Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 44

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 44
# Spurt og spjallað Framh. af bls. 15. son dylur hugsanir sínar í vindlareyk; hann gengur hinn gullna meðalveg. Atli Heimir og Þorkell hafa báðir samið elektrónísk tónverk, svo að þeir þurfa ekki að yggla sig, hlusta bara með djúpri athygli. ÞEGAR músíkin hljóðnar, tekur Atli Heimir til máls. Ekki sjálfur, heldur heyrist rödd hans úr hátalaranum. Inn- gangserindin eru tekin upp fyrr um daginn, en nú er kom- ið að umræðunum, og er þá byrjað á að láta alla heyra hvað hver og einn hefur um spurn- ingu kvöldsins að segja. Atli Heimir ræðir kunnáttusamlega um samningu elektrónískrar tónlistar, en telur verk Stock- NÝJUNG frá OLTRfl+LftSH Mascara gern augníiann eins iöng og silki- miúk og frekast verður á kosið. ULTRA-LA3H gæð- ir augnhárin mjúkri lengd án þess að þau verði óþjálli. Hinn frábæri Taper-bursti lengir bau og gerir silkimjúk um leið og hann litar hvert hár á hlið og bak ULTRA-LASH storknar ekki, smitar, rákar, óhreinkar eða flagnar. H"nn er voð- felldur, vatnsfastui og lyktarlaus ... eng- ar áhyggjur af gljáa, lausum eða hlykkjuð- um hárum. Þvæst ai á svipstundu með Mu;,.. íune Mascara uppleysara, í þrem hríf- andi litbrigðum: Flaueissvörtum, eirbrúnu og myrkbláu. JicUjMliM alltai hið vandaðasta og bezta til augnfegrunar. hausens miður heppilegt sýnis- horn og þegar orðið nokkuð gamaldags, segir annars, að tónskáldið vinni í anda hinna gömlu meistara. Björn Franz- son verður hneykslaður á svip- inn við þá staðhæfingu. Hann tekur næstur til máls og fer ekki dult með skoðanir sínar á „þessum hljóðasamsetningi", eins og hann orðar það, vill mótmæla því, að þetta „véla- skrölt“ sé kennt við tónlist, telur það óvirðingu við svo há- leita list. SIGURÐUR brosir ánægju- lega og sér fram á storma- samar umræður. Jón er hóf- samur í sínum málflutningi, hvorki með né á móti, og er sammála Atla Heimi, að verk Stockhausens sé ekki ákjósan- legt sýnishorn, enda samið fyr- ir einum 10—12 árum Þorkell tekur síðastur til máls hefur margt gott um elektrónísku tónlistina að segja og telur hana nauðsynlega með áherzlu. Síðan er segulbandið stöðvað og gert smáhlé áður en upp- taka sjálfra umræðnanna hefst. Þátttakendurnir sitja hringinn í kringum borðið, sennilega hver öðrum taugaóstyrkari, en láta furðulítið á því bera, eru þó óvenju alvörugefnir á svip. Hljóðneminn hangir niður úr loftinu; fimm glös full af vatni, stór öskubakki og ritföng handa öllum eru á kringlóttu borðinu sem setið er við. Og nú þarf Sigurður að gefa smáleiðbein- ingar áður en eldraunin byrjar. Bezt að halla sér fram í sæt- unum, svo að vel heyrist til hvers og eins, gæta þess að láta ekki skrjáfa í pappírnum þegar skrifað er sér til minnis, enginn tali of lengi í einu, þvi að þetta á að vera samtal en ekki pré- dikanir og allir eiga að fá jöfn tækifæri til að koma skoðun- um sínum á framfæri. Langi einhvern að leggja orð í belg, þarf hann ekki annað en gefa merki, og þá mun röðin fljót- lega koma að honum. O. s. frv. Loks fer Sigurður yfir nokk- ur atriði sem hann hefur skrif- að hjá sér. Vilja þeir ræða þess- ar spurningar þegar þar að kemur eða sleppa einhverjum þeirra? Eins gott að hafa nóg um að tala þáttinn á enda, svo að engar vandræðalegar þagnir þurfi að verða. Og að síðustu: „Allir til?“ Hann lítur af einum á annan. Enginn biður um frest. „Þá byrjum við!“ HVERNIG verður þessi músík til?“ vill Sigurð- ur vita. Atli Heimir gerir grein fyrir því í stuttu máli, en Jón og Björn hafa sitthvað við það að athuga, telja hann aðeins hafa rætt um táeknihliðina, ekkert um listsköpun. Talið berst að ýmsu, og sitt sýnist hverjum eins og gengur. Það er erfitt að rökræða jafn óá- þreifanlega hluti og stefnur og form í heimi tónlistarinnar, því að þar er ekki til neinn algild- ur mælikvarði og mat einstakl- ingsins hlýtur ávallt að ráða meiru en tilbúnar formúlur. Listnautn er fyrst og fremst smekksatriði, og flestar rökræð- ur um gildi einstakra lista- verka enda fyrr eða síðar á: „Ja, mér finnst þetta ljótt“ og „Mér finnst það fallegt.“ Björn telur elektróníska músík óholla fyrir mannkynið og játar, að sér líði illa þegar hann hlusti á hana, Atli Heimir og Þor- kell hafa hins vegar trú á fram- tíð hennar og líður prýðilega þegar þeir hlusta á hana... og þar við situr. T^N tilgangur Sigurðar er -“-I ekki að gera alla sammála eða komast að einhverjum endanlegum niðurstöðum, held- ur að fá fram ólík sjónarmið og ræða efnið frá ýmsum hlið- um. Þátturinn hans örvar menn til umhugsunar og glæðir áhuga á málefnalegum rökræð- um, en ýtir ekki undir sleggju- dóma og vanhugsaðar fullyrð- ingar, og því hefur hann áunn- ið sér vinsældir og traust út- varpshlustenda. Þegar íslenzka sjónvarpið kemst á laggirnar, megum við búast við að sjá Sigurð og sérfræðingana hans umhverfis hringborðið veltandi fyrir sér þeim vandamálum sem þá verða efst á baugi. 'M/J'ARGT hefur Sigurði dottið í hug að spyrja menn um síðan fyrsta þættinum hans var útvarpað mánudagskvöldið 3. febrúar 1958. „Hefur siðgæð- inu farið fram eða aftur síðustu fimmtíu árin?“ var umræðu- efnið það kvöld. Og eftir það rak hver spurningin aðra: Er rétt að birta nöfn afbrotamanna í dagblöðum eða útvarpi? Hver er skoðun yðar á abstrakt mál- aralist? Hverjar teljið þér tíð- astar orsakir hjónaskilnaða? Hver er skoðun yðar á draug- um? Á að þúa eða þéra — og þá eftir hvaða reglum? Á að fækka eða fjölga sauðfé og hrossum á íslandi? Er nauðsyn- legt að gera breytingar á starfs- háttum íslenzkra gagnfræða- skóla? Er eitthvað það til sem þið mynduð vilja nefna spill- ingu eldri kynslóðarinnar? Hver er skoðun yðar á lista- mannalaunum? Teljið þér rétt, að ríki og kirkja verði skilin að lögum? Hvort teljið þér persónulega, að Biblían sé fremur trú- eða sagnfræðirit? Er vinnulaunum réttlátlega deilt milli hinna ýmsu stétta í þjóðfélagi okkar? Hvernig teljið þér æskilegast, að byggð- in dreifist um landið? Á að breyta núgildandi löggjöf um íslenzka stafsetningu? Á ísland að taka upp hlutleysisstefnu í utanríkismálum? Hver er skoð- un yðar á spíritisma? Er rétt að leyfa bruggun og sölu áfengs öls á íslandi? Hvað vilj- ið þér helzt segja hlustendum um sjónvarp á fslandi, einkum að því er varðar Keflavíkur- stöðina? Hverjar eru tillögur ykkar um framtíð Skálholts? Hvort falla yður betur íslenzk Ijóð í óbundnu máli eða hátt- bundnu, rímuð eða órímuð? Teljið þér, að framliðnir menn geti læknað mein sjúklinga fyrir milligöngu annarra? Hverjar eru skoðanir yðar á uppruna íslendinga? Á að koma upp stóriðju á íslandi? Hvar á komman að vera? Hvert mark er að draumum? Þetta eru dæmi valin af handahófi úr löngum og fjöl- breytilegum lista. Mörg hita- mál hafa verið rædd í þætti Sigurðar, og jafnan hafa hlust- endur verið nokkru fróðari eftir en áður. HVERJU æsa menn sig mest upp yfir — stjórnmálum eða trúmálum kannski?“ „Ja, þótt undarlegt megi virðast,“ svarar Sigurður, „hafa engar umræður í þættinum orð- ið eins eldheitar og um áfenga ölið. Þar virtist komið við mjög viðkvæman blett.“ „Er ekki stundum erfitt að halda þátttakendunum við efn- ið og fá þá til að stilla mál- flutningi sínum í hóf?“ „Ég læt það vera — sjálft form þáttarins hjálpar mikið til þess.“ „Vel á minnzt — hvaðan hefurðu fengið þetta form?“ „Ja, ég tel mig eiga það. Þegar ég var að byrja að undir- búa þáttinn, leitaði ég fyrir mér erlendis þar sem samtals- þættir eru til í margs konar myndum, og fann ýmislegt sem mér leizt vel á, þó ekkert alveg eins og þennan þátt minn. Formið á honum hefur haldizt að mestu óbreytt frá upphafi, það hefur sína kosti og galla eins og flest annað í heimi hér, en ég hef ekki enn getað fund- ► 44 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.