Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 39

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 39
NAR ÁSTIR TIL SÖLU minningar að vegarnesti á heimleið. Papagallo getur verið á ýmsum aldri, allt frá 14 og upp í 70 ára, eftir aldri kvennanna. Hann getur verið iðjuleys- ingi, starfandi lögfræðingur, stúdent eða hvað sem er. „Hér gerum við ekkert annað en hugsa vel fyrir erlendum ferðakonum á öllum aldri... við sjáum fyrir því, að þær eignist ánægjuríkar minningar um Ítalíu-ferðina. Milljónir erlendra kvenna koma hingað árlega, og hreint ekki svo fáar nær eingöngu til þess að upplifa eitthvað spennandi — sérfag okkar... Og þess vegna álítum við, að meðal þeirra séum við í miklum metum, og það færir Ítalíu miklar gjald- eyristekjur! En lögreglan, hvað gerir hún svo? Hún eltir okkur, hótar okkur sektum og fangelsi, ef við höldum okk- ur ekki fjarri konunum, sem koma ef til vill til Ítalíu einvörðungu til að hitta okkur!“ Þessi bitru orð mælti Romolo, 22 ára stúdent frá Róm, hávaxinn, dökkur yfir- litum og snyrtilega klæddur papagallo. Þetta sagði hann, er ítölsk yfirvöld hófu fyrir alvöru herferð gegn þessum mönnum. Það kann að vera, að Romolo hafi að einhverju leyti rétt fyrir sér, en við skulum líta á málið frá báðum hliðum. Ítalía er mesta ferðamannaland heims, og hefur verið svo síðastliðin tíu ár. Ferðamannastraumurinn náði há- marki árið 1962; þá komu til landsins hvorki meira né minna en 22 milljónir erlendra ferðamanna! — En 1963 lækk- aði talan, og 1964 lækkaði hún ennþá. Blöðin á Ítalíu höfðu uppi getgátur um orsakir þessarar fækkunar, en voru ekki á einu máli. Ýmsir kenndu um hækkandi verðlagi, meðan lönd eins og Spánn og Júgóslavía bjóða mun ódýr- ara uppihald; aðrir nefndu ,,and-þýzk- an“ áróður í ítalska s-jónvarpinu (á undanförnum árum hafa þýzkir ferða- menn haldið fjölda baðstranda gang- andi); of mikil læti og hávaði á bað- stöðum, og einkum þó, að erlendar konur hafi ekki getað farið ferða sinna í friði, en verið stöðugt ónáðaðar af papagalli, þessum freku og ágengu karl- mönnum, sem ekki létu sér nægja að þylja yfir þeim ástarjátningar sínar, en hafi einnig í sífellu verið þuklandi og káfandi á þeim, hingað og þangað! Jafn- vel á fjölförnum götum! Og áður en ferðamannastraumurinn hæfist í ár, ákváðu yfirvöldin að gera allt, sem þau gætu til að rétta það álit, er Ítalía naut áður í ferðamálum um allan heim. Meðal annars skyldi lögregluvaldi tafar- laust beitt gegn allri ágengni papagalli- ’anna. Og það er víst engin miskunn hjá Magnúsi. Fyrir giftar og trúlofaðar kon- ur eða aðrar, sem eru einungis haldnar áhuga á fornminjum, málverkasýning- um og siðsömum baðháttum, hafa papa- galli alla tíð verið hreinustu plágur. En við sögðum einnig um hinn róm- verska papagallo, Romolo, að hann hefði að vissu leyti rétt fyrir sér. Hann sagði að flestar ferðakonur kæmu einungis til Rómar til að hitta papagalli’ana og kynnast hinni heitu, suðrænu ást. Og á því leikur enginn vafi, að þegar smá- borgaralegar konur frá Mið-Þýzkalandi, siðsamar enskar stúlkur, sem syngja í sunnudagaskólakórnum heima í Bret- landi, reglusamar kennslukonur írá Noregi og amerískar frænkur haldnar ýmsum vanmetakenndum, koma til Ítalíu — þá er það vegna hins mikla áhuga ítalskra karlmanna, að þær þeyta burt hálshnepptum kjólum, setja upp þröngar plússur, þröng og stutt pils og síðan í snöggri röð: farið í hárgreiðslu, keyptir ítalskir skór og slæðingur af ítölskum sumarklæðnaði — og síðan út að skoða borgina. Og þetta á ekki einungis við um ungu stúlkurnar. 40— 50 ára gamlar konur verða gripnar ævintýraþrá, og hvort sem þær eru einar eða nokkrar vinkonur saman, þá má sjá þær ganga um göturnar með eftirvæntingu í augnaráðinu. — Að minnsta kosti skilja ítalskir karlmenn það þannig, og þess vegna renna þeir ástleitnum augum sínum þvers og kruss um raðir erlendra kvenna sem, sam- kvæmt þeirra skoðun, eru komnar á fund blóðheitra, ítalskra elskhuga. En rétt skal rétt vera: drjúgur meiri hluti • •••••••••• Framh. á bls. 45. -A götum, baðstöðum, almenningsgörðum og hótelum falbjóða ítalskir karlmenn erlendum ferða- konum ástir sínar. -Papagalli eru sérfræðingar í sínu fagi. Þeir sjá erlendum konum fyrir ógleyman- legum ævintýrum — en lögreglunni fyrir atvinnu FÁLKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.