Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Qupperneq 57

Fálkinn - 09.12.1963, Qupperneq 57
Henni fannst nefniiega að timi væri til kominn að ég íæri að gifta mig og hún viidi gefa mér eitthvað í búið. Það var áður en ég fékk mér ibúð. Þá hokraðist ég bara i einu risherbergi vestur í bæ. Ekkert skil ég í honum Grími, þessum stórglæsilega manni að hafa kvænzt annarri elns herfu og henni. Mér er 8ama þó svo hún hafi átt pen- ihga. Hann Grímur er stórglæsi- légur enn þann dag í dag þrátt fyrir skallann og þessa pínu- litiu istru, sem er að koma á hann. Fyrir þrjátíu árum — því þau hafa verið gift í rúm þrjátíu ár hann Grímur minn og Sigríður — hlaut hann að hafa verið glæsilegri en nokk- ur kvikmyndastjarna. Svo er kerlingarálkan naut- heimsk. Það veit ég, því hún hefur stundum talað við mig á skrifstofunni, ef Grímur var á „íundi“, þegar hún kom að heimsækja hann. Nei, hún er svo heimsk, að hún hefur ekki haft vit á að gera kaupmála. Hún er hingað komin til að semja við mig. Veslings konan vill reyna að haida hjónabandi sínu góðu. En ég elska hann Grim og hann Grimur elskar mig og ég skal sko ekki sleppa honum. Ég ætia að giftast sem fyrst, því ég er orðin þrjátíu og fimm ára.. Ég fór með bakkann inn í stofu og þarna sátum við sín hvorum megin við sófaborðið, ég í sófanum, sem hann Grím- ur gaf mér og hún í rauða stóln- um. Eins og rautt klæddi hana illa. Sumir hafa sko engan smekk. Við töluðum um veðrið. Þið vitið. Það er kalt úti núna. Já, það má nú segja það. Svoleiðis dellu. Ætlaði kerlingaráikan aldrei að komast að efninu? Loks gat ég ekki þagað lengur, svo ég spurði: „Hvað vilduð þér spyrja mig um?“ „Það er dálítið erfitt að koma orðum að því,“ sagði frúin Eins og hún hafi nokkurn tíma orðið orðlaus um ævina! Annað eins kjaftagat. „Mig hefur nefnilega langað til að spyrja yður um dálítið alveg síðan ég komst að því, að þér og Grím- ur — nú að þið Grímur — jæja, að hann Grímur —“ TROÐ á loftinu hjó Eymundssyni og njótið góðra veitingo í kyrrlótu og þægilegu um- hverfi í hjarta Miðbæjarins Mœlið ykkur mót i TRÖÐ Lengra komst hún ekki. Ég veit að það hlýtur að vera erfitt fyrir konu, sem eiskar manninn sinn út af lífinu að tala við hjákonu hans. Grimur hefur margsinnis fullvissað mig um, að hún Sigríður myndi aldrei gefa sér eftir skilnað, svo mikið elski hún sig. En ég get ekki skilið, hvaða heimild kerlingarálkan hafði til að eyðileggja allt fyrir okk- ur Grími með því að segja þetta, sem hún sagði og láta mig sjá hann Grím í allt öðru ijósi, en ég hafði gert hingað til. Hún spurði nefnilega: „Ekki vilduð þér víst gera mér þann mikla greiða, Val- gerður að segja mér, hvað þér sjáið eiginlega við hann Grím?“ Kiaftaverkið Framh. af bls. 41. fyrir hendi til þess að byggja nýjan einstakling. Hvernig svo þessi einstaklingur litur út, fer eftir því hvaða litninga hann hefur fengið í vöggugjöf. Hann fær 23 frá móðurinni og 23 frá föðurnum. í báðum tilfellum eru þessir 23 litningar valdir af handahófi af þeim 46 litning- um sem finnast í frumum beggja kynjanna. Þannig fer móðir náttúra að því að stokka spiiin í þróunarleik tegund- anna. Sumir einstaklingar fá þessi spil á hendi meðan aðrir fá önnur. Þetta er auðvitað ekkert annað en hugvitsamlegt bragð hjá móður náttúru til þess að velja þau gen úr, sem bezt reynast hæf til áframhaldandi þróunar og lífs. Þeir einstakl- ingar, sem beztu spilin fá, standa sig auðvitað bezt í lífs- baráttunni, fjölga sér því mest, og á þann hátt auka fjölda hinna dýrmætu gena. Stundum kemur það fyrir, að tveir eða fleiri einstaklingar verða nákvæmlega eins, það er að segja hafa fengið nákvæm- lega sömu litninga og sömu gen i vöggugjöf. Þetta eru hin- ir svokölluðu eineggja tvíbur- ar eða þríburar o. s. frv. Ein- ungis vegna þess að þeir hafa sams konar DNA mólekúl í frumum sínum, verður öll lík- amsbygging þeirra nákvæm- lega eins. Sannar þetta á sinn sérstaka hátt hve maðurinn er háður hinum litlu genum sem íinnast í byggingarsteinum hans, frumunum. DNA er langt i frá að vera nýuppgötvað efni. Árið 1869 var það fyrst einangrað og Myndin sýnir módel af hinu hringstiganiyndaða DNA móle- kúli. Súlan í miðjunni tilheyr- ir þó ekki mólekúlinu og er aðeins notuð sem uppistaða. Má sjá hvernig þrepin hringa sig upp á við ásamt hinum tveimur handriðum. smám saman urðu vísindamenn sannfærðir um, að það hefði að geyma erfðaeiginleikana. Aðferðin sem þeir notuðu til þess að sanna það er miklu líkari sakamálasögu heldur en læknisfræðilegum rannsóknum. Þeir vissu að bakteríur höfðu DNA í iðrum sínum og þess vegna ákváðu þeir að fram- kvæma rannsóknir sínar með þeim. Þeir notuðu tvenns konar bakteríur af sömu tegund. Annar hópurinn þoldi ekki ákveðið eitur, meðan hinum hópnum varð ekkert meint af þvi. Vísindamennirnir álykt- uðu sem svo, að ef hæfileiki seinni hópsins til þess að stand- ast eitrið væri vegna ákveð- inna erfðaeiginleika, sem skráð- ir væru í DNA, ætti að vera hægt að gera fyrri hópinn sömuleiðis ónæman fyrir eitr- Framh^ld á bls. 61. FÁLKINN 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.