Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 12

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 12
Halló, halló. Komdu sæl og blessuð Hilda mín, nú hef ég þó heldur sögu að segja þér. Ég fór í myndatöku í gær. Nei, ekki andlitsmyndatöku, heldur innvortis og hef ég aldrei upplifað þvílíkt á minni ævi fyrr. Ég varð svo særð og miður mín, að ég var bara eins og aumingi, þegar ég kom út. Allan daginn í gær var ég að jafna mig eftir þetta og er ekki búin að því enn. Þú spyrð, hvort það hafi ver- ið svona sárt. Nei, ekki var það, en hlustaðu nú á. Dagurinn byrjaði svo sem nógu vel. Ég var komin á fæt- ur kl. 7 og veðrið var svo guð- dómlegt, einn þessara björtu, tæru haustmorgna. Blakti ekki hár á höfði, og ég gat verið í mínu fínasta skarti. Borgin var enn ekki vöknuð, en eftir hálftíma mundi kliður starfs- ins byrja og mundi endast fram undir kvöldmat, því þetta er að verða stórborg, en nú var hún enn þögul og dásamleg, þegar ég fór með átta vagnin- um. Já, mikið var morguninn friðsæll. Það var ekki hægt að kvíða neinu á svona morgni. Ég gekk í hægðum mínum frá stöðinni, því að tíminn var nógur. Stundvís, eins og fyrri daginn! Á spítalanum varð ég fyrst að bíða góða stund, en það var nú ekki neitt til að gera veður út af. Loks var mér hleypt inn í ágætan klefa, þar sem ég afklæddist til hálfs og og beið lengi, lengi. Næsti; myndatakan fer fram i stóru, skuggalegu herbergi. Geysistórar vélar hanga neðan úr loftinu, en ég er hvergi smeyk. Og nú birtist í einu horninu uxi, mikill og digur, en vantar þó halann og er þar kominn myndatökudoktorinn. Framstefnið er hulið þykkri gúmmíyfirbreiðslu og fálmar- arnir löngum vettlingum úr sama efni og ekki má gleyma sundgleraugunum. Þegar nær kemur, minnir hann meir á 12 FÁLKINN framsetta söltunarkerlingu, en uxa í rökkrinu. Einhvern veg- inn fór hann strax í mig, lík- lega fínu taugarnar, eða undir- vitundina, svo að ég hélt mér saman, sagði ekki einu sinni góðan dag, og ekki sagði hann neitt heldur, blessaður smiðju- belgurinn. Þá segir aðstoðar- stúlkan, að ég skuli fara upp á borðið, og ég svara því til, að ég sé ekki góð í leikfimi, hvort hún hafi ekki eitthvað til að stíga upp á. En hún hef- ur víst ekki heyrt, hvað ég sagði, að minnsta kosti gerði hún sig ekki líklega til hjálp- ar. Eftir nokkrar tilraunir tókst mér að bögglast upp á þetta svokallaða borð, sem var reynd- ar járnbekkur í tengslum við myndavélina. Það tókst. Á meðan ég var í klifrinu, hafði hún útbúið þykkt sull, sem mér var ætlað að drekka. Og nú heyrðist draugaleg rödd úr barka bola. „Eruð þér ekki fastandi?“ spurði hann. „Nei,“ segi ég. „Hvernig stend- ur á því?“ „Nú bara af því að læknirinn tók það ekki fram.“ „Hann hefur víst tekið það fram. Þér haldið bara, að hann hafi ekki tekið það fram.“ „Hann tók það ekki fram,“ sagði ég, og var farið að þykkna í mér yfir þessari ókurteisi, sem hann sýndi mér. Hann setti mig með öðrum orðum strax í vont skap, helvítis karl- inn. Svo glápir hann á mig steinþegjandi nokkra stund og stúlkan dregur sig nær. Vill sagt þér, hvað ég varð annars hrædd. Ég fór að hugsa og hugsa, hvað ég hefði getað gleypt. Hvað gat verið innan í mér? Og ég segi svo, saklaus og einföld, eins og lítil stúlka: „Ég drakk bara eitt glas af vatni í morgun með einni víta- mínpillu og svo kaffi og kex.“ Karlinn náttúrlega svarar mér ekki. Hann hefur auðvit- að haldið, að ég væri svona vitlaus. „Þetta var einhver stór hlut- ur, engin lítil pilla,“. Þú hlærð. Jæja, bíddu við. Mun það ekki uppgötvast, að ég er með renni- lás á pilsinu að aftan. Hlæðu ekki alveg svona hátt. Og þarna skipar hann stúlkunni að snara mér úr pilsinu. Og þá var ég náttúrlega á blábuxun- um. En það gerði ekki svo mikið til. Þetta voru ágætis buxur úr stretch nælon, auk þess með blúndu. Það mátti vera hreykinn af svona bux- um. Og nú ætlar hann loksins að fara að mynda, og ég er búin að drekka eitthvert hvítt gums. Svo segir hann mér að taka góðan gúlsopa og geyma uppi í mér og kingja, þegar hann segi til. Þetta var barkamynd, sem taka átti, og bilar nú auð- vitað apparatið, þegar allt stendur sem hæst. Gríðarmikið stykki dettur niður úr rjáfrinu, strýkst við mig á leið sinni og skellur á borðið með miklum hávaða. Aðstoðarstúlkukindin hefur þarna bíð ég og bíð að mér fannst heija eilífð. Það er vísi verið að gera við tækin. Síðan byrjar ballið að nýju. „Færið nú skrokkinn til.“ Ég gat það ekki með hausinn í vissum skorðum, er heldur engin gúmmídúkka. „Getið þér ekki fært yður sjálfar, þarf ég að beita handafli við yður?“ Ég gat ekki svarað með gúlinn fullan af gumsi. Nema, allt í einu fer borðið af stað og ég finn sjálfa mig í lóðréttri stöðu, höfuðið þð upp, sem betur fór. Þetta skeði svo snöggt, að mér fannst ég ætla að renna niður í eina klessu, en borðið hélt mér í skorðum. Nú verður allt með miklum hraða. Stúlkan réttir mér glas, sem mér er ætlað að drekka úr, en hún hefur ekki athugað, að ég var áður búin með mest allt úr glasinu, svo að það er sama sem tómt. Hún hefur samt verið svo hugsunar* . söm að skilja teskeiðina eftir í því, mér til mikils trafala. Það var svo þröngt um hand- legginn á mér og mig langaði mest til að þeyta skeiðinni frá mér. Þá drynur í karlinum. „Teyg- ið þér, teygið þér, teygið þér,“ og ég renni niður því, sem var uppi í mér, en þá var það lika búið. „Teygið meira, teygið, já, teygið þér,“ öskraði karl- inn í sífellu. „Nei, þetta verð- ur allt ónýtt,“ sagði hann. Þá fór ég að reyna þykjast teyga, bara með munnvatninu, eða MYNDATAKA i GAMANSAGA EFTIR VÖLlÍ ekki missa af neinu. Hann seg- ir við hana, „náðu í hann X,“ og við mig: „þér getið farið fram.“ Ég hrökklaðist aftur niður af borðinu og út sömu leið og ég hafði komið í svo góðu skapi um morguninn. Og nú hófst biðin. Eftir langa mæðu er ég enn sótt, og aftur verð ég að klöngr- ast upp á borðið. Jæja, hvað heldurðu þá að hann segi. „Hvað, hvað, hvað, er innan í yður? Hvað hafið þér étið?“ Hjartað stanzar. Skelfing verð ég hrædd. Ég get bara ekki liklega haldið, að ég lægi þarna öll lemstruð og klesst, því hún birtist utan úr myrkrinu og segir skjálfandi röddu: „Meidd- uð þér yður?“ En forsjónin hafði þarna hlíft mér. Þau byrja að rífast. Hvers vegna þetta væri aldrei haft í lagi og svo fram eftir götunum, voru alveg búin að gleyma mér, þar sem ég lá og geymdi alltaf gumsið uppi í mér. Ég fékk að bíða góða stund, þangað til mér var enn einu sinni sagt að fara fram og bíða. Ég geri það eins og lamb, og lofti, hafði engin önnur ráð. Mig langaði að grenja af reiði. Svo kvikna ljósin og reiðin fær brotist út. Ég segi við karl- inn: „Þér sögðuð mér að teyga. Hvern andskotann átti ég að teyga, það var ekkert í glasinu til að teyga?“ Þau steinþögðu. Ég hef víst ekki verið frýni- leg, öll hvít í framan og um hendurnar, eins og kálfur upp úr sullinu sínu. „Gætið þess að þetta komist ekki i fötin,“ segir stúlkan. „Má ég þá ekki þvo mér hérna í vaskinum?“ „Nei takk, þér getið þvegið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.