Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 15
lézt um þingtímann 2. ágúst 1899. Hann
sat alls á þingi 32 ár, og átti lengi met
í þingsetu, og var því ekki hnekkt fyrr
en fyrir nokkrum árum.
Benedikt var mikill málafylgjumað-
ur og einn mælskasti maður um alla
sögu. Hann var skörungur um flesta
hluti, mikill atkvæðamaður á alþingi
og óvæginn við andstæðinga. Benedikt
Sveinsson varð arftaki Jóns Sigurðsson-
ar í sj álfstæðisbaráttunni og sannur
leiðtogi þess hluta þjóðarinnar sem
lengst vildi halda um kröfurnar á hend-
ur Dönum. En þess verður að gæta,
þegar þessir mikilhæfu foringjar eru
bornir saman, að á árunum eftir miðjan
níunda tug síðustu aldar, var meira af
menntuðum og mikilhæfum mönnum á
alþingi, en nokkurn tíma fyrr.
Veturinn 1880—81 er einhver sá harð-
asti vetur 19. aldarinnar. Frosthörkur
voru afskaplegar og búpeningur féll
víða um sveitir. Landið var illa búið
undir harðindi, verzlun var í hinum
mesta ólestri og atvinnutæki frumstæð,
jafnt til sveita og sjávar. Framsýnustu
menn landsins sáu, að til þess að þjóðin
ætti að geta lifað sómasamlega í land-
inu og standast straumköst komandi
tíma, yrði að spyrna við fótum, og hefja
nýja sókn til framfara og frelsis. Fólk
hafði síðustu árin flúið land, auðsjáan-
legt var, að harðindin myndu stórlega
auka fólksflóttann til Vesturheims.
Vesturheimsfaraagentarnir létu heldur
ekki á sér standa, að brýna fyrir fólki,
að tilgangslaust væri að búast við betri
afkomu á íslandi. En hins vegar væru
næg tækifæri til góðrar lífsafkomu í
nýja heiminum. Enda varð þróunin sú
næstu árin, að fólkið flutti í stórhópum
til Ameríku. Talið er að árið 1887 hafi
um 2000 manns flúið til Vesturheims.
Framsýnustu menn landsins sáu, að
hér yrði að hefja nýjan áróður. Þjóðin
yrði að öðlast að nýju trú á sjálfa sig
og landið. Til þess var kjörið ráð, að
efla sjálftæðisbaráttuna og nota fjár-
ráðavald alþingis til þess að hvetja
þjóðina til framfara og sóknar. Þessi
leið var farin undir forustu mikilhæfra
forustumanna og leiddi til mikilla tíð-
inda og góðra, þegar stundir liðu.
Benedikt Sveinsson skildi þarfir þjóð-
arinnar vel í þessum efnum. Hann var
hatramur andstæðingur dönsku stjórnar-
innar og átti henni grátt að gjalda.
Hann var sýslumaður í einu harðbýl-
asta héraði landsins. Hann var einnig
vitandi þess, að fólkið í sýslu hans var
að vakna. Þar voru í nánd veðrabrigði
í hagrænum efnum, sem efldu trú þess
á landið og möguleika framtíðarinnar,
þrátt fyrir harðindi og afskiptaleysi
hinna hálfdönsku embættismanna. Jón
Sigurðsson alþingismaður á Gautlönd-
um, var hvatamaður að miklum átök-
um í félagsmálum Þingeyinga. Hann
var samherji Benedikts og mikill vinur.
Nýkjörið alþing kom saman 1. júlí
1881 í nýbýggðu húsi við Austurvöll i
Reykjavík. Þrátt fyrir harðindi í landi
og erfiðleika margs konar í efnahagslífi
þjóðarinnar, var vor í lofti. Á þessu
alþingi kom fram frumvarp, sem átti
eftir að marka stefnuna í sjálfstæðis-
málinu næsta ársfjórðunginn. Annmark-
ar „frelsisskrárinnar“ voru orðnir aug-
ljósir. Það var því upprunnin stundin
til þess að knýja á endurskoðun, sem
alþingismenn höfðu raunverulega boð-
að í bænarskrá til konungs á fyrsta
þinginu eftir gildistöku hennar.
Á alþingi sumarið 1881 bar Bene-
dikt Sveinsson fram frumvarp til endur-
skoðunar á stjórnarskránni. Frumvarp-
ið dagaði uppi eftir talsverðar umræð-
ur. Landshöfðinginn, Hilmar Finsen,
reyndi að þegja frumvarpið í hel og tók
ekki þátt í umræðum um það. Árið
1883 bar svo Benedikt frumvarpið fram
að nýju. En það fór á sömu leið. Þá
voru orðin landshöfðingjaskipti, en
hinn nýi landshöfðingi, Bergur Thor-
berg fór að dæmi forvera síns og tók
ekki þátt í umræðum um frumvarpið.
En brátt átti það frumvarp eftir að
verða hreyfiaflið í stjórnmálum lands-
ins, þó það hlyti ekki afgreiðslu að
þessu sinni.
Eins og þegar var sagt, voru þeir
Framh. á bls. 28.
FÁLKINN 15