Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Qupperneq 36

Fálkinn - 09.12.1963, Qupperneq 36
„Þegar jólatréð er borið út, þá eru jólin búin,“ sagði prestur- inn og hitti þar sannarlega naglann á höfuðið. Til þess að jól geti heppnast og orðið öllum viðkomandi til gleði og ánægju er fyrir miklu að allur undirbúningur takist og til hans sé vandað í hvívetna, því þótt jól standi samkvæmt almanaki í þrettán daga þá eru hin eiginlegu jól aðeins frá því á aðfangadagskvöld þar til að kveldi annars jóladags, svo ekki veitir af því að nota tímann vel til þess að halda jól og hinn langi undirbúningstími ætti líka í flestum tilfellum að tryggja það. Ekki stendur heldur á aðstoð og leiðbeiningum frá verzlun- um og öðrum, um hvað sé bezt að kaupa bæði til jólagjafa og til almennrar neyzlu um jólin. Ekki er sannað hve mikið mark allur almenningur tekur á slíku, en þó má gera ráð fyrir, að sá flokkur sé allfjölmennur, miklu fjölmennari en hinn, sem lætur allt slíkt sem vind um eyru þjóta eins og t. d. nokkrir eiginmenn og heimilisfeður í Reykjavik sem bregða undir sig betri fætinum á messu heilags Þorláks, fá sér í staupinu og fara svo rétt fyrir mið- nættið í verzlun sem selur glingur og dýran fatnað og kaupa jólagjafir handa eiginkonum sínum. Og þá erum við komin að him* erfiða hlutverki eiginmannsins í undirbúningi jólanna; Á EFTIR SVEIN SÆMUNDSSON að hafa alltaf nægilegt fé handa á milli til þess sem gera þarf og að velja jólagjöfina handa konunni, en við víkjum betur að því síðar. Enda þótt hér leggi margur lóð sitt á vogarskálar til þess að allur almenningur vaði ekki í villu og svima um hvað bezt sé að kaupa og hvar bezt að verzla, þá erum við íslend- ingar hér langt á eftir nágrönnum okkar bæði í Evrópu og Ameríku, þegar frá er talið Grænland og Færeyjar. Hér byrjar jólasalan vart fyrr en í nóvember, en í útlöndum er algengt að sjá jólaútstillingar í september og þar þykir það harla ómerkilegur heimilisfaðir, sem ekki kemur heim með jólapakka einhvern tíma í október. Eitt af því sem flestir eiginmenn og heimilisfeður kvíða fyrir alveg frá því um veturnætur, er að fara í búðir með sínum betri helmingi fyrir jólin. Þó er hér nokkur bót í máli, að á vissum dögum eru búðir opnar til miðnættis og þá nota margir tækifærið til slíkra verzlunarferða. Menn hafa þá gjarna fleyg í vasa og staupa sig þar sem lítið ber á meðan eiginkonan skoðar í glugga. Þetta getur hún líka í fæstum tilfellum tekið illa upp. í fyrsta lagi er maðurinn svo tillits- samur að fara með henni í búðir og í öðru Iagi er honum ekki eins sárt um aurinn þegar hann hefur fengið sér tár. Það er því augljóst að báðir aðilar, eiginmaðurinn og hans heittelskaða hagnast á þessu fyrirkomulagi. Þó verður sóma- kær eiginmaður að varast atvik slík, sem kom fyrir ágætan mann á Þorláksmessu fyrir nokkrum árum. Hann og elskan hans fóru einmitt í búðir þetta kvöld. maðurinn hafði með sér í flösku og fékk sér úr henni bak við hús meðan konan var að kaupa. Þá vildi svo til að hann hitti kunningja sinn, sem líka var að fá sér á bak við húsið og þeir fóru að fá sér saman og spjalla um gamla daga. Þegar svo loksins var búið úr flöskunum, þá var löngu búið að loka búðum og kona mannsins var búin að rogast heim með alla jólapakkana án þess að hafa hugmynd um hvað orðið hafði af manninum. Eftir þetta tók konan ekki í mál að maðurinn hefði með sér í flösku á Þorláksmessu og hann harðneitaði þá alveg að fara út með konunni að verzla. Á barnmörgum heimilum er auk jólahreingerningarinnar, 36 FÁLKINN eitt aðaláhyggjuefnið, að ekkert hinna uppvaxandi borgara fari í jólaköttinn. Gunna verður að fá skó og Nonni verður að fá buxur og svo vantar Dodda peysu og Lilli þarf að fá prjónaföt. Þegar húsbóndinn er setztur að kvöldmatnum nokkrum dögum fyrir jól, segir húsfreyjan ósköp sakleysis- lega og eins og af hreinni tilviljun, að það séu nú ekki nema þetta.eða þetta margir dagar til jóla og hún eigi bara allt eftir. Þetta hefur þau áhrif að manninum svelgist á grautnum og hann steinhættir að lesa Tarzan í Visi og jafnvel ef þetta er sómakær eiginmaður og heimilisfaðir, þá leggur hann frá sér blaðið og spyr sína heittelskuðu hvað hún hafi verið að segja. Og þar með er ísinn brotinn og maðurinn er í súpunni. Hann hefur hleypt tréhestinum inn fyrir virkisvegginn. í gamla daga var þessu öðruvísi varið. Þá bjuggu flestir í sveit og húsbóndinn fór í kaupstað og verzlaði allt sem verzla þurfti. í þá daga höfðu konur minni auraráð en nú og áttu því heldur ekki kost á búðarrápi og gluggakaupmennsku. Bónd- inn fór venjulega í kaupstaðinn nokkrum dögum fyrir jól og kom heim að einum eða tveim dögum liðnum með jólavarning- inn og krambúðarlykt í fötunum. Ekki leikur á tveim tungum, að jólagleðin var eins mikil í þá daga og jafnvel meiri en nú, eftir allt tilstandið og fróður maður hefur haldið því fram á prenti, að meiri hluti þjóðarinnar sé svo úrvinda þegar hátíðin gengur í garð, að messur og annað andlegt fóður fari fyrir ofan garð og neðan og meira að segja sé talsverður hluti þjóðarinnar, sem liggi í móki þar til að kvöldi annars jóladags. Annars eru ekki allir jafn flott á jólahaldinu og við hér á landi og nágrannar okkar á Norðurlöndum. í Englandi er ekki haldið upp á aðfangadagskvöld og annar í jólum er þar harla ómerkilegur hátíðisdagur. Sama máli gegn- ir um Bandaríkin og Kanada. Þó halda fjölskyldur Norður- landabúa margar siðum síns gamla heimalands. Eitt af því sem er öðruvísi í Vesturheimi en hér, er að hér drekka menn sig fulla á Þorláksmessu og eru þunnir á aðfangadag en þar é eru þeir edrú á Þorláksmessu, fullir á aðfangadag og þunnir á jóladag. Þar er til siðs, að fyrirtæki gefa starfsfólki brenni- vín á aðfangadag og til dæmis á skrifstofum þar sem konur og karlar vinna saman, verður þetta mikil gleði og fyrir nokkrum árum var því haldið fram í viðlesnu blaði banda- rísku, að níutíu af hundraði allra lausaleiksbarna í Banda- ríkjunum kæmi undir í þessum partýum. Eftir því að dæma hlýtur að ríkja þarna hin mesta stemmning. Við hér á landi teljum hangikjöt okkar jólamat og það með sanni, því hangikjöt og laufabrauð var samtvinnað jólum mæðra okkar og feðra um langan aldur. íslendingum sem dvelja erlendis þykir heldur lélegur jólamaturinn sjáist ekki hangikjöt á borðum. Þó verða flestir að láta sér þetta lynda og semja sig að háttum þeirrar þjóðar er þeir gista. íslenzk hjón sem bjuggu í Vesturheimi fyrir nokkru keyptu sér heilan kalkún til jólanna að sið þarlendra. Á aðfangadag steikti konan kjúklinginn, því þessi hjón héldu íslenzk jól með aðfangadagskvöldi og tilheyrandi. Eins og allir vita er kalkún engin smásmíði og þó að hjónin borðuðu sig pakk- södd á aðfangadagskvöld, jóladag og annan í jólum, þá gekk samt sáralítið á fuglinn. Þessi hjón voru ekki alin upp við að henda neinu matarkyns og héldu áfram með kalkúninn; stundum lagaði konan brúna sósu og stundum hvíta sósu og stundum karrysósu og loksins um miðjan janúar var kalkún- inn uppétinn. Síðan getur hvorugt þessara hjóna smakkað kalkún. JÓLAMARKADNU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.