Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Síða 44

Fálkinn - 09.12.1963, Síða 44
'ívetijjjóðiw ;i; •• ‘v • . . ** •„ Framh. af bls 33 Kanelkökur. V2 bolli smjör. y2 bolli ■ smjörlíki. 2 bo'lar púðursykur. 2 egg. 1 tsk vanilla. 1 bolli haframjöl. 3 bollar hveiti. 2 tsk. Iyftiduft. V2 tsk. sált. y2 bolli sykur. 4 tsk. kanell. Smjör og sykur hrært lint, sykri hrært smátt og smátt saman við. Eggjunum og vanillu hrært í. Hveiti, lyfti- dufti og salti sáldrað saman við, haframjölinu blandað í. Deigið hnoðað, skipt í þrennt. Búnar til þrjár lengj- ur um 25 cm. langar. Vafð- ar inn í smjörpappír, geymd- ar til næsta dags. Lengjurn- ar skornar í ekki allt of þunnar sneiðar, sem velt er beggja vegna upp úr kanel- sykurblöndu. Bakað við 175—200° í nál. 10 mínútur. Ath.; Gert er ráð fyrir amerísku bollamáli. Súkkulaðikaka. 225 g. suðusúkkulaði. 2 msk. vatn. Vz bolli smjörlíki. 114 bolli sykur. 3 egg. 1 tsk. vanilla. 2x/\ bolli hveiti. y2 tsk. salt. : ... 1 tsk. natrón. 1 bolli súrmjólk. Súkkulaði með vatninu brætt yfir gufu. Smjörlíkið hrært vel, sykri bætt smátt og smátt út í. Eggjunum hrært saman við, einnig van- illu og brædda súkkulaðinu; hrært vel. Hveiti og •' salti 4fe fÁLKI Nty , sáldrað saman við, hrært í deigið. ásamt súrmjólkinni, sem natrónið hefur verið leyst upp í. Peigið bakað í 2 velsmurð- um tertuxnótum við 175° í 40—45 mínútur. Kælt. Lögð saman og þakin að utan með kaf f i-súkkulaðism j örkremi. Þúsundára kokur. 175 g. smjör. 175 g. sykur. 1 egg. ' 50 g. súkkulaði. 250 g. hveiti. Smjör og sykur hrært vel, samanþeyttu egginu hrært smátt og smátt saman við. Súkkulaðið skorið smátt, þVand^ð. í deigið ásamt hveit- ipui'Öþigið sett á plötu með 2 teskeiðum. Bakað við góð- an laita-(200o) í nál. 10 mífn útur. Góftbitar. i 200 g. smjör. 2 dl. sykur. 1 msk. vanillusykur. 50 g. möndlur. 1 tsk. rifinn sítrónubörkur. 6 msk rjómi. 6 dl, hveiti. iy2 tsk. hjartarsalt. 1 dl. kartöflumjöl. Smjör og sykur hrært létt, þar út í er rjóma, flysjuðum, rifnum möndlum og sítrónu- berki hrært. Hveiti, kart- öflumjöli og „jljíaPjtarsalti sáldrað saman -»jðíe,;pgjgið hnoðað. Mótaðar um. cm. breiðar- lengjur, sem síðan eru skornar í bita. Bakað við 225° í nál. 10 mínútur. ■■„... '■;' i. Harmsaga Framh. af bls. 19 sem við öll gerum undir sKkum kringumstæðum. Hún dró sig inn í sinn eigin hugar- heim, — lítið völundarhús hugsananna, þangað sem hún viðaði að sér ýmsum vand- lega gerðum athugunum, er hún síðan prófaði gaumgæfi- lega samkvæmt kenningum sínum. Eins og spörfugl á grein hélt hún áfram að horfa niður af arinhillunni, þaðan sem hún sá nóg til að hugsa um. Húsbóndi hennar og hús- móðir gáfu henni ærin tilefni til athugana. Á síðkvöldum Þegar hann sat á lága, breiða stólnum fyrir framan eldinn, og hún sat á gólfinu og hvíldi .höfuðið við hné hans, skutu áúgu litlu hjarðmeynnar næst- um gneistum, svo mjög ein- beitti hún sér við að gera at- huganir. „Þetta hlýtur að vera hin svonefnda ást,“ hugsaði hún, þegar hún tók eftir ein- hverju, er hún gat þó ekki skilgreint nánar, sem skalf á vörum þeirra eða fór eins og fiðringur um augnalok þeirra> svo að þau urðu að líta niður. „Ég vildi óska að ég vissi hvernig það er! Ég vildi óska að ég vissi það.“ Kvöld eitt var hún að virða fyrir sér hús- móður sína með sérstakri at- hygli, þegar hún sér hana lauma hendinni í jakkavasa mannsins síns og draga upp ómerkilegt umslag. Hún hélt á því andartak, óráðin hvort hún ætti að lesa innihaldið eða ekki. Hún skotraði augunum spýrjahdi til eiginmanns síns, — síðah með snöggu handtaki ýtti hún umslaginu óopnuðu á sinn stað og fleygði handleggj- unum hlæjandi utan um háls- inn á honum til að hrekja burt hinar óþægilegu hugsanir. „Þetta er alvarlegt glappa- skot,“ hugsaði litla hjarðmær- in. „Hvers vegna ætti að vera nokkuð, sem hann vill halda leyndu fyrir henni. Eftir megin- reglu er þetta rangt. Það er vegna þess að fólk byggir ást sína á blekkingum, sem það hræðist að flett verði ofan af. Hvers vegna er fólk svona miklir hugleysingjar? Ég trúi ekki að sannleikurinn sé eins svartur og látið er í veðri vaka. Við ættum að elska af því að .við ^vitum sannleikann, — þannig ætti það að vera,“ — og hún fékk tár í augun við þessa fögru húgsun, og knippl- ingarnir á upphlutnum hennar risu og hnigu. Dagarnir liðu og með hverj- um þeirra tærðist hún upp og hugsaði æ meir. Að lokum, eitt aðfangadagskvöld, opnaði hún sín bláu augu við eitthvað þrusk sem gerði hana mjög óttaslegna. Það var miðnætti og óhugnanlegt brak í skóm vakti hana af • værum blundi í miðjum únaðslegum draumi. Hjarta • hénnar barðist um. henni kom fyrst til hugar að þetta myndi vera innbrotsþjóf- ur, er hefði haft spurnir af greind hennar og heimspeki- gáfum, og hefði því brotizt inn til að nema hana á braut, en eftir andartak var kveikt á eldspýtu og hún sá að henni hafði skjátlast. Húsbóndi henn- ar stóð þarna á miðju gólfi. Hún sá hann læðast á tánum yfir.að hurðinni óg leggja hana hljóðlega að stöfum. Síðan lagði hann við hlust- imar stutta stúnd áður en Framh. á bls.,46. NÍTÍZKU HÖSGÖGN : ELDHOSSETT FALLEG, VÖNDUÐ, ÖD'ÝR. SENDUM UM ALLT LAND. HNOTAN HDSGAGNÁVERZLUN ':.'■ ■ Þórsgötu 1 —- Sími 20820.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.