Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 41

Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 41
ina með sér. Annars kynnist þú henni nú. Salurinn er draumaheimur í grænum lit. í honum er stór flygill úr hnotviði, djúpir hægindastólar, legubekkir og léttir stólar, nótnastæði í íburðarmikl- um fornstíl, silkiklæði og þung glugga- tjöld. Á borði stendur silfurkanna og dýrir postulínsbollar. Talsverð óreiða er hér inni. Nótna- blöð og hefti eru um allt, á flyglinum og gólfábreiðunni, gluggakistu og hæg- indastólum. — Ég sat og var að semja fram á miðja nótt, segir Alfreð til skýringar og sópar saman nótnablöðunum með hröðum handtökum. Alfreð lagar kaffi og ber það fram í stofunni. Hann gerir allt í senn, talar, hlær, drekkur kaffi, borðar kökur, reykir og heldur áfram að tala, drekk- ur meira kaffi og borðar fleiri kökur. Allt þetta gerir hann af eirðarlausri, smitandi kátínu, svo Kristín ætlar naumast að ná andanum. — Þú ert svo þreytuleg, Kristín, segir hann eftir að þau hafa drukkið kaffið, og teygir sig eftir símatólinu. — Leggstu nú útaf og hvíldu þið svolitla stund. Kristín kinkar kolli. Hún situr og lætur líða úr sér í einum þessara stóru hægindastóla, og henni finnst öll þessi virðulegu salarkynni svo ósegjanlega framandi. Frammi undir einum dyrum salarins stendur gamla og slitna ferða- taskan hans föður hennar. Og skyndi- lega brýzt einkennileg samlíking fram í huga hennar: Þau eru áþekk, hún og þessi ferðataska. Þær eru báðar hvers- dagslegir hlutir, sem ekki eiga heima í þessu umhverfi, þessari draumfögru veröld móður hennar. Alfreð á nokkur kát og kersknileg samtöl við einhverja kunningja sína. Svo kveikir hann í öðrum vindlingi, grípur eina köku enn af fatinu á borð- inu og gengur síðan til dyra. — Hallaðu þér nú útaf og hvíldu þig, segir hann aftur og brosir vingjarnlega til hennar. — Ég verð hvort sem er að heiman megnið af deginum. Það er stúlka, sem ég þarf að finna. Hann dregur annað augað í pung og heldur áfram útí anddyrið. Skömmu síðar kemur hann aftur inn og kveður hana með kossi. — Ég kem svo heim og sé um eitthvað handa þér að borða. Só long! Kristín hallar sér aftur á bak í rúm- góðan hægindastólinn og heyrir að úti- dyrunum er skellt aftur. Hún berst árangurslaust við að halda sér vakandi, en þreytan yfirbugar hana og bráðlega svífur hún inní svefninn. ÞAÐ er komið undir kvöld, þegar Kristín vaknar aftur. Húmið er að hníga yfir bæinn. Hún er einsömul í íbúðinni, því Alfreð er ekki kominn heim ennþá. Hún stendur upp úr stólnum, finnur Ijósarofann, kveikir og gengur hikandi um hinar rúmgóðu og ríkmannlegu stofur, sem nú eru mannlausar. Frammi í eldhúsinu finnur hún nokk- uð af óþvegnum matarílátum, og tekur að þvo upp. Það gjálfrar í vatninu og glamrar í borðbúnaði .... alkunn og heimaleg hljóð. Og þeirra vegna fer hún að kunna betur við sig hérna. Hálfri stundu síðar er eldhúsið orð- ið tandurhreint. Kristín er á leið inní stofuna aftur, þegar dyrabjöllunni er hringt. Henni bregður ónotalega við og finnst sem ískaldur straumur stígi frá fótunum upp allan líkama hennar. Það getur ekki verið Alfreð, sem ef að hringja. Og ekki getur það heldur verið móðir hennar. Auðvitað hafa þau bæði lykil að íbúðinni sjálf. Tvær, þrjár mínútur líða! Þá er hringt aftur, og nú er hringingin óþolin- móðleg og skipandi. Þá herðir Kristín upp hugann, eins og hún getur. Læðist á tánum fram að ganghui'ðinni. Hún hlustar. Maðurinn utan við hurðina er nú mjög nærri henni. Hún heyrir öran og heiftugan andardrátt úti fyrir dyrunum. Hana langar til að spyrja, hver aðkomumaður sé, En hún er svo þur í kverkunum, að hún kem- ur ekki upp nokkru orði. Loks heyrist ræsking þar úti fyrir .... og gengið niður stigaþrepin þung- um skrefum. Þegar Kristín heyrir útidyrunum skellt aftur, þýtur hún inní stofuna. Slekkur ljósið og læðist út að gluggan- um. Svo gægist hún með eftirvæntingu niður í garðinn. Hún sér manninn ekki vel, þar sem hann gengur niður stíginn. Eins og tröllaukið næturfiðrildi. Nú hverfur hann milli trjánna, kemur aftur í ljós og nálgast nú garðshliðið. Þar stendur hann kyrr úti á götunni. Þögull vörð- ur og draugalegur. Kristín stendur sem steini lostin. Nei, nei, æpir hún með sjálfri sér, þögl- um rómi. Nú tekur þessi skuggi að ganga um fyrir utan hliðið. Stundum er hann skýr og ber greinilega við götuljósið, öðru sinni sést aðeins móta fyrir hon- um í myrkrinu. Tuttugu skref áfram, tuttugu skref til baka. Eirðarlaus ganga aftur og fram í myrkrinu. Kristín er fyrir löngu búin að þekkja manninn þarna niðri. Þetta er faðir hennar! Hún þorir ekki að hreyfa sig. Hún veit til hvers hann er hingað kominn; Hann ætlar að sækja hana og fara með hana heim! Og þau geta komið á hverri stundu, móðir hennar og Al- freð. Framh. í næsta blaði. FÁLKINN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.