Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 26

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 26
Æ FALKINN Framh. á bls. 28. Jón Gíslason Framh. af bls. 23. það alla nóttina og daginn eftir, og eftir það missti ég allan mátt í fingrum og tám, svo að ég lofta ekki skeiðinni, þegar ég borða, og verð að láta aðra mata mig. Ég hef frétt, að Maren hafi orðið jafnillt af þessum graut og mér, en mér er sagt, að hún hefði hlotið góða aðhlynningu bæði af eldri og yngri Hólm, og að þær hafi gefið henni te, góðan mat og svitadrykk, og því sé hún nú orðin heil aftur. En mig, fátæka og vesæla manneskju, láta þær liggja hér hjálparlausa og er ekki nóg með það, sem ég hef í mig fengið, heldur halda þær þessu áfram enn, því að nú get ég ekki hrært hendurn- ar, og verð að taka við því, sem þær rétta að mér, en ég veit þetta af þessu atviki: Það hélt hæna til í stofunni hjá mér, og hér um morgun- inn gaf ég henni nokkuð af graut, sem þær höfðu sent mér, og verpti hún eftir það undar- legu eggi og dó svo af því.“ Þannig skýrði Schwartzkopf landfógeta frá raunum sínum og vandræðum, eftir því sem hann greindi síðar, og kvaðst hann hafa ritað samtalið strax eftir að hann yfirgaf hana. Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentið.Ólíkt útlit TONI lifgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Um Toni—Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólumar og þrýstið bindivökvanum í hvem lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. NewS: rfady-Btj? eremí® ’fcuíraliá* sHa«5wi|íjJ:. Hann hughreysti hana eftir - megni, en gaf henni jafnframt : í skyn, að hún mætti búast : við dauða sínum, og því skyldi hún ráðstafa munum sínum. Bað hún landfógeta að sjá svo um, að hún fengi kristilega út- för að dönskum sið, og jafn- framt að hún yrði grafin í kór Bessastaðakirkju í brúðarserk sínum. Skömmu síðar ráðstaf- aði hún eigum sínum til ýmissa manna, er höfðu liðsinnt henni. Eftir þá ráðstöfun kvaddi land- fógetinn ungfrúna og sá hana ekki framar. Um svipað leyti og Wulf átti síðasta samtalið við Schwartz- kopf, komst hann að því, að Fuhrmann amtmaður hafði lok- að herbergi hennar og bar sjálf- ur á sér lykilinn, og hann var alls ófús að tala við hana, þrátt fyrir það, að Wulf bæri hon- um boð, að hana langaði til að ræða við hann. Hinn 20. júní kom Piper skrifari amtmanns til land- fógeta, og færði honum þær fréttir, að Schwartzkopf væri önduð, og afhenti honum lykil að herbergi hennar. Fór Wulf þegar þangað eins og honum bar og ráðstafaði eigum henn- ar, en fann hvergi brúðarserk- inn, sem hann hafði þó áður séð, og var hinn dýrasti grip- ur og gersemi mikil. Síðan inn- siglaði landfógeti eignir henn- ar. Þetta eru meginatriðin úr framburði Wulfs, er hann gaf síðar. Er hann allbitur og kenn- ir í honum allmikillar beizkju í garð Hólmsmæðgna og Fuhr- manns. En gallinn er, að mest af því er hann ber, er haft eftir Schwartzkopf sjálfri, en persónulegs álits eða vitneskju Wulfs sjálfs er lítt getið. Lýsing Sveins Larsens snikk- ara er ekki fegurri af heimilis- háttum á Bessastöðum, og skal það helzta greint eftir fram- burði hans fyrir rétti í Kaup- mannahöfn. Larsen snikkari segist hafa komið til Bessastaða 14 dögum áður en Schwartzkopf. Hann mataðist við borð amtmanns ásamt henni fyrsta sumarið, og varð því vel kunnugur henni. Segir hann, að þau hafi öll matast við sama borð þar til um haustið 1723 eða nánar tiltekið á Mikkjálsmessu, 29. september, en það var um það leyti er haustskipin voru farin til Danmerkur. Þá um haustið sá hann eitt sinn Sigurð Gamlason standa í vegi fyrir Schwartzkopf, og sagði hún við hann: „Dreptu mig nú, svo

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.