta dags
kemur Kristín til Kölnar. Kvöldinu áð-
ur hefur hún sent símskeyti, stílað á
heimilisfang móður sinnar, um að hún
komi til járnbrautarstöðvarinnar á til-
teknum tíma.
Hún lætur berast með manngrúanum
eftir brautarpallinum í hægðum sínum,
og gætir þess, að halda föstu taki um
hölduna á ferðatöskunni. Allt í einu
stingur hún snögglega við fótum. Fað-
ir hennar? Nei, það er Alfreð bróðir
hennar sem hún kemur auga á við hinn
enda pallsins.
Hann stendur í fólksstraumnum
miðjum og gætir vandlega kringum sig.
Laglegur piltur, og allir umhverfis gjóta
til hans forvitnis- og aðdáunaraugum.
Hann er hraustlegur og óspilltur á
svip, með ógreiddan brúnan hárlubba.
í framgöngu er hann ófeiminn, en þó
ekki sjálfbyrgingslegur um of. Klædd-
ur er hann stuttjakka úr Ijósbrúnu rú-
skinni og hefur bundið gulan klút
hirðuleysislega um háls sér. Hann er í
brúnum flauelsbuxum og útsaumuðum
skóm með ljósum hrágúmmísólum.
Kristín stefnir í átt til hans og nú
kemur hann líka auga á hana og hleyp-
ur á móti henni.
— Þú heitir Kristín, er það ekki?
Þú ert systir mín?
Hún kinkar kolli.
Axel ber sig til eins og hann ætli að
vefja báðum höndum um háls henni,
en áttar sig svo og réttir henni höndina.
.... En áður en þau vita af, standa þau
í faðmlögum! Hann sveiflar henni í al-
gleymi til hliðar, svo ferðataskan rekst
harkalega í þá sem framhjá fara. Þeir
skamma systkinin .... en þau heyra
ekkert. Hann ýtir henni lítið eitt frá
sér með báðum höndum, og skoðar hana
forvitnislega frá hvirfli til ilja.
— Þú ert alveg stórkostlega falleg.
segir hann ákveðinn í aðdáunarróm.
Hún roðnar ofurlítið, allra snöggvast.
— Þakka þér fyrir, sömuleiðis! svarar
hún svo hressilega.
Hann grípur töskuna af Kristínu og
dregur hana með sér í átt til útgöngu-
hliðsins.
— Hvar er mamma? spyr hún.
Hann gefur henni olnbogaskot. —
Bara ekki að segja: Mamma! mjög hátt.
Sízt af öllu kærir Felix frændi sig um,
að það sé gert. Hann vill langhelzt að
við köllum hana Maríon. Hún getur
líka sem bezt sagt sig tuttugu og sex
ára ennþá! Nýlega, þegar hún söng
Hönnu Glavari í „Kátu ekkjunni“, sagði
Oskí að.......
Felix frændi, Hanna Glavari, Oskí,
.... allt hringsnýst í höfðinu á Krist-
ínu. Ókunn nöfn, annar heimur...........
Alfreð leiðir hana út úr járnbrautar-
stöðinni og inná bifreiðastæði. Þar
stendur opinn silfurgrár Cabrioletbíll.
Hann sveiflar ferðatöskunni sterklega
inní bifreiðina. — Seztu inn, segir hann
hlæjandi og tekur sér sæti við stýrið.
— Hvar er mamma? spyr hún aftur.
— Maríon! leiðréttir hann systur sína.
— Er hún á ferðalagi? Kristín fellir
sig illa við að kalla móður sína skírnar-
nafni.
— Já, hún varð endilega að fara í
gær yfir til Dússeldorf. Einhver nýr
samningur að ég held. Kemur aftur
heim í kvöld.
Hann hefur opnað vagndyrnar og
dregur hana inn á sætið. Litlu seinna
þjóta þau eftir götum borgarinnar. í
átt til heimilis hans.
TÍU mínútum síðar nema þau staðar
á umferðarlausum einkavegi. Hús í
yfirhlöðnum skrautstíl frá tímum Vil-
hjálms keisara stendur langt inni í
skrúðgarði, sem naumast er nógu vel
hirtur.
— Þarna höfum við komið fyrir
íbúðinni okkar, segir Alfreð til skýring-
ar. — Uppi á annari hæð.
Þegar þangpð kemur, hjálpar Alfreð
Kristínu til að losa sig við yfirhöfnina.
— Herbergið þitt er ekki tilbúið enn-
þá, segir hann. — Daska fór nefnilega
með Maríon til Dusseldorf. Já, annars,
Daska er húsálfurinn okkar, var leik-
kona hér fyrrum, en hafði ekki heppn-
Fjórtándi hluti hinnar spennandi framhaldssögu
eftir Hans Ulrich Horster, höfund Gabrielu
36
FALKINN