Fálkinn - 15.05.1963, Síða 28
I DAGSINS ÖM
Framh. af bls. 24.
og veinaði ekki minna en hundurinn,
því hún hélt, að við foreldrarnir vær-
um að reyna að drekkja hundkvikind-
inu. Um síðir lauk þó þessum ósköp-
um og voru allir fegnir, en fegnastur
þó Móri. Þótti nú fullvíst, að hann væri
laus orðinn við kvikfénaðinn, og var
loks tekinn í fulla sátt aftur.
Móra var ákveðinn samastaður í kjall-
aranum, og ætla ég ekki að reyna að
lýsa gólinu og grátinum fyrstu næturn-
urnar. íbúar hússins blunduðu létt og
oft voru sumir fjölskyldumeðlimirnir
komnir á fremsta hlunn með að fara
niður og hleypa greyinu út. En brátt
vandist seppinn á að sofa niðri, þótt
bágt ætti hann með að leyna kæti sinni
þegar honum var hleypt út á morgn-
ana. Konan varð feikilega stolt yfir
þvi, þegar Móri sýndi það lítillæti einn
daginn að ganga til dyranna og gefa
frá sér hljóð, og var honum þá fylgt
út fyrir þar sem hann sprændi merki-
legur á svip.
En margt á ég eftir að kenna Móra
áður en hann verður orðinn fullgildur
meðlimur fjölskyldunnar. Hann á að
læra að sækja blaðið og inniskóna, setj-
ast, leggjast, rétta fram löpp o. s. frv.
Fyrst verð ég að byrja á einfaldari atrið-
um, eins og t. d. sé ég fram á að þurfa
að fara út á blett í skjóli nætur og
kenna honum að lyfta löpp upp við tré,
því ég dauðskammast mín fyrir það
hvað hann sprænir penpíulega.
Svo steðja líka hættur að úr öllum
áttum eins og alltaf, þegar ungviðið
er annars vegar. Einn nábúi minn hatar
hunda og ketti og eitraði fyrir kött í
fyrra. Annar nábúi minn á smáfætta
tík og er hann þegar farinn að hóta
mér, ef Móri skipti sér af hans hrein-
ræktuðu tík. Kannski segi ég ykkur
seinna af því, hverju fram vindur með
Móra.
Dagur Anns.
ÖRLAGADÓMUR
Framh. af bls. 25.____________
á að sleppa héðan, jafnvel þótt ég sé
laus, sagði hún. — Ég mundi ekki kom-
ast langt, Bruce. Og ef þetta er nú í
síðasta sinn sem við hittumst, þá skul-
um við að minnsta kosti láta fara ofur-
lítið betur um okkur.
Hann leit hugsandi til hennar. Síðan
yppti hann öxlum.
— Jæja, jæja, tautaði hann. En ég
ráðlegg þér að reyna ekki nein brögð.
Nella hafði rétt fyrir sér, þegar hún
sagði, að bæði ég og hún værum í
slæmri klípu og það ríður á, að þú
segir ekki orð af því, sem þú veizt.
Ég þori ekki að láta þig sleppa.
Hann stóð fyrir aftan hana og tók að
losa um böndin. Sársaukinn í hand-
leggjunum hvarf og Meg brosti þakk-
lát.
— Kærar þakkir. Gæti ég kannski
líka fengið eina sígarettu?
Hann stakk sígarettu milli vara
henni og kveikti á eldspýtu. Allan
tímann var hann vel á varðbergi. Hann
settist á stól sem var á milli hennar
og dyranna. Þau sátu þegjandi stundar-
korn. Loks tók hann að ókyrrast.
-—- Segðu eitthvað, hrópaði hann.
— Ég get það ekki... ég er að
reykja, svaraði hún.
í sama bili datt sígarettan úr munni
hennar og niður í fangið á henni. Hún
hristi sig til þess að reyna að losna við
hana. Ósjálfrátt þaut Bruce á fætur til
þess að koma henni til hjálpar. Hann
kom logandi sígarettunni niður á gólfið
og beygði sig síðan niður til þess að taka
hana upp.
Þetta var tækifærið, sem Meg hafði
beðið eftir.
Eftir að Bruce losaði um böndin
hafði henni tekizt að losa hendurnar.
Nú þreif hún bakka af borðinu og sló
Bruce í höfuðið með honum. I næstu
andrá þaut hún yfir gólfið og að dyr-
Framh. á bls. 29.
Kvenþjóðin
Framhald af bls. 26.
að hárið sé þvegið með of sterkri sápu.
Þvottaefni, sem í er ,,sulfosápa“, er ekki
gott fyrir hárið, og oft er erfitt að skola
lélegri og ódýrari sápu úr hárinu. Hægt
er að fá þvottaefni, sem varna flösu og
í lyfjaverzlun fást efni, sem lækna
hana, Selenol og Selsun. Það fyrra verk-
ar sem hárþvottaefni, það síðara er not-
að eftir þvott. Bæði innihalda þau arse-
nik (blásápa), sem drepa bakteríur
þær sem valda flösu. Flasan gerir ekki
aðeins hárið leiðinlegt og matt, heldur
hrynur hún niður á bak og kraga svo við
lítum ósnyrtilega út. Auk þess sýkir
flasan hörundið, svo það verður með
húðormum (filapenslar) og bólótt.
Þegar alþingi - . .
Framhald af bls. 15.
Benedikt Sveinsson og Jón á Gautlönd-
um vinir og samherjar. í þennan mund
var mikil gróska í félagsmálum í Þing-
eyjarsýslu. Þingeyingar stofnuðu kaup-
félag árið 1881 og lentu þar með í
harðri andstöðu við danska valdið. Árið
1884 stofnuðu Þingeyingar félag, er átti
„að efla hið pólitíska líf almennings yfir
höfuð og hafa áhrif á stjórn og löggjöf
landsins en sérstaklega að ýta eftir um-
bótum á stjórnarskránni“. Jón Sigurðs-
son á Gautlöndum var foringi félagsins,
en Pétur sonur hans og Jón Jónsson í
Múla, voru dugmestir að efla félags-
skapinn. Ætlun forustumanna Þjóðliðs-
ins, var að gera það að sóknarher í
sjálfstæðisbaráttunni og ná um land
allt.
í árslok 1884 var boðað til Þingvalla-
fundar næsta sumar áður en alþingi
kæmi saman. Var fundurinn haldinn
27. júní. Þangað sendi Þjóðlið Þingey-
inga tvo fulltrúa. Fundinn sóttu á ann-
að hundrað manns og voru þar margir
alþingismenn. Mikill samhugur ríkti
á fundinum og komu þar fram í fyrsta
skipti menn, sem síðar áttu eftir að
berjast vel og lengi fyrir auknu sjálf-
stæði landsins. Á þessum fundi var í
fyrsta sinn sungið hið fagra kvæði Stein-
gríms Thorsteinssonar, „Öxar við ána,
árdags í ljóma.“ Sést uppruni kvæðis-
ins vel í vísuorðinu: „Upp rísi þjóðlíf og
skipist í sveit.“
Alþingi kom svo saman í júlíbyrjun.
Benedikt Sveinsson, Jón Ólafsson skáld,
þá ritstjóri Þjóðólfs, og Jón á Gautlönd-
um, báru fram frumvarp um endurbæt-
ur á stjórnarskránni. Frumvarpið var
samþykkt á þinginu, ásamt nokkrum
lögum, sem nauðsynleg voru í sambandi
við stjórnarskrárbreytinguna. Var svo
alþingi rofið í fyrsta skipti og lagt í
dóm þjóðarinnar, hvort hún væri sam-
þykk alþingi. . . .
Kosningabráttan var hörð sumarið
1886. Endurskoðunarmenn fundu það
fljótlega, að þeir áttu að fagna óskiptu
FERÐABÓKAÚTGÁFAN býður yður kostakjör á eftir-
töldum bókum meðan upplag þeirra endist. — Bækurnar
eru innbundnar og í stóru broti:
Kostakjör
Áður Nú
I furðuveröld, 219 bls.................... 135.00 60.00
Heimsenda milli, 224 bls.................. 145.00 50.00
úndir heillastjörnu, 224 bls.............. 120.00 50.00
Hamingjustundir á hættuslóðum, 223 bls. 115.00 50.00
Asía heillar, 212 bls...................... 75.00 30.00
Blámenn og villidýr, 132 bls............... 45.00 18.00
Klippið út auglýsinguna og sendið okkur, er þér hafið
merkt við þær bækur sem þér óskið að fá, og við munum
senda þær um hæl yður að kostnaðarlausu.
FERÐABÓKAÚTGÁFAN — Pósthólf 1054 — Reykjavík.
28 FÁLKINN