Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Side 35

Fálkinn - 09.12.1963, Side 35
næst er skorið á haminn fyrir neðan bringubeinið og honum flelt af, um leið leið er hausinn skorinn af. Rjúpan skoluð úr köldu vatni, því næst er skorið þversum fyrir neðan bringu- beinið, innyflin dregin út. Hjartað og fóarnið er hirt. Nú er rjúpan þvegin vand- lega að utan og innan og all- ar æðar dregnar úr hálsin- um, þerruð, salti og pipar stráð innan í hana. Hjarta og fóarn hreinsað, en þau gefa góðan keim og því sjálf- sagt að sjóða þau með. Rjúpan bundin eða saumuð upp. Einnig má reyta rjúp- urnar. Ef einhverjum fellur illa sterkt rjúpnabragð, er rétt að leggja þær í mjólk- urblöndu í 1—2 klst., áður en þær eru steiktar. Reyktu fleski stungið inn í brjóstið eða þunnum sneið- um vafið utan um bringuna. Smjörlíkið brúnað, rjúpurn- ar steiktar móbrúnar, fyrst á bringunni, látnar í pott, soðnu mjólkurblandi hellt yfir. Soðnar í um 1 klst. Soð- ið síað. Venjuleg sósa búin til. Sósulitur og krydd látið í eftir smekk. Ribsberja- hlaup eða -saft látin í sós- una. Rétt áður en sósan er borin fram, er þeyttum rjómá blandað samán við. Hryggurinn tekinn úr rjúpunni, áður en hún er borin fram, bringan klofin, lærin aðskilin. (Ef vill er rjúpan aðskilin hrá, þá er hryggurinn soðinn sér). Borin fram fallega raðað á fat með brúnuðum kartöfl- um, hálfum, soðnum eplum, sveskjum og rauðkáli. . Steiktur svínshryggur. 1V2 kg. svínshryggur. V2 sítróna. Salt, pipar. V2 kg. sveppir. Smjör. Kartöflusalat: 1 kg. soðnar kartöflur. 250 g. majones. 1 dl. þeyttur rjómi. 1 saxaður laukur. Edik, salt. Kjötið hreinsað, þerrað með heitum klút, núið að utan með sundurskorinni sítrónu. Kjötið kryddað með salti og pipar. Steikt í ofni nál. 114 klst. við 220°. Borið fram niðursneitt, skreytt með heitum, smjörsteiktum sveppum. Borðað með köldu kartöflusalati. Kartöflurnar, sem þurfa að vera fastar í sér, skornar í sneiðar, vélt upp úr 2—3 msk. af matar- olíu. Þeyttum rjóma og smátt söxuðum lauk blandað saman við majonesuna, sem hefur verið krydduð. Kart- öflunum blandað varlega samán við. - Ávaxtasalat með súkkulaði- rjóma. 150 g. vínber. 2 perur. 2 bananar. 1 appelsína. 100 g. döðlur. Rauð ber. Sítrónusafi. IV2 dl. þeyitur rjózni. Brætt súkkulaði eða 2 tsk. kakaó. Ávextirnir hreinsaðir og raðað fallega á aflangt fat. Banönum og perum dyfið í sítrónusafa, svo að þær dökkni ekki. Skreytt með rauðum berjum. Borið fram með súkkulaðirjóma: Bræddu súkkulaði eða kakaó er þá hrært í þeyttan rjóma. Einnig er gott að bera van- illusósu með þessu ávaxta- salati. Eplarönd. 1 kg. epli. V2 vaniliustöng. 3 dl. vatn. 2 msk. sykur. Safi úr V2 sítrónu. 5 blöð matarlím. 2V2 dl. þeyttur rjómi. Makkarónukökur. Flysjið eplin og skerið þau í frekar stóra báta. Hreinsið kjarnahúsið vel úr. Sjóðið þau varlega í vatni með vanillu, sykri og sítr- ónusafa, sjóðið bara nokkra bita í einu. Látið síga vel af eplunum og þau látin kólna vel, áður en þeim er raðað í skolað hringmót. Matar- límið lagt í bleyti, kreist upp úr vatninu, brætt, hrært út í 2Vá dl. af eplasuðuvatninu. Þessu hellt yfir eplin. Látið stífna vel. Hvolft á fat. í miðjuna er settur þeyttur rjómi, sem í er blandaS muldum makkarónukokum. Vanillms meo heitum banönum. 8—10 bananar. 4 msk. sykur. 50 g. hnetukjarnar. Vanilluís. Saxið netukjarnana og Framhald á bls. 56. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.