Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Side 58

Fálkinn - 09.12.1963, Side 58
Nýársmynd Háskólabíós vcrður stór- myndin Sódóma og Gómora, sem byggð- ar eru á sögum Bibltunnar um þessar borgir. sw.iiSTEWART STANLEY PIER nntnnrn n*i/rn mii UWTODMmJ ROSSANA and ANOUK Þegar þetta er skrifað eru kvik- myndahúsin að taka ákvarðanir um jólamyndirnar. Að vísu eru enn fjórar vikur til jóla og sum hafa enn ekki tekið lokaákvörðun og verið getur að á þessu verði einhverjar breytingar. Að minnsta kosti þrjár hinna væntan- legu jólamynda verða með íslenzkum texta. Tvær þeirra höfum við þegar kynnt í þessum þætti. Þær West Side Story. sem sýnd. verfýjr í Tónabió og Pepe, sem verður í Stjörnubíó. Hin þriðja þeirra er mynd um Helen Keller og verður hún sýnd í Kópavogsbíó. Þessi mynd um Helen Keller er byggð á leikritinu The Miracle Worker sem hlotið hefur miklar vinsældir víða um heim. Þess er rétt að geta áður en lengra er haldið að Þjóðleikhusið mun hafa í hyggju að taka þetta leikrit til sýningar. Þessi mynd um Helen Keller hefur — eins og leikritið — hlotið miklar vin- sældir og einróma lof gagnrýnenda. Með hlutverk Helen Keller sem barn fer Pattý Duke og var hún aðeins níu" ára þegar myndin var tekin. Fyrir leik sinn í þessari mynd hefur Patty hlotið einróma lof og margháttuð verðlaun. Meðal annars mun hafa komið til tals að veita henni Oscars-verðlaun en þau eru ekki veitt börnum Má því segja að einnig hún sé undrabarn á sínu sviði. En Patty var ekki óvön að leika þegar hún fór með þetta hlutverk því hún hafði leikið i fjölda sjónvarpsmynda. Með hlutverk kennslukonunnar fer Anne Bancroft. Hún hafði áður leikið í nokkrum myndum en gat sér ekki verulegan orðstír sem leikkona fyrr en hún fór með aðalhlutverkið í Two for the Seesaw. Fyrir leik sinn í þessari mynd hlaut Anne Bancroft Oscars-verð- launin sem bezta leikkonan 1963. Háskplabíó hafði ekki tekið loka- ákvörðun en eins og málin stóðu voru tvær myndir sem komu til greina og verða sýndar yfir hátíðarnar. Eru þær báðar frá Rank. Onnur þeirra er með Bob Hope og Anitu Ekberg í aðalhlutverkum og heit- ir á ensku Call me Bwana. Verður hún sennilega jólamyndin. Myndin gerist í myrkviðum Afríku og er söguþráðurinn viðburðaríkur og stundum næsta ótrúlegur og skemmti- legur enda Hodp annars vegar. Þau Bob Hooe og Anitu Ekberg er óþarfi að kynna hér enda eru þau okkur 53 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.