Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Page 31

Fálkinn - 09.12.1963, Page 31
Mynd 8 og 9 Mynd 6 Þeir fáu íslendingar, sem láta lagfæra hár sitt með þurrku, eru flestir haldnir þeiin miskilningi að bylgjurnar verði að vera sem krappastar og ná alveg aftur á hnakka. Grundvallarreglan á að vera að greiða hárið þannig að það verði sem eðlilegast og um fram allt að forðast að þvinga hárið á móti þv| sem það leggst auðveldlegast. Á mynd- inni sjáið þið slíka hárgreiðslu. Engar skarpar bylgjur eru í hárinu og það allt svo eðlilegt sem frekast getur verið, þótt sveipur fremst í hárinu hafi valdið erfiðleikum. Mynd 5 Greiðsla sem þessi hæfir mörgum vel en klippingin dug- ar ekki í marga mánuði, svo sem oft er ætlast til hér. Að greiða hárið lítið eitt upp frá eyrunum fer ætíð betur en að greiða það beint aftur með þeim. Allra nýjasta tízkan seg- ir að bylgjurnar skuli vera mjög veikar og má segja að hér eru þær lítið eitt of sterkar. Mynd 7 Hér sjáið þið snyrtilega greiðslu sem fer vel andlitinu. Takið eftir að hárið ofan við eyrun er nákvæmlega af þeirri lengd sem það á að vera. Að- eins má segja að fremstu bylgju sé lyft lítið eitt of mikið. Þessi greiðsla er mjög algeng og hæfir mörgum vel. George Hardy, franskur hár- skurðarmeistari hefur skapað þetta form og er það kennt við liann og kallað Hardy greiðsla. Hér er það útfært af fyrrverandi Evrópumeistara M. Guillara París. Það er ekki hægt að segja annað uin þetta en að hér er allt fullkomið. Greiðslan hæfir andlitinu vel, óaðfinnanleg frá öllum hliðum og er frábærlega vel unnin. Þessi klipping er framkvæmd að mestu leiti með hníf. Takið eftir hvað fremstu hárunum er ekki lyft of mikið . greitt í nokkurn veginn S lögun frá- skiptingu í vinstri vanga yfir í hægri vanga og síð, aftur á hnakkann. Þetta er mjög klæðileg greiðsla en krefst oftast klippingar með hníf að mestu leyti. Slíkar klippingar eru hér mjög sjald- gæfar, enda kemur verðlags- eftirlit í veg fyrir að hársker- ar haldi fram þessum klipp- ingum þar sem þær eru til muna meiri vinna og ógerlegt að framkvæma þær fyrir sömu greiðslu og venjulegar klipp- ingar. Auk þess er óhjákvæmi- legt að þvo hárið til að mýkja það, en það er skorið á sama hátt og skegg er mýkt fyrir rakstur með því að nudda á það sápu. Mynd 10 Allur aldur hefur sinn sjarma, segjum við og eru það orð að sönnu. Hárskerinn hefur mikla möguleika til að stuðla að betra útliti yðar. Þér getið fengið þá greiðslu, sem þér óskið lielzt, — aðeins ef hárið er til. Mynd 12 Þegar tekin er upp ný greiðsla má ekki vænta þess að í f.vrsta skipti verði hún eins og bezt verður á kosið. Hárið þarf að vcnjast við breyt- inguna og tekur það oftast 2—3 klippingar. Þess vegna er nauðsyn að hafa til þess þolin- mæði að breyta hárgreiðslu sinni. Þær hárgreiðslur sem ávallt verða vinsælastar eru þær scm eru eðlilegastar. Til eru þeir sem hafa svo gott hár að nægilegt er að klippa það með hæfilegu millibili (2—4 vikur), en þeir eru fleiri scm þyrftu að láta lagfæra hár sitt með þurrku þótt greiðslan sé svo eðlileg sem kostur er. Myndin er af einni af þessum iátlausu greiðslum. Mynd 13 Mynd 11 Nýjar greiðslur og ný form á lierrahári eru ekki mjög al- gengar, en það koma oft fram breyttar útfærslur á eldri greiðslum. Myndin sýnir eina slíka sem er að skipt hár er Burstaklippingin er alltaf vinsæl aðallega vegna þess hve stutt hár er þægilegt viður- eignar. Á vorin fá viðskipta- menn okkar burstaklippingar- æði og nú á að láta klipþing- Framhald á bls. 56. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.