Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 5
ii er á ferðum, sem er ólíklegf í þessu tilfelli. Við þökkum | svo lirósið og; vonum að þú ’ úrífir þiar til læknis þvi það ífetur verið mjös skaðlest að hafa stöðugar áliyss.jur út af einhver.ju, sem setur verið i liæsta máta eðlilest. SKRÍTLIJ- SAMKEPPNIN — Hvað meinarðu ineð því Dóri, að hún væri góð aug;lýs- ing fyrir nijólkursöluna? Og enn er það B. V. sem varð hlutskarpastur og kunnum við honum beztu þakkir fyrir text- ann. Við vonumst eftir mörg- um skemmtilegum lausnum á næstu mynd. Munið, að við höfum pósthólf 1411. LEIÐARLYSING Pétur heitir maður og er Jónsson og býr að Reynihlíð við Mývatn. Pétur er fróður um marga hluti og vandfundnir munu þeir sem fróðari eru um Mývatnsöræfin eða leiðir í ná- grenni Mývatnssveitar. Pétur hefur verið verkstjóri vega- vinnuflokka í mörg ár, auk þess sem hann er gildur bóndi og hótelhaldari I Reynihlíð. Hann hefur og margt ritað um ferðir sínar og fellt þar inn leiðarlýsingar. Örnefnafróður mun Pétur vera, enda kemur það berlega í ljós í eftirfarandi lýsingu hans á nýja veginum í Öskju, en Pétur á veg og vanda að lagningu hans. Þar sem ferðir í Ösk.ju eru nú orðn- ar svo algengar, finnst okkur viðeigandi að birta leiðarlýs- ingu þessa, væntanlegum Öskjuförum til gagns og gleði: ÚR GESTABÓK ÞORSTEINS- SKÁLA 1. AGÚST 1963. ,,Það á vel við hér að gefa nokkra lýsingu af öskjuopi og veginum um það. Rétt neðan við neðsta arm nýja hraunsins, að sunnan- verðu, er brattur múli, sem heitir Svarthöfði. Hann hefur frían fótaþvott hjá fjallalæk nokkrum og hefur því klætt sig úr vikurheklunni frá 1875. Langt vik gengur þar upp í hraunið og er vegurinn mæld- ur upp það. Stefnir síðan yfir jafnslétt apalhraun, á eldgíg sem heitir Grábrók. Áður en þangað er komið beygir hann norður fyrir helluhraun og sveigir síðan að Suðurfjöllum aftur og að þeim þar sem heitir Gatmúli og er hann auðþekkt- ur. Hefur þar verið tekinn ofaníburður — í landi. — Þaðan liggur vegurinn svo yfir ógreið- fært hraun, að bröttum múla sem heitir Rauðskeggur, af lit bergtegunda sinna, kemur næst að landi við Drangshlíð og er vegarendinn frá'i fyrra í henni niður undan Biskupi. En nokkru neðar stefnir hann frá fjöllum og upp á Biskupsháls, sem er leiti það sem sér af inn í Öskju. Þar fyrir vestan er Goðahraun. 1 þvi eru hólar með gjalii svo að í því var vegur- inn að mestu mölborinn með ýtunni. Kemur hann upp að gígnum rétt austan við Giga- skarð og sniðsker upp í það að vestanverðu. Af skarðinu opnast útsýnið til suðurs. Sést þaðan Knebelsvarða, Vítishæð og Þorvaldsegg í baksýn yfir öskjuvatn, sem ekki sést vegna dýptar lægðarinnar sem það er í. Frá gignum og Suður að Vítishæð, er að mestu slétt, vikurþakið land, en þó var á því stallur sem allmikinn sneið- ing varð að gera í, áður en þar yrði bílfært, upp eða niður." Vikulega drögum við út eitt nafn úr Iiópi þeirra, sem senda okk- ur efni í Opnuna okk- ar. Að þessu sinni varð Rúnar Vilhjálms- son, Suðurlandsbraut 83 hlutskarpastur og; iilýt- ur hann í verðlaun kon- fektkassa frá Nóa. Rún- ar á þessi verðlaun sannarlega inni hjá okk- ur, þvi að hann liefur verið duglegur að senda okkur bréf og úrklipp- ur. LEIKFÉLAGAR 1. Ingibjörg og Strútur eru leikfélagar, og þegar ... 2. ... hann fær bein, reynir hún að ná því af honum. 3. Að loknum leik, hvíla þau sig í sófanum. Ljósm. R. Lár.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.