Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Qupperneq 7

Fálkinn - 15.05.1963, Qupperneq 7
ar eru vön að vera. Og þar sem þetta er skemmtilegt bréf þá ætlum við að birta það enda þótt bréfritari hafi beð- ið okkur að gera það ekki. Kæra pósthólf! Þú hefur hjálpað svo mörg- um. Gætirðu nú ekki hjálpað mér? Og komið þessari mynd á framfæri í einhverju góðu blaði. Sem fyrst. (P. S., ekki birta bréfið). Þórarinn Jón Magnússon 11 ára Hafnarfirði. Og bréfinu fylgdi þessi mynd. Rex Gildon og Cliff Richard. Kæri Fálki! Ég' hef ánægju af að lesa þig og ég tala nú ekki um síðan nýja framhaldssagan byrjaði. Hún er fyrirtak. Mig langar til að biðja þig um að birta fyrir mig heimilisföng: Rex Gildon og Cliff Richard, ef þú mögulega getur komið því við. Ég ber mikla virð- ingu fyrir þessum mönnum sem ég skrifa um að ofan. Ég er því sólgin í heimilisföng þeirra eins og gefur að skilja því þeir eru myndarlegir og duglegir að koma sér áfram. Svo þakka ég þér. Ein verulega hrifin. Svar: Heiviilisföngin eru þessi: Bex Gildon, Gloria Film Verleili, 5 Karlsplatz, Munchen 2, Deutsch- land. Cliff Richard, Brittania Film Distributors Ltd., 10 Green Street, London Wl. Viö vonum aö þessar upplýsingar nœgi þér til aö komast í bréfasamband viö þessa ágætu menn. Leiðrétting. Sveinn Benediktsson hefur komið að máli við blaðið. Tjáði hann okkur, að hús það við Skólavörðustíg, sem talað er um í greininni Hús skáld- anna og kallað Tobbukot, hafi aldrei verið kallað því nafni, heldur alltaf nefnt hús Þorbjargar Sveinsdóttur. Hafi fyrrnefnt uppnefni að- eins komið fram í Alþingis- rímum, en ekki festst við húsið. Um þéringar. Háttvirta blað! Ég hef í vetur og vor fylgst með umræðum sem fram hafa farið í blaðinu (Pósthólfinu) um þéringar. Fátt hefur þar komið fram merkilegt og ekkert sem talizt getur veru- lega snjallt. Nú megið þið ekki halda að ég sé að skrifa ykkur þetta bréf til að koma með það snjalla. Það er mis- skilningur. Ég skil bara ekki í því fólki sem getur látið sér detta í hug að fella niður þér- ingarnar. Þær eru svo nauð- synlegar oft og mörgum sinn- um að mér finnst óþarfi að ræða um í fullri alvöru að leggja þær niður. Á rudda- mennska að vaða hér uppi og á að bera almenna kurteisi fyrir borð? Ég spyr bara svona. Hver eru rök þeirra sem vilja fella niður þéring- arnar? Það væri fróðlegt að sjá þau en ekki eitthvert ofstæki. Svo ráðið þið alveg hvort þið birtið þetta bréf eða ekki. Þið getið hent því í bréfa- körfuna. Þau eru víst ekki fá bréfin sem lenda þar. U. R. Og EIvis Presley. Kæri Fálki!! Mig langar til að biðja þig að hjálpa mér. Getur þú ekki frætt mig um heimilisfang Elvis Presley Helzt heima hjá honum, ég á við það sem kallað er lögheimili. En ef það er ekki hægt, þá bara hjá kvikmyndafirmanu sem hann vinnur hjá, eða einhvers stað- ar annars staðar. Svo þakka ég kærlega fyrir. Inga. Svar: Því miöur höfum viö ekki lögheimili Elvis en viö höfum hins vegar kvikmyndafirmaö sem hann vinnur hjá. Samkvœmt því er utanáskriftin: Elvis Pres- ley Paramount Studios, 51^2 Marathon Street, Hollywood, California, V. S. A. ÞETTA ER BORÐSTOFUSETT HINNA VANDLÁTU a ' "M 1 .'•'' •;•. jjjfi U^ggggJ Æ ■ TEIKNAÐ AF SIGVALDA THORDAR- SON FRAMLEITT AF HELGA EINARSSYNI * GLÆSILEG- ASTAOG YANDAÐ- ASTA SETT SEM NÚ ER A MARKAÐNUM HÍBVLAPRVÐI HALLARMÚLA SÍMI 38177 fXlkinm 7

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.