Fálkinn - 15.05.1963, Side 23
kæmi til Grikklands, en það yrði smám
saman ákveðið að eyða kunningsskap
okkar.
Klukkan tíu var ég reiðubúin að
fara. Andlit mitt var raunar ekki eins
vel útlítandi og ég hefði óskað eftir, en
við því varð ekkert gert.
Þegar Alexis kom, talaði ég við hann
fjörlega og glaðlega, En án þess að
horfa á hann. Á leiðinni út á flugvöll
töluðum við um París. Hann elskaði
hana jafnvel enn meir en ég gerði og
var að segja mér frá dýrlegum sumar-
leyfum, sem hann hafði eytt þar. Hann
nefndi vini og ég bældi með hörku
niður afbi-ýðisemina, sem það bakaði
mér, að hugsa til þess, að sumir þessara
vina voru kvenkyns. Hann tók ekki
eftir breytingunni, sem varð á mér, og
ég tók þetta sem sönnun fyrir tilfinn-
ingaleysi hans. Ég vissi að Thanson,
þegar hann var ekki önnum kafinn við
skip sín, myndi taka eftir minnstu
breytingu á skapi mínu og hátterni.
í vélinni teygðum við okkur og nut-
um kampavínsins. Ég byrjaði að horfa
á Alexis útundan mér og stóð hann
tvisvar að því að gera slíkt hið sama.
Hann brosti dálítið vandræðalega og
mér varð hugsað til þess, að það væri
sorglegt að hann skyldi vera stjúpsonur
minn. Þegar allt kom til alls, hafði
það þekkzt, að giftar konur tækju sér
elskhuga án alvarlegra afleiðinga. Ef
hann væri ekki sonur Thanosar ...
Alexis var mjög skrafhreifinn og ég
man að ég var að velta því fyrir mér,
hvort þetta væri ekki vottur tauga-
óstyrks hjá honum. En auðvitað getur
það hafa átt rót sína að rekja til
væntanlegs samtals við Thanos.
FALKINN 23
Þessa nótt gat ég ekki sofið. Hið
hljóðláta bólstraða fangelsi mitt var
fullt af draugum. Ég bylti mér á báðar
hliðar, faldi andlit mitt í koddanum í
þeirri von að kæfa hinar þöglu raddir.
Það virtist svo sem allt sem ég hafði
heyrt, sérhver mannleg rödd, sérhver
tónn hljómlistar, væri umhverfis mig.
Ég heyrði samræður, sem áttu sér stað
tuttugu árum áður — ráðrík rödd móð-
ur minnar, sem hrópaði: „Phaedra
komdu hingað strax,“ og Ariadne stynj-
andi af sársauka, þegar hún hafði hlust-
arverk. Ég heyrði hinn svissneska elsk-
huga minn segja, að alparnir væru axlir
Guðs, og ég sagði honum að ég myndi
koma aftur til að gráta við þær. Than-
os var þarna líka og ekki auðmjúkur
frekar en venjulega.
Og Anna. Anna var þarna allan
tímann, og loks þegar ég hélt, að ég
væri að sofna heyrði ég rödd hennar
hvísla aðvaranir, sem gerðu það að
verkum, að ég missti alla von. Ég stóð
á fætur og kveikti í sígarettu — siður
sem ég fyrirlít hjá öðrum — og gekk
um herbergið nokkra stund, reyndi að
hugsa um kjólana, sem ég ætlaði að
kaupa í París. En um leið og ég slökkti
ljósið komu þau öll aftur — heilar
hjarðir fólks, raddir sem ég hafði
gleymt, lög sem ég gat ekki haft yfir.
Er morguninn rann upp, var ég ekki
aðeins örmagna, heldur voru tilfinning-
arnar þurrkaðar burt eins og ég hefði
háð allar orrustur lífs míns á einni
stuttri nóttu. Þegar ég sá hið föla og
þrútna andlit mitt í speglinum, fór
ég að gráta. Ég vogaði ekki að láta
Alexis sjá mig svona útlítandi, og hætti
að snökta í langan tíma.
Það var mollulegur grár dagur í
London og dapurleiki hans virtist hafa
brotizt inn í hjarta mitt.
Smám saman náði ég mér. Um níu-
leytið var ég nú aftur orðin húsmóðir
á mínu heimili. Ég var ákveðin að bæla
niður ástríður síðastliðinnar nætur,
hvað sem það kostaði. Ég myndi benda
sjálfri mér á æsku Alexis og skapgerð-
arveikleika. Ég myndi leika hlutverk
hinnar vingjarnlegu og nokkuð ljúfu
stjúpmóður, alúðlegrar og unglegrar, en
þó meðvitandi um stöðu mína. Prestar
sögðu, að bæðir þú eins og þú værir
trúuð, myndi trúin koma til þín. Jæja,
kannski, ef ég léki hlutverk mitt nógu
lengi, myndi þetta verða mér eðlilegt.
En umfram allt mátti ég ekki sýna
Alexis það, að ég væri áfjáð í að hann
3
Á Orlyvellinum tók á móti okkur
snotur og lotningarfull ung kona, sem
spurði, hvort við værum herra og frú
Kyrilis. Hún var starfsmaður við skipa-
félag Thanosar, en hafði bersýnilega
aldrei séð hann, því að hún starði á
Alexis undrandi og hrifin á svip, undr-
andi yfir æsku hans. En í okkar augum
voru „spurningar hennar skemmtilegar
og hvorugt okkar gerði tilraun til að
fræða hana. Hin ósýnilega hönd Thanos-
ar var hér að verki, og hún leiddi
okkur að bíl með höfðinglegum bíl-
stjóra. Allt þetta virtist skemmta Alexis
og hann tók upp sama leikinn og hann
hafði leikið í London.
Hann talaði lýtlausa frönsku og ég
stríddi honum á því að hann talaði
erlent tungumál betur en tungu föður
síns. En ég var mjög hreykin af hon-
um. Hann vakti athygli hvar sem hann
fór eða kannski gerðum við það bæði
saman.
Ég veit aðeins, að hann gat haldið
athygli burðarmanns eða veitingaþjóns
eins vel og Thanos, en samt án hávaða
og drambs Thanosar. Hann virtist smita
út frá sér andrúmslofti Etons jafnt og
svissneskar bankainnistæður og þar
Framh. á bls. 30.