Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Síða 43

Fálkinn - 09.12.1963, Síða 43
er veikt iem hún hélt á í höndunum. Loks tókst mér, af því a8 ég var þekktur á pósthúsinu, að teija hana á að senda mér bréf- in næsta dag í staðinn fyrir annað betra. Ég átti langt í land með að verða maður. Þegar ég opnaði fyrsta bréf Mörtu, braut ég um það heilann, hvernig henni hefði tekizt þetta kraftaverk, ástarbréf. Ég gleymdi, að af öllum aðferðum við að skrifa bréf er þetta sú auðveldasta, maður þarf bara að vera ást- íanginn. Mér fannst, að bréfin væru aðdáunarverð og eins góð og þau beztu, sem ég hafði lesið. Samt sagði Marta ósköp venjulega hiuti og lýsti kvöl einni að þurfa að lifa án mín. Það vakti furðu mína, að mín eigin afbrýðisemi skyldi ekki vera meiri. Ég fór að hugsa um Jacques sem eiginmann. Smám saman gleymdi ég, hvað hann var ungur og fór að líta á hann sem gamlan skarf. Ég skrifaði Mörtu ekki, það hafði of mikiar hættur í för með sér. Þegar öllu var á botninn hvolft, gladdi það mig, að ég gat ekki skrifað henni og íannst eins og þegar ég byrjaði á einhverju nýju, að ég væri ekki fær um það og óttaðist, að bréf mín myndu valda henni skelfingu eða að henni fyndist þau barnaleg. Svo bar við eftir tvo daga vegna eigin kæruleysis, að eitt af bréfum Mörtu týndist, en ég hafði lagt það á borðið. Næsta dag var það komið aftur á borðið. Það kom ruglingi á óform mín að uppgötva þetta bréf; ég hafði notfært mér leyfi Jacques til að láta fjölskyldu mína halda, að það, að ég dvald- ist heima, þýddi að ég væri að missa áhugann á Mörtu. í fyrstu hafði ég verið dálítið montinn yfir að foreldrar mínir vissu, að ég ætti ástmey, en nú fór ég að óska, að þau hefðu færri sannanir. Og nú hafði fað- ir minn komizt að raunverulegu ástæðunni fyrir hinni góðu hegðun minni. Ég notaði þessar fristundir vel og fór aftur í teikniskólann. í nokkurn tíma hafði ég notað Mörtu sem fyrirmynd að nekt- armyndum mínum. Ég veit ekki hvort faðir minn gizkaði á þetta, en hinsvegar þóttist hann verða hissa á því, hvað fyrir- myndir minar væru líkar og hann gerði það ekki án illgirni óg það hleypti roða í kinnar mínar. Ég fór því aftur i Grandé-Chaumiére og vann baki brotnu til að safna nógu miklum teikningum fyrir það, sem eftir væri ársins. Ég gerði áætlun um að endurnýja þess- ar birgðir þegar eiginmaður- inn kæmi næstí heimsókn. Ég hitti líka René aftur. Hann hafði verið rekinn úr Henri IV og gekk nú í Louis-le-Grand. Ég sótti hann þangað á hverju kvöldi eftir að ég hafði verið í Grand-Chaumiére. Við hittumst i laumi, því að síðan hann hafði verið rekinn úr Henri IV og sérstaklega síðan ég fór að vera með Mörtu höfðu foreldrar hans bannað honum að hitta mig, en þau höfðu áður álitið mig góða fyrirmynd. Ást í þessum ástarleik fannst Réné óþarfa baggi og hann gerði grín að þrá minni eftir Mörtu. Þar sem ég var ekki fær um að standast háð hans var ég nógu auvirðilegur í mér til að segja honum, að ég væri ekki raunverulega ástfanginn af henni. Aðdáun hans á mér, sem hafði minnkað dálítið upp á síðkastið, jókst.strax. Hugur minn fór að verða sljór af þessari ást til Mörtu. Það, sem kvaldi mig mest, var sú fasta, sem tilfinningar minar héldu. Ástand mitt líkt- ist píanóleikara, sem sviptur er píanói sínu eða reykingamanni sem á ekki sígarettu. René, sem tók létt á málun- um, hafði samt orðið fyrir á- hrifum af konu, sem hann hélt að hann elskaði ekki. Þetta þokkafulla litla dýr, ljóshærð spönsk stúlka, var eins liðug og hún kæmi úr sirkus. Þótt hann gerði sér upp kæruleysi, var René ákaflega afbrýðisam- ur. Hann sárbændi mig hálf- hlæjandi, hálfkjökrandi, að gera sér undarlegan greiða. Greiðinn var þeim, sem kunn- RAYMOND RADIOOET ugir eru skólalífi,'einkennandi fyrir skólapilt. Hann vildi fá að vita hvort þessi kona væri sér trú. Þess vegna átti ég að leita á hana til að komast að þvi. Þessi bón olli mér vandræð- um. Feimni rriín kom aftur til sögunnar. En ég vildi ekki fyrir nokkra muni sýnast feiminn og konan, sem um var að ræða sparaði mér ómakið. Hún var svo skjót að gefa mér undir fótinn, að feimnin, er kemur í veg fyrir suma hluti og neyðir mann til að gera aðra, hindraði mig í að virða René og Mörtu. Ég vonaðist að minnsta kosti til að hafa einhverja ánægju af því, en ég var eins og reykinga- maður sem var vanur ákveð- inni tegund. Þannig skildi þetta ekkert annað eftir hjá mér en iðrun fyrir að hafa svikið René, en ég sór honum, að ástmær hans hefði staðizt alla áleitni mína. Af því er Mörtu varðaði fann ég ekki til neinnar iðrunar. Ég reýndi það. Þó að ég segði við sjálfan mig, að ég myndi aldrei fyrirgefa henni, . ef hún sviki mig, gat ég ekki sannfært sjálf- an mig um að ég hefði gert rangt. „Það er ekki það sama,“ var sú afsökun sem ég hafði gagnvart sjálfum mér með þeirri miklu sjálfsánægju, sem sjálfselskan vekur upp. Á svip- aðan hátt fannst mér það alveg eðlilegt að skrifa Mörtu ekki, en ef hún hefði ekki skrifað mér,hefði mér fundizt það sönn- un þess, að hún elskaði mig ekki. Samt styrkti þetta litla fram- hjáhald aðeins ást mína. XIV Jacques botnaði hvorki upp né niður í hegðun konu sinnar. Marta sem var venjulega ræðin, talaði ekki lengur við hann. Ef hann spurði hana, hvað væri að, svaraði hún: „Ekkert.“ Frú Grangier lenti oft saman við aumingja manninn. Hún á- sakaði hann fyrir að hafa eyði- lagt hlutina af klaufaskap og sagðist sjá eftir að hafa gefið honum dóttur sína. Hún sagði, að klaufaskap Jacques væri um að kenna hina skyndilegu breyt- ingu á framkomu Mörtu. Hún vildi, að hún færi heim. Jacques féllst loks á það og nkkrum dög- um eftir að hann kom heim, fylgdi hann Mörtu heim til móð- Framh. i næsta blaði. FÁLKINN 43

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.