Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Qupperneq 33

Fálkinn - 12.12.1962, Qupperneq 33
fyrirfram.“ Á stundinni haldið þér ræðustúf um það, að hugmyndin um jólin sé ekki sú ein að fá gjafir, og að jólin eigi að vera alveg einstæð að þessu sinni, og allt í einu verður yður ljóst, að þér hafið fjasað um jólin í að minnsta kosti stundarfjórðung — enda þótt stöð- ugt séu tveir mánuðir til jóla. Það fer kalt vatn milli skinns og hörunds yðar — er brjálæðið í þann veginn að ná tök- urn á yður sjálfum? Þér ljúkið ræð- unni í flýti og haldið áfram að snæða. Maturinn er eins og sag á bragðið. Daginn eftir eruð þér ekki enn orðinn alveg rólegur. Alla leið á skrif- stofuna tautið þér fyrir munni yðar, að þér ætlið hvorki að hugsa eða tala um jól. Sá fyrsti, sem býður yður góð- an daginn á skrifstofunni, er í þann veginn að fá „Gleðileg jól“ sem svar, og þér standið sjálfan yður að verki sitjandi við að teikna jólatré á minnis- blöðin. Á leiðinni heim getið þér næstum séð kaupmennina í felum fyrir innan gluggana með jólakerti og glingur í höndum reiðubúna til að stökkva út í sýningargluggana og hrópa: „Takið eft- ir, ég er jólatré, veiztu ekki, að það eru aðeins 50 dagar til jóla, asninn þinn.“ Það fer þó alls ekki þannig fram, eins og ég sagði rétt áðan, því að þessi heilaþvottur er þrauthugsuð, ró- leg, stöðug pynding, sem læðist yfir yður hægt og bítandi. Fyrsta jólaskraut- ið kemur hálf vandræðalega í ljós í einu gluggahorninu til að minna á hugs- anlega vini erlendis, sem réttast væri að senda jólagjafir nú þegar, þar sem aðeins 45 dagar eru til jóla. Það lítur alveg meinlaust út, en það er það ekki. Verzlunin hefði allt eins vel getað kom- ið fyrir fimmtíu feta neon-jólasveini á þakinu, en þeir eru miklu snjallari; það gerir nefnilega ekkert til, þó að þér sjáið ekki þessa litlu ábendingu. sem felur sig svo vel í glugganum, því að það er alveg áreiðanlegt, að börn- unum að minnsta kosti sést ekki yfir þessa fyrstu áminningu um jólaleyfið, og er um nokkra betri aðferð að ræða til að komast í samband við foreldrana en fyrir milligöngu barna þeirra? Kvöld nokkurt skýtur amman upp koll- inum og talar einslega við frúna um jólagjafirnar... Frá þessu augnabliki að telja koma æ fleiri jólavörur í ljós í gluggunum — ein hrúgast ofan á aðra. Við verðum að fara framhjá gluggunum á hverjum degi til og frá vinnu, svo að þetta skal ekki fara fyrir ofan garð og neðan hjá neinum. Heima eru börnin byrjuð að búa til jóladagatöl, sem liggja og flækj- ast á stöðum, þar sem ekki er unnt að komast hjá að sjá þau. Amma hefur nú alveg gengið af vitinu, og hefur þegar komið fyrir tíu til tólf gjöfum víðs veg- ar um húsið, þar sem skínandi pappír- inn og marglit böndin munu vissulega vekja á sér athygli. „Ágætt,“ segjum við síðan, „börnin fá þá tuttugu — þrátíu gjafir hvert, en þar verður líka látið staðar numið. það meina ég að minnsta kosti,“ en fyrsta lota er töpuð. Þér eruð örmagna og ekki allt of öruggur um úrslit næstu umferðar, sem gerir ráð fyrir að kaupa þurfi gjafir handa öllum í fjölskyldunni og vinahópnum. Þessi sókn hefur þó krafizt ákveðins undirbúnings. Látlir auglýsingabæklingar falla inn um bréfarifuna, auglýsingar í dagblöðum og vikuritum, gluggaskreytingar, smá athugasemdir eins og: „Verið viðbúnir, ef það kæmi óvænt gjöf frá Láru frænku eða Pétri frænda, og kaupið tylft af Óla Lokbrárkjólum okkar handa hinum óvænta gefanda.“ í lok nóvem- ber eruð þér mýkri á manninn, og það setur að yður hroll við þá tilhugsun, að tengdamamma kæmi og eiga þá ekkert til endurgjalds, og hvað gerðist, ef ná- granninn kæmi með gjöf? Það hallar óðfluga undan fæti hjá yður. Fjarskyld- ur ættingi kemur aðvífandi og segir hjartanlega, að honum finnist að full- orðnir ættu ekki að gefa hver öðrum gjafir í ár. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, því að yður hafði ekki eitt augnablik dreymt um að gefa þessum hluta fjölskyldunnar gjafir — hvorki hinum fullorðnu né sjö börnum þeirra, en nú þegar lögð er áherzla á orðið „fullorðnir“ segir það líka, að þeir búist að minnst kosti við gjöfum handa krökkunum. Það er kominn desember, og heila- þvotturinn hefur náð hámarki sínu. Nú má þetta fara sínu fram, eins og vill — þér eruð viðbúnir hinu versta. Jafn- vel mynd í tímariti af sportbíl á hálfa milljón við hliðina á jólatré og skýring- artextinn; „Komið konu yðar á óvart um jólin,“ kemur yður til að brjóta heilann um, hvort þér séuð virkilega nógu aumir til að svíkja konu yðar um Fram. á bls. 48. FÁLKINN 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.