Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Page 35

Fálkinn - 15.05.1963, Page 35
□TTD DG BRÚÐUR SÆKDNUNGSINS „Farið hægt, asnarnir ykkar,“ skipaði Danni. „börurnar mega ekki hristast." Ottó var mjög ánægður yfir leik Danna. Hann lék hlutverk sitt af einstakri innlifun. Það var aðdáunarvert hve vel hann taldi greifanum trú um, að hann væri veikur. „Við verðum að flýta okkur, lávarður minn, áður en þér verðið meira veikur. Við komumst það aldrei með þessum silagangi," sagði Eðvald. Greifinn heyrði ekki hæðnina í rödd Eðvalds og hrós- aði honum því fyrir árvekni og trúmennsku. En Ottó komst að því, að þeir voru á leiðinni til sumarhallar og veiðihallar greifans. „Loksins," sagði Ottó og andvarpaði um leið og þeir komu að hliðum veiðihallarinnar. „Berið stúlkuna upp i herbergi hennar,“ skipaði Eðvald tveimur hermönnum. „Hinir geta farið í hvild um stundarsakir." Menn greifans leystu upp raðirnar, en Eðvald leiddi Ottó og Danna í gestaherbergið í hornturninum og lét þá eftir eina. Og þegar Eðvald lagði af stað áleiðis til greifans, hugsaði hann um það hvernig hann gæti bezt komið þessum Ottó fyrir kattarnef. Hann lagði málið fyrir greifann. „Dreptu hann ekki. Hann veit ekkert og Karin var meðvitundarlaus og getur ekki hafa sagt honum neitt.“ „En hann verður að fara," sagði Eðvald. „Jæja, þá,“ sagði greifinn, „gerðu eins og þig lystir, en láttu lækninn vera og sendu hann til min núna.“ Danni kom til greifans í fylgd með Eðvald. „Þér kölluðuð á mig, lávarður minn góður,“ sagði Danni. „Já,“ sagði greifinn, „hvernig líður sjúklingnum?" „Betur en áhorfðist," svaraði Danni alvarlegur i bragði, „veikindi hennar eru alvarleg, en ég vona nú samt að henni batni.“ „Segðu mér eitt,“ sagði greifinn, „hver er þessi ungi riddari, sem fylgir yður?“ „Það er Ottó lávarður frá Arnarkastala. Ég hitti hann í Bernarkastala og hann bauðst til að fylgja mér á ferðum mínum.“ „En meðal annarra orða“, sagði greifinn, „hvað haldið þér um heilsu mína?“ „Það er enginn vafi,“ sagði Danni, „að þér eruð mjög veikur." Greifinn fölnaði upp, en Danni þuldi langa þulu og hann gat sannfært hann um, að líf hans hengi á bláþræði og hann einn gæti læknað sjálfan greifann. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.