Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Qupperneq 37

Fálkinn - 09.12.1963, Qupperneq 37
En þetta með partýin og kalkúninn var útúrdúr. Við vorum að ræða um jólamarkaðinn. Eitt af því sem hver sómakær heimilisfaðir gerir í tíma er að velja jólagjöf handa sinni heittelskuðu og ef þeim hjónum hefur orðið barna auðið, þá auðvitað handa þeim líka. Eins og áður er sagt frá fara þó nokkrir eiginmenn til innkaupa á Þorláksmessu og skera þá ekki við nögl dýrleika gjafarinnar. Hyggilegra er að fara hér að öllu með gát og hafa tímann fyrir sér, líta í glugga eftir að komið er fram í nóvember og vera búinn að útsjá gjöfina og helzt að kaupa hana i fyrstu viku desember. í jólagjöf handa konunni kemur margt til greina. Sé konan bókelsk er auðvitað ekkert því til fyrirstqðu að kaupa handa henni góða bók. Þetta hefur þann kost í för með sér, að eiginmaðurinn getur lesið bókina um jólin. Öðru máli gegnir ef konan er skartgefin. Þá tjóar ekki annað en að gefa henni hring eða armband (eyrnalokkar eru ekki í tízku um þessar mundir.) eða þá báða þessa hluti, sem líka getur verið gott, ef eiginmaðurinn hefur lent úti á galeiðunni nýlega og þarf að mýkja konuna. Ef hjón eru nýbyrjuð að búa og eitthvað vantar af heimilistækjum, er upplagt að gefa henni vegglampa eða ljós í for- stofuna og slær þá eiginmaðurinn tvær flugur í einu höggi. Að flestra áliti eru engin takmörk fyrir því hve dýra gjöf eiginmenn gefi konum sínum. Hins vegar eru flestir sammála um það að ekki megi gefa þeim ódýrari jólagjöf en inniskó. Um jólagjafir eiginkvenna til manna sinna verður ekki rætt hér og heidur ekki um jólagjafir feðra til barna sinna. Þeim gjöfum ræður eiginkonan hvort eð er í flest- um tilfellum. Eitt af því sem ekki má draga of lengi fyrir jólin er að kaupa jólatré það er að segja ef ekki er til á heimilinu eitt þessara eilífðarjólatrjáa, sem nú eru farin að fást í næstum öllum regnbogans litum. Ef stálpuð börn eru á heimilinu er sjálfsagt að þau fari með þegar heimilisfaðirinn fer að kaupa jólatré. Þetta hefur þann kost að maðurinn stendur ekki einn í baráttunni ef konunni finnst jólat'réð of stórt eða of lítið. Bezt er að kaupa jólatré stuttu eftir að ,,Gullfoss“ er kominn með þau til landsins, því annars er ekki um aðrar stærðir að velja, en þau minnstu eða svo stór að þau komast ekki fyrir í meðal stofu Svo eru auð- vitað alltaf til sölu sköllótt jólatré. Sköllótt jóla- tré eru sérlega vinsæl hjá þeim sem þrífa gólfin, því að af þeim detta engar nálar. Þær eru allar dottnar af áður. Eitt af því sem oft vill gleymast í jólainnkaupunum, er rauðvínið húsbóndans. Hér er mikils um vert að höfuð heimilisins láti ekki úr hömlu dragast að gera viðhlýtandi ráðstafanir og kippi slíku smámáli i liðinn í tæka tíð. Bezt er að hafa hér fyrra fallið á, og skjótast úr vinnunni í ríkið, því að öðrum kosti má hús- bóndinn eiga á hættu að þurfa að standa í biðröð og bíða lengi eftir afgreiðslu. Komið hefur fyrir að slíkar biðraðir hafa náð langt út á götu og lög- reglan hefur orðið að halda uppi lögum og reglu. Þá er sú hætta fyrir hendi að snjór sé á jörðu og unglingar láti snjókúlur dynja á þeim sem biða eftir að kaupa brjóstbirtuna. Allir vita hve maður sem bíður í biðröð er algjörlega varnarlaus gagnvart snjókúlum. Þegar svo búðum er lokað á aðfangadag léttir þungu fargi af heimilisföðurnum. Hann getur aftur um frjálst höfuð strokið og þarf ekki sífellt að vera búinn til varnar. Kannski hefur gleymst að kaupa rjóma en því má oftast bjarga með því að lýsa yfir hve rjómi sé fitandi og að þau hjónin verði að passa upp á línurnar. Og þegar svo klukkan slær sex og jólaljósin tendrast, þá víkur þrasið á jólamarkaðnum fyrir öðru og börnin og heimilisfaðirinn og elskan hans geta farið að halda gleðileg jól. Sv. S. I jólagjöí handa hoininiii keiniir inargt til greína sc konan bókelsk er auövilað ekkert þvá til iyrirstöðu að kaupa handa lienni góða bók. Þetta hefiir þann kost í för med §ér að eiginniaðurinn getur lesið bókina uin jólin. FÁLKINN 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.