Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 20

Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 20
Jón hét hann. Jónki var hann kallaS- ur, Nonni ekki nema á jólunum og stöku sinnum á öðrum stórhátíðum. En hann langaði til að mega heita Nonni hversdagslega. Það var eins og allt breyttist til hins betra, einnig sjálfur hann, væri hann kallaður því nafni. Og nú mátti heita, að jólin blessuð hefðu haldið innreið sína. Þorláks- messudagur þegar runninn, og Jónki litli eirðarlaus. Beið þess í ofvæni, að einhver yrði fyrstur til að ávarpa hann óskaheitinu. Það var venjulega byrjað á því skömmu fyrir helgina, að láta hann njóta sannnefnis. Aðeins einu sinni hafði hann verið kallaður Nonni kvöldið fyrir . Þorláksmessu. Hins vegar minntist hann þess ekki, að það hefði dregizt lengur en dálítið fram eftir þeim degi. Strax um morguninn hafði hann rog- azt inn með vatn í fjóstunnuna, ætlaði að fylla hana betur síðar. Var búinn að moka flórinn. Hafði séð um að nóg væri af taði og mó í eldhúsinu. Og var nú að sælast eftir að verða á vegi hús- freyju. Það var oftast hún, sem réði því hve- nær nafnbreytingin gekk í gildi. Svo ákafur var hann að elta hana á röndum, að hann var nærri því orðinn fyrir henni. Lá við sjálft, að hún hnyti um vikadrenginn verkdrjúga. En þá snerist í henni, sem von var. Hvað þá það að þýða. að vera að þvælast eins og hvolpur fyrir fótunum á manni — þú þarna Jónki, ruddi hún úr sér. Um leið og hún hafði bjargað skálinni, sem hún hélt á, og stóð stinnum fótum, sá hún sig um hönd, að hafa hastað á stráklinginn á helgum degi og bætti úr því með því að fleygja í hann kleinu, sem hafði orðið útundan í bakstri: Hérna er handa þér, Jónki minn. Gáðu betur að þér næst. Það væri laglegt, ég segi ekki meira, yrðir þú þess valdur, að hún húsmóðir þín hálsbrotnaði á sjálfa Þorláksmessu. Heimabörnin, sem Jón svo kallaði með sjálfum sér, voru nálæg, en varð aldrei á að flækjast fyrir móður sinni. Að minnsta kosti hlutu þau engar ákúrur. Klunnaháttur Jónka varð þeim held- ur en ekki hlátursefni. Það var svo fyndið að líkja honum við hvolp. Síðan tóku þau að flissa að fuminu, SMÁSAGA EFTIR GUNNAR GUNNARSSON sem á hann kom, og hvað hann varð blóðrauður í smettinu, fjósagosinn. Að vonum fékk það heldur en ekki á léttadrenginn, að sjá fram á, að hann mundi ekki verða kallaður Nonni á þessu kvöldi. Hver veit nema jólin liðu svo á enda að nafnbreytingin kæmi ekki til fram- kvæmda? Þess vegna heltist hann úr lestinni, varð eftir í dimmum göngunum, er móð- irin með barnahópinn á hælum sér ark- aði áfram inn í baðstofuna, en þar var heimafólkið saman komið. Einnig um kvöldið hinkraði piltur- inn við í framhúsunum. Myrkrið var ekki þögult sem ella. Hann heyrði greinilega þyt, sem hann taldi stafa af hátíðinni framundan. Hún nálgaðist óðum. Gátur myrkursins væri kannski hægt að leysa með því að loka ekki augun- um, heldur góna beint í glyrnurnar á því. Þetta gerði Jón litli — þó nokkra stund. Er honum tóku að birtast glær- ingar og galdrahúmið að loga, rann honum kalt vatn milli skinns og hör- unds. Það var sem hársvörðurinn losn- aði af höfuðkúpunni. Hann vissi ekki annað ráð en bjarga sér fram í fjósið til kúnna. Honum hefði ekki orðið skotaskuld úr því að ramba á eldspýtustokkinn, sem geymdur var að stoðarbaki, þeirrar, sem kolan var látin hanga á meðan stúlkurnar mjöltuðu. En hann lét það eiga sig. Fann sér hrip að tylla sér á. Kunni fullt eins vel við sig í myrkrinu, ef hann aðeins vissi af lifandi skepnum í nánd við sig. Því ef nú einhver kæmi, og hann hefði ekki á reiðum höndum neina sennilega skýringu á því. hvers vegna hann væri að eyða ljósmeti að þarf- lausu — þá mundi óhætt um þáð, að hann yrði ekki kallaður Nonni á þess- um jólum. Og ef til vill aldrei framar. Kýrnar höfðu hætt að jórtra, lágu grafkyrrar, er þær heyrðu að gengið var um fjóshurðina. Úr því að ekki var kveikt, rumdi í þeim lítilsháttar. Annars létu þær sér á sama standa og tóku til við sína iðju. Enda hafði þruskið sannað þeim, að þetta var bara hann Jónki. Þær ættu svo sem að kannast við hann. Kálfsi einn vildi fá almennilega skýr- ingu á, hvað um væri að vera, og gerð- ist svo djarfur, úr því enginn annar reið á vaðið, að baula og stappa fæti. Jónki sá sér ekki annað fært en láta undan, tylla sér við hliðina á honum í básinn, lofa honum að sjúga á sér fing- urna. Annars mundi fjósið komast í uppnám áður varði, og það gæti komið fram á kvöldmjólkinni. Kálfsi greyið var furðu fljótur að átta sig á því, að hér var ekkert sérstakt um að vera, og þar sem hann var syfj- aður hætti hann brátt að sjúga og seig á hann blundur, með hausinn í kjöltu flórmokarans. Þarna í röku, volgu fjósloftinu leið Jónka eiginlega ekki sem verst. þótt honum að vísu væri ekki nógu rótt inn- anbrjósts, til þess að liann gæti hallað höfði að bálkinum og blundað andar- tak. Hann hefði svo sem þegið það. En það var svo margt, sem hann þurfti að brjóta heilann um, þá sjaldan tími vannst til. Hann átti sér móður; hann sem önnur börn. Hún hét Sigga. Hann heyrði hana aldrei kallaða annað. Hún átti heima á bæ austur með fjallinu, ekki sérlega langt í burtu, að hann hélt. Það leið aldrei svo sumar, að hún liti ekki inn og heilsaði upp á hann, oftast á sunnudegi, og stæði við þá nokkra stund. Þann dag átti hann með sig sjálfur, þurfti engum störfum að gegna. Fyrstu árin, sem hann mundi eftir sér, höfðu þau farið í skemmtigöngu. Það hafði verið ósköp ánægjulegt. Með sjálfum sér var hann vanur að þrástagast á nafni móður sinnar flesta aðra ársins daga: Sigga, hafði hann upp fyrir sér enda- laust: Sigga. Það var ótrúlegt, að hann ætti móður. En um það varð ekki villzt. Annarra barna mæður hétu öðrum nöfnum. Kannski hét hún þegar til kom Sigríð- ur? En hvað um það. Hann átti hana ó- skipta og var einn um hana. Hann mundi glöggt daginn, sem þau sátu undir klettinum hérna uppi í brekkunni. Það var í fyrsta skiptið, sem hún kom. Þau höfðu setið hlið við hlið og horft út yfir sumarlandið. Það var eiginlega allt og sumt. Annað eins sólskin er sjaldgæft. Ef það á annað borð er til. Samt hafði hún setið og grátið. Hann hafði hallað sér upp að henni. Það var mikill sæludagur. Hvað gerði það til, að hún grét! Annars skildi hann ekki nema sumt af því, sem hún sagði við hann. Hún hafði sagt: 16 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.