Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 9

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 9
„ÁNÆGÐUR, EF SYIMIRNIR YRSU STJÓRNRÆÁLAIV3ENN” FALKINN Finnst yður samt el^ki, að hann starfi á allt annan hátt? — Ég vil helzt ekki tala um það. Ég kæri mig ekki um... Það var komið óþol í rödd hans, og í sama bili hringdi síminn. Hann spratt á fætur, sagði nokkur orð í símann, kom síðan aftur. Ég fann, að hon- um féllu spurningarnar ekki sem bezt, en ákvað samt að halda áfram í sama dúr til , þess að vita, hvort það væri rétt, að hann ætti erfitt með að sætta sig við andstöðu. Þó vildi ég fara hægt í sakirnar: Hvað mynduð þér telja, að hefði verið þýðingarmest í stefnu bróður yðar? — Ég myndi fyrst nefna við- leitni til varðveizlu friðar. Já, um allan heim reyndi hann framar öllu að varðveita frið- inn. Heima fyrir og einnig í samskiptum við aðrar þjóðir barðist hann mjög gegn sjúk- dómum og fáfræði. Hann leit- aðist við að auka velmegun, ekki aðeins hér í Bandaríkj- unum, heldur einnig með öðr- um þjóðum. Svo að við víkjum að kyn- þáttamálum. Þér mörkuðuð ákveðna stefnu í þeim efnum, meðan þér voruð dómsmála- ráðherra. Eruð þér ánægður með framvindu þeirra mála? — Ég veit ekki hvort ég kæri mig um að ... Jú, þegar á allt er litið þá myndi ég j segja, að verulegur árangur hafi náðst. Áttuð þér von á, að Johnson forseti myndi velja yður fyrir - varaforseta? — Nei, ég bjóst ekki við því. Þetta mál var á hans valdi, og á þeim tíma hafði ég satt að segja ekki fastmótaðar skoðan- ir á þessu máli sjálfur. Ég vissi að með þessari spurningu hafði ég komið við snöggan blett, því það er á allra vitorði, að Kennedy hafi sárnað mjög þessi ákvörðun Johnsons. Margir halda því fram, að John- son hafi blátt áfram ekki þorað að velja hann sem varaforseta af ótta við, að hann kynni að skyggja á sjálfan forsetann með vinsældum sínum og hæfileik- um. Og nú stóð ekki heldur á viðbrögðum við næstu spurn- ingu: En þér hafið sagt, að þér vilduð halda áfram ,.. í Arlington kirkjugarðinum í sanngirni. En mig langaði til að halda áfram að taka þátt í opinberu lífi og mig langaði til að hafa veruleg afskipti af stjórnmálum. Þess vegna ákvað ég eftir nokkurra mánaða um- hugsun að bjóða mig fram. Óttuðust þér, að þér kynnuð að bíða ósigur? — Já, ekki skal ég neita því. En ég varð að ná kosningu. Ég ► Robert F. Kennedy leggur blóm á leiði Johns, bróður síns Washington, ári eftir að hann var myrtur. Ljósm. USIS. — Já. Andartak. Viljið þér slökkva á segulbandstækinu sem snöggvast? Síðan sagði hann mér, að sér væri illa við að ræða sam- band sitt við Johnson forseta, og þaðan af síður kærði hann sig um að bera saman Johnson forseta og bróður sinn. Hvort ég vildi ekki beina samtalinu inn á aðrar brautir? Eftir þetta varð samtal okkar þjálla. Það var ekki eins erfitt að komast að honum. Hann var fúsari að svara spurningum mínum, og það færðist meira líf í andlit hans um leið og hann talaði. Mig langaði að spyrja yður, hvort það hafi verið erfið ákvörðun að gefa kost á yður í kosningum til öldungadeildar- innar? — Já, það er líklega ekki hægt að neita því með neinni

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.