Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 24

Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 24
Þau sitja þarna í þakherberginu hans Lása. Þið munið kannski hann Lása Mar- teinsson, þann þrítuga, sem nú er orð- inn 33 og er 188 sentimetrar á hæð og með jafn skörp og vinaleg, blá augu og í gamla daga. Þar er Einar Ring, vin- ur hans, og svo hún Marta, gæzkan. Það er eins og ylur gamalla daga sé yfir samkvæminu, þau hafa fengið vel að borða — svolítið í staupinu líka. Það er ekki sagt að það hafi verið mikið, en það var gott! Skapið var vingjarnlegt en ekki hjartanlegt. — Við eru dálítið vonsvikin útaf þér, Lási, segir Marta. Ég veit að þú misstir húsnæði þitt, og ég veit líka að stelp- urnar hanga — eða réttara sagt héngu — eins og slifsi utan um hálsinn á þér — en að þú, einmitt þú, skyldir ekki láta meira að þér kveða í lokaviður- eigninni og baráttunni, það urðu okkur vonbrigði. Líttu á hann Einar, Lási — líttu á hann! Hann var í heimavarnar- liðinu og handlék vélpístóluna sína eins og þú handleikur kokkteilhristinn. Og þá er ekki lítið sagt! — Það geta ekki allir verið heima- varnarliðsmenn, Marta, segir Lási. Ég hef dbara verið venjulegur þjóðhollur Norðmaður. — Þú ert dálítið frek, Marta, segir Einar. Þú hlýtur að skilja að Lási hef- ur verið með okkur af heilum hug á hernámsárunum, þó að hann hafi ekki beinlínis verið í heimavarnarliðinu. Það er rétt, sem hann segir, að ekki gátu allir verið þar! — Einar er hæverskur og finnst hann geta staðið sig við að taka upp vörn fyrir Lása. Hann hefur sjálfur hand- leikið 50 skota vélpístólu, af enskum uppruna. — Verið með og verið með! Orð Mörtu smella eins og skot. — Kallar þú það að vera með að liggja í kofa uppi í Austurdal — stóra vistlega kofanum, þar sem Lási teygir lata skankana og hámar í sig smjör og flesk og ost og. .... — Það var lítið um rjóma, Marta mín, tekur Lási fram í. — Fylgdistu með þarna uppfrá? spyr Einar — hann er ekki eins viss í sinni sök og Marta. — Fékkstu leyniblöð? — Ég kom við og við til Ósló, svaraði Lási. — Þið höfðuð góða prentvél þar, svo að við fengum dálítið í fréttum, við þeir afskekktu. Annars voru einstöku menn í Austurdalnum, sem gátu hlust- að á útvarp, og þeir voru ekkert sárir á að segja öðrum fréttirnar. Ég vissi það sem ég þurfti að vita, að minnsta kosti. En mér finnst ekki taka því að tala um þetta núna, stríðinu er lokið — og allir hafa tekið þátt í því, eftir mínum skilningi. Þessi sami skilning- ur olli því að margir urðu að steinum í þeim múr, sem veitti nýskipuninni viðnám. Er það ekki? Er það ekki, Marta? — Jú, en þá hafa steinarnir verið misstórir — og þú hefur sennilega ekki verið nema salli eða uppfylling á milli steinanna — þeirra stóru. Jafnvel ég, píslin, hjálpaði þó til að dreifa blöðun- um, og stundum vann ég að prentun óleyfilegu blaðanna, og að öðru leyti höfum við hjálpað til með bögglasend- ingar til fanganna, falið ofsótt fólk og margt annað........ Einar hefur til dæmis auk heimavarnarstarfsins setið í fangelsinu á Gríni.....Já sem gísl, af því að bróðir hans strauk. Nú eru augun í Lása orðin talsvert hvassari, en reiður er hann ekki. Hann horfir á þau á víxl, og er auðsjáanlega að hugsa um hvort hann eigi að leysa frá,skjóðunni. Og það verður ofan á, að hann telur rétt að segja eitthvað. En fyrst — skál, bæði tvö! — Er það ekki gott, Marta, að ein- hver skuli vera til, sem ekki hefur gleymt að blanda glas, því að þessi sopi er alls ekki afleitur! Hann Einar hefur til dæmis fyrir löngu misst vélpístóluna sína — en ég kann ennþá að hrista kokkteil og á brúsann enn. Vonandi verður langt þangað til að ég verð svo óstyrkur í höndunum að ég geti ekki hrist. Annars gengur blöndunin enn betur ef ég er svolítið skjálfhentur. En skjálfhentur maður skýtur illa, eins og við sögðum á heræfingunum. Annars langar mig til að segja nokkur orð við ykkur, og hlustið þið nú vel á. Þið. og sérstaklega þú, Marta, virðist vera á- kaflega ánægð með ykkur sjálf, og þessi „afrek“, sem eftir ykkur liggja. En getum við ekki verið sammála um að „afrekin“ — það er að segja jákvæða eða neikvæða andstaðan sé hið eina eðlilega, eigi og hljóti að vera það eðli- lega, en það óeðlilega sé að vera lánd- ráðamaður. Eigum við ekki að vera sammála um það? — Vitanlega! Þau eru bæði á sama máli og Lási, þó að Marta fari að segja: e — en. Hún kemst ekki lengra, því að Lási heldur áfram: — Eigum við ekki líka að vera sam- mála um, að það sé engin dáð að vera handtekinn, eða það að sitja inni á Gríni, Victoria Terrasse eða á Möllergaten — heldur verknaðurinn, sem veldur því að maðurinn er handtekinn. Þess vegna er það að ég segi pass þegar þú ferð að dyna um það, að Einar hefur setið 11 mánuði á Gríni, af því að hann Knútur bróðir hans varð að strjúka. Þá finnst mér meira vert um afrek norsku stúlknanna, mæðranna, húsmæðranna, unnustanna og systranna þeirra, sem sátu inni — þeirra, sem hafa borið höf- uðið hátt og verið beinar í baki. Þið hugsið að mínu áliti allt of mik- ið um hvað þið sjálf og þessi eða þessi hefur „gert“ — mér verður óglatt af því. Munið hvað ég hef sagt: Það eðli- lega er að vera með, það óeðlilega er að vera á móti! — Síðustu orðin voru dálítið hvöss, en bara dálítið. Hann réttir höndina eftir glasinu aftur. Það er vant að þýða að honum sé alvara með það sem hann segir áður en hann tekur glasið. — Jú, ætli ekki! segir Marta og snýr dálítið upp á sig. — Þetta hæfir þér vel, og þú getur úr flokki talað, sem hefur legið á meltunni uppi í Austur- dal með hrúgur af mat 1 kringum þig, smjör, flesk og ost. . . . — Og svolítið af rjóma, þó að ekki væri það nú mikið, segir Lási. — Það var erfitt að ná í meira en tvo pela á dag. En það er nú samt betra en ekk- ert. — Jæja, jæja, segir Marta, — við er- um nú ekki komin hingað til að rífast, en hafir þú tekið þátt í einhverjum Fyrir jólin í fyrra kom út bók, sem mörgum var kærkomin. Hún nefndist „Við opinn glugga“ og var þar saman komið flest bað, sem Steinn Steinarr skrifaði í óbundnu máli. Smásagan „Góð samvizka“ birtist í Fálkanum árið 1946 og er ekki með í áðurnefndri bók. Smásaga eftir Stein Steinarr FÁLKINN 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.